Fréttablaðið - 29.09.2004, Page 29

Fréttablaðið - 29.09.2004, Page 29
MIÐVIKUDAGUR 29. september 2004 9                                  !!" #     "     $       %  &   '      !  " !# $%% & ' ( !#) $%%***+ C F      *      BA *   !+   *        ).   &   *   '    %  * ( (         *     /*  -   *   '      Land Rover Discovery Hlutdeild Land Rover á Íslandsmarkaði: 0,4% Nýr Land Rover Discovery kemur á markað næsta vor Umboð: B&L Land Rover sérhæfir sig í framleiðslu fjórhjóladrifinna bíla og höfðar því fyrst og fremst til þeirra sem vilja „hreinræktaða“ jeppa með ríka arfleifð. Discovery sameinar það besta úr öðrum meðlimum Land Rover-jeppafjölskyldunnar eða lúxusinn frá Range Rover, lipurðina úr Freelander-sportjeppanum og torfæru- hæfnina úr Defender. Sérstaða Nýr Discovery 3 kemur á markað vorið 2005 og óhætt er að segja að þessi þriðja kynslóð komi í verulega endurnýjaðri mynd, bæði hvað varðar útlit og tækni og munar þar líklega mestu um sérhæfðan búnað sem hann fær frá Range Rover, hinum fræga stóra bróður sínum. Enn betri aksturseiginleikar, torfæruhæfni og þægindi eru þannig einkunnarorð Discovery 3. Nýjungar Sem dæmi um þann nýja og áhugaverða búnað sem kemur með nýjum Discovery má nefna samhæfðan fjölþáttabúnað sem lagar akstur jeppans sjálf- krafa að akstursaðstæðum hverju sinni, sama hversu erfiðar þær eru. Þessi fjöl- þátta búnaður skilar sér þannig í aukinni torfæruhæfni og auknum aksturs- þægindum. Subaru Legacy AWD Grunnverð: 2.615.000 Umboð: Ingvar Helgason Subaru Legacy er bíll sem hefur sannað ágæti sitt í fjölda ára fyrir óbilandi út- hald, þægindi, snerpu, fjölhæfni og glæsileika. Með stanslausri þróun hefur Subaru tekist að gera nýjan Legacy enn betri svo um munar. Tekist hefur að auka kraft vélarinnar, en þó með því að minnka eyðsluna umtalsvert. Nýr Legacy er orðinn einn hljóðlátasti bíllinn á markaðnum auk þess sem lipurleiki og öryggi gera hverja ökuferð að hreinni skemmtiferð. Háþróað fjórhjóladrifið er einnig á sínum stað. Bíllinn kemur á sextán tommu álfelgum og með vindskeið sem gerir bílinn að hreinu augnayndi. Subaru Legacy er fáanlegur bæði fjögurra og fimm dyra. Vélin er 2000 cc og skilar 138 hestöflum en eyðslan er 7,7 lítrar í blönduðum akstri. [ NÝIR BÍLAR Í BOÐI ] FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R Skyldi þessi bíll hafa beyglast svona snyrtilega? var það fyrsta sem blaðamanni datt í hug þegar hann rak augun í skrautlegt mynstur neðst á annarri hlið steingrárrar Hondu Prelude. En er hann sá að hin hliðin var eins og stuðararnir í stíl áttaði hann sig á að hér var eitthvað óvenju- legt á ferð. Þetta var fyrir utan 10-11 búð og innan stundar kom eigandi bílsins, Oddsteinn Guð- jónsson, og upplýsti að Hondan hans væri sú eina með þetta útlit á Íslandi. „Hún var samt ekki svona þegar ég keypti hana fyrir tveim- ur árum,“ sagði hann brosandi og kvaðst hafa keypt sílsana og stuð- arana frá Ameríku, pússað þá upp og látið sprauta. „Þetta var tals- verð vinna en ekki dýrt dæmi. Ég fór í fyrirtæki hér í bænum sem selur alls konar hluti í bíla og spurði hvað það kostaði að fá svona skraut og fékk þau svör að verðið væri 300 þúsund, með sprautun. Mér þótti það of mikið þar sem bíllinn er gamall svo ég talaði við vini mína í Kaliforníu og komst í samband við níu aðra sem áttu svona bíla. Við slógum saman í pöntun og hlutirnir kostuðu mig bara 70 þúsund hingað komnir. Svo bættist sprautunin við.“ Oddsteinn kvaðst hafa keypt bílinn fyrir tveimur árum, þegar hann var 19 ára, en átt annan áður af gerðinni Honda Civic 1300. „Hann var lítill og kraftlaus. Ég byrjaði á honum svo ég færi ekki að drepa mig strax,“ sagði hann og bætti við að þessi væri helm- ingi kraftmeiri eða 150 hestöfl. Að sjálfsögðu er hann ánægður með gæðinginn því þótt hann sé af árgerð ‘89 hefur hann ekkert þurft að gera við hann. Bara skipta um olíu og búið. Ætlar hann þá ekki að eiga hann áfram? „Jú, jú, það er ekkert á döfinni að skip- ta. Enda kemst barnabílstóll í aft- ursætið og allt.“ ■ Sérpantaðir sílsar og stuðarar Það er ekkert á döfinni að skipta. Enda kemst barnabílstóll í aftursætið og allt. ,, Oddsteinn er ánægður með bílinn sinn, sem er sá eini á landinu með þetta útlit.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.