Fréttablaðið - 29.09.2004, Síða 31

Fréttablaðið - 29.09.2004, Síða 31
Ditlev Thomsen kaupmaður fór til Kaupmannahafnar árið 1904 með 2.000 krónur í vasanum til að kaupa sér mótorvagn. Vagninn sem hann festi kaup á var þýskur af gerðinni Cudell, ár- gerð 1901. Hann var sjö hestöfl. Bless- aður vagninn þoldi illa íslenskar að- stæður og var seldur aftur úr landi árið 1908. Ökuferð til Víkur í Mýrdal tók tólf tíma árið 1926 ef allt gekk að óskum. Íslendingar í Vesturheimi tóku sig sam- an árið 1913 og keyptu Ford af T-gerð til að reyna að þrýsta Íslendingum inn í tuttugustu öldina. Tveir menn voru fengnir til að læra að aka bílnum og annast hann, þeir Sveinn Oddsson og Jón Sigmundsson. Þeir stóðu fyrir skipulögðum ferðum um borgina og nágrenni hennar og kostaði 10 aura að fara einn rúnt um mið- bæinn, en eina krónu og tuttugu og fimmeyring að fara upp að Elliðaám, sem voru auð- vitað uppi í sveit í þá daga. Þegar skroppið var í bíltúr út úr bænum þótti flott að festa trjá- grein á bílinn ef komið var í skóg- lendi. Trjágreinin táknaði að menn hefðu brugðið sér af bæ og komist langt og til baka aftur, heilir á húfi. Þau orð sem komu til greina þegar velja átti nafn á mótorvagninn voru: þeysivagn eða þeysireið, sjálfhreyfivél, skellireið eða bifreið sem varð svo fyrir valinu, eins og flestum mun kunnugt. „Eina ráðið til að venja börn af þeim stórhættulega ósið að hanga aftan á bifreiðum er að haft sé keyri í þeim svo að þeir sem í vagninum sitja geti lamið krakkana burtu... þetta ættu þeir sem ferðast með bifreiðum alltaf að gera sér að skyldu,“ segir í blaðinu Reykjavík árið 1913. Árið 1914 voru aðeins tíu bílar á landinu en samt urðu þrjú bílslys. Fyrstu banaslysin af völdum bif- reiða urðu árið 1919. Fróðleiksmolar úr bókinni Íslenska bílaöldin. FYLGIHLUTIR Í BÍLA: Snyrtilegt í bílnum Fátt er leiðinlegra en draslið í bíln- um sem rúllar um gólfið og hverfur svo undir sætin og gleymist. Það sem verra er: bíllinn býður ekki upp á mikið meira en hanskahólfið til að geyma hluti í og ef til vill smávasa aftan á sætunum þegar raunin er sú að fólk tekur orðið heilmikið af dóti með sér inn í bílinn. Hins vegar er úrvalið af hlutum til að leysa þetta vandamál mikið og hægt að útbúa hverjum hlut góðan stað í bílnum. Auk þess er heilmargt til sem gott er að hafa með sér þegar maður er á ferð og flugi eins og alkóhólmælir á lyklakippuna eða hárþurrka sem fær rafmagn úr bílakveikjaranum.  MIÐVIKUDAGUR 29. september 2004 11 Bílarnir koma Bíllinn var fljótur að verða þarfasti þjónninn. Hitamælir ásamt klukku og rakamæli. kr. 1.749 Glasabakki. Kr. 2.412 Bakki fyrir smáhluti. kr. 766 Gleraugnaklemma til að hengja gleraugun á kr. 496 Alkóhólmælir sem festur er á lyklakippu. kr. 2.990 Fyrsta konan fékk ökuskírteini árið 1918 en þá voru tuttugu karlar með ökuréttindi. Líkur þessu var fyrsti bílinn sem kom til landsins árið 1905. Allir hlutir fást í Bílanausti, Borgartúni 26.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.