Fréttablaðið - 29.09.2004, Síða 56

Fréttablaðið - 29.09.2004, Síða 56
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 Lengsta verk- fall sögunnar Lengsta verkfall sem sögur fara afvar ekki kennaraverkfall heldur verkfall sem skólabörn hófu til stuðn- ings kennurum sínum. Það stóð í ald- arfjórðung og hófst 1. apríl árið 1914. Aðdragandinn var sá að tveimur kenn- urum, hjónunum Tom og Kitty Higdon, hafði verið sagt upp störfum við barnaskólann í Burston í Norfolk á Englandi. Ástæðan sem var gefin upp fyrir uppsögninni var sú að Kitty hefði án leyfis frá skólanefndinni kveikt upp í arni einn votviðrasaman dag til þess að börn sem þurftu að ganga 5 kílómetra leið í skólann gætu þurrkað föt sín. HIN RAUNVERULEGA ÁSTÆÐA var auðvitað allt önnur. Tom og Kitty voru jafnréttissinnar sem neituðu að kenna samkvæmt þeirri forskrift breska þingsins að börn alþýðufólks ættu fyrst og fremst að læra um stöðu sína í þjóðfélaginu og að líta upp til heldra fólks. Þar að auki hafði Tom boðið sig fram til setu í sveitarstjórn og sigrað sjálfan skólanefndarfor- manninn, séra Charles Tucker Eland. FYRSTA APRÍL 1914 hófst verk- fall í skólanum til að mótmæla hinum ósanngjörnu uppsögnum. Börnin fóru í mótmælagöngu og lýstu yfir stuðn- ingi við Higdon-hjónin. Aðeins 6 börn héldu áfram að mæta í héraðsskólann, hin 66 komu saman í þorpsgarðinum og hlýddu kennslu hjá hinum burtreknu kennurum. Þannig leið vor og sumar. Þegar haustaði fengu Tom og Kitty Higdon húsnæði til kennslu inni á smíðaverkstæði við garðinn. Foreldrum var stefnt fyrir rétt og þeir sektaðir fyrir að láta börn sín ekki mæta í réttan skóla. Þeim málarekstri lauk reyndar þegar yfirvöld viður- kenndu að foreldrar hefðu rétt til að velja skóla handa börnum sínum. Ári síðar fór fram landsöfnun til styrkar verkfallinu og varanlegt skólahús var byggt fyrir söfnunarféð. Frjálsi skól- inn eða Verkfallsskólinn í Burston var orðinn að staðreynd. ÞESSU LENGSTA VERKFALLI sögunnar lauk árið 1939 þegar Tom Higdon lést. Og enn þann dag í dag er haldin minningarhátíð um verkfallið langa í Burston, fyrsta sunnudag í september hvert ár – til að fagna því að réttlætiskennd skólabarna sigraði peningahyggjuna. BAKÞANKAR ÞRÁINS BERTELSSONAR SJÓNVARPSDAGSKRÁ VIKUNNAR »

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.