Fréttablaðið - 16.10.2004, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 16. október 2004 23
Fjórum styrkjum að upphæð 500
þúsund hefur verið úthlutað til
ungra tónlistarmanna í tilefni af
15 ára afmæli menningarsjóðs Ís-
landsbanka og Sjóvá-Almennra.
Þeir ungu tónlistarmenn sem
fengu úthlutað styrk eru Þóra
Marteinsdóttir, sem lýkur meist-
aranámi í tónsmíðum við Tónlistar-
háskólann í Gautaborg næsta vor,
Ágúst Ólafsson bariton, sem æfir
um þessar mundir hlutverk í
Sweeney Todd með Íslensku óper-
unni, Stefán Jón Bernharðsson
Wilkinsson, hornleikari, sem lýkur
framhaldsnámi á einleikarabraut
Tónlistarháskólans í Noregi næsta
vor, og Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir
messósópran, sem útskrifaðist frá
óperudeild Guildhall sumarið 2003.
Einar Sveinsson, stjórnarformaður
Íslandsbanka og formaður menn-
ingarsjóðs Íslandsbanka og Sjóvá-
Almennra, og Sigrún Hjálmtýs-
dóttir, söngkona og stjórnarmaður
í menningarsjóðnum, afhentu
styrkinn.
Menningarsjóður Íslandsbanka
og Sjóvá-Almennra er einn öflug-
asti styrktarsjóður landsins í
einkaeigu og varð til við samein-
ingu fyrirtækjanna. Tilgangur
sjóðsins er að styðja við verkefni
á sviði menningar og lista, mennt-
unar og vísinda, sem og forvarn-
arstarfs og líknarmála. Markmið-
ið með starfsemi sjóðsins er að
efla tengsl fyrirtækjanna við
samfélagið og starfsumhverfi
þeirra. Menningarsjóðurinn af-
greiðir fjölda styrkbeiðna á ári
hverju, en það er jafnframt stefna
hans að eiga frumkvæði að sam-
starfi í áhugaverðum verkefnum.
Stjórn sjóðsins er tilnefnd af
bankaráði Íslandsbanka, hana
skipa Einar Sveinsson formaður,
Bjarni Ármannsson, Sigrún
Hjálmtýsdóttir og Sigurður Nor-
dal. Pálín Dögg Helgadóttir ann-
ast framkvæmdastjórn. ■
STYRKÞEGARNIR Ágúst Ólafsson bariton, Jóhanna Ólafsdóttir messósópran, Marteinn
Marteinsson, sem tók við styrknum fyrir hönd Þóru Marteinsdóttur tónsmiðs, Ágústa
María Jónsdóttir, sem tók við styrknum fyrir hönd Stefáns Jóns Bernharðssonar Wilkinson
hornleikara, ásamt Einari Sveinssyni og Sigrúnu Hjálmtýsdóttur.
Íslandsbanki og Sjóvá-Almennar
styrkja unga tónlistarmenn
Hjá Máli og menningu er komin útmetsölubókin Furðulegt hátta-
lag hunds um nótt eftir Mark
Haddon í þýðingu Kristínar R.
Thorlacius.
Sagan fjallar
um Kristófer
B o o n e ,
fimmtán ára
e i n h v e r f a n
dreng. Hann
getur ekki
sagt ósatt,
skilur ekki
myndlíkingar,
tvíræðni eða
brandara og
er allsendis
ófær um að skilja líkamstjáningu
eða svipbrigði utan þau allra einföld-
ustu. Orð hafa fyrir honum einungis
bókstaflega merkingu - hugsun hans
er línuleg og rökrétt. Hann er góður í
stærðfræði og aðdáandi Sherlock
Holmes en á erfitt með að skilja
annað fólk og ýmislegt sem það ger-
ir. Þegar hann
rekst á hund
n á g r a n n a n s
rekinn í gegn
með garðkvísl
ákveður hann
að finna morð-
ingjann og
skrifa leynilög-
reglusögu um
leitina. En
verkefnið vind-
ur upp á sig og
á endanum af-
hjúpar Kristó-
fer allt aðra og miklu stærri gátu en
hann ætlaði sér.
Furðulegt háttalag hunds um nótt
hefur setið á toppum metsölulista
síðan hún kom fyrst út í Bretlandi
2003 og hlotið einróma lof gagn-
rýnenda. Bókin kemur út með
tvennu lagi, annars vegar sem inn-
bundin bók og hins vegar sem kilja,
með sitthvorri kápunni.
Hjá Vöku-Helgafelli er komin útbók fyrir alla sælkera, Súkkulaði
eftir danska matgæðinginn og
súkkulaðifræðinginn Morten
Heiberg, í þýðingu Nönnu Rögn-
valdsdóttir.
Í bókinni er að finna súkkulaði og
súkulaðirétti af öllum gerðum;
dökkt, ljóst, hvítt, sígilda súkkulaði-
rétti á borð við súkkulaðimús og
konfekt og nýstárlega og djarfari rétti
þar sem hráefni koma úr óvæntum
áttum. Fjallað er um sögu súkkulað-
is og kakóbauna, sem kallaðar hafa
verið fæða guðanna.
Morten Heiberg er danskur mat-
reiðslumeistari sem unnið hefur til
ýmissa verðlauna fyrir súkkulaðirétti
sína. Hann rekur hið þekkta fyrirtæki
Heibergs Dessertcirkus, sem fram-
leiðir tertur og sætindi í hæsta
gæðaflokki auk þess að starfrækja
matreiðsluskóla.
NÝJAR BÆKUR