Fréttablaðið - 16.10.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 16.10.2004, Blaðsíða 10
10 16. október 2004 LAUGARDAGUR ÓRÓI Á HAÍTÍ Mikill órói ríkir á Haítí þar sem stuðnings- menn Jean-Bertrand Aristide, fyrrum for- seta, minnast þess að áratugur er síðan hann sneri heim úr fyrri útlegð sinni. Bandarísk stjórnvöld hvöttu í gær alla sendiráðsstarfsmenn sem eru ekki nauð- synlegir vegna starfsemi sendiráðsins til að fara frá Haítí. Geislavarnir ríkisins um kjarnorkuskip: Geislamælingaferð ekki í bígerð HERSKIPIN Geislavarnir ríkisins hafa ekki uppi ráðagerðir um að mæla geislun á hafsvæðinu þar sem rússnesku herskipin halda sig, segir Guðlaugur Einarsson, aðstoðarforstjóri Geislavarna, en hann er yfir eftirlitssviði stofnun- arinnar. „Við vitum ekki til þess að nokkur ástæða sé til þess,“ seg- ir hann og bætir við að sjálfsagt gætti þó einhverrar geislunar í kringum kjarnorkuknúna her- skipið sem þarna er, líkt og við væri að búast með slík skip. „Svo eru í gangi reglulegar vöktunar- mælingar hjá stofnuninni þannig að við myndum sjá ef skipin skildu eitthvað eftir sig hér,“ seg- ir Guðlaugur. Sigurður E. Pálsson, sviðsstjóri vöktunarsviðs Geislavarna, segir að stofnuninni berist reglulega sýni úr fiski, tekin séu þangsýni ársfjórðungslega auk þess sem sjávarmælingar séu framkvæmd- ar í samvinnu við Hafrannsókna- stofnun. Hann segir að hafi menn ekki grun um geislamengun á ein- hverjum stað geti liðið einhverjir mánuðir áður en hún uppgötvast ef hún á annað borð er í magni sem einhverju máli skiptir. Hann segir stofnunina ætla að gefa svæðinu þar sem rússnesku skip- in hafa haldið sig aukinn gaum í framhaldinu, enda þurfi ekki mikla geislamengun til að hún gæti haft efnahagsleg áhrif með því að skemma orðspor á markaði. - óká Rússneskt flaggskip á síðasta snúningi Líklegt er talið að kjarnorkuknúna beitiskipið Pétur mikli sem verið hefur við strendur Íslands verði tekið úr umferð á næsta ári. Herskipin verða við æfingar til 26. október. HERSKIP Rússnesku herskipin sem haldið hafa til hér við land síðustu daga eru hluti af skipum Norður- flotans sem héldu til æfinga undir stjórn Vladimírs Dobroskotsj- enko, varaflotaforingja og aðstoð- araðmíráls í rússneska flotanum, að því er rússneska fréttastofan Itar-Tass greindi frá undir lok september. Skipin héldu upp frá flotastöð- inni í Severomorsk, norðarlega á Kólaskaga og héldu sameiginlega æfingu með bandaríska sjóhern- um í nokkra daga. Eftir þá æfingu hélt rússneski flotinn sína eigin æfingu sem nefnist Atlantika 04. Varaflotaforinginn upplýsti fjöl- miðla um það áður en skipin lögðu af stað að þau myndu verða við æfingar í norðausturhluta Atl- antshafs allt til 26. október. Fregnir herma að skipin sem hér hafa haldið sig fari ekki á brott fyrir en eftir nokkra daga. KUZNETSOV AÐMÍRÁLL - SÍÐUNÚMER 063 Flugmóðurskip, stærð 58.000 tonn, lengd 304 metrar Skipinu, sem upphaflega var nefnt Tiblisi, var hleypt af stokk- unum árið 1985 og er það eitt sinn- ar tegundar í Norðurflota Rússa. Öðru eins að nafni Varyag var hleypt af stokkunum þremur árum síðar en var aldrei fullbúið. Það skip var á endanum afhent Úkraínu, sem seldi það svo til Kína árið 1998. Flugmóðurskipið Kuznetsov hefur verið virkt í Norðurflota Rússa síðan í nóvember 1998. Þá höfðu staðið yfir viðgerðir og endurbætur á skipinu í tæp þrjú ár, en þær töfðust vegna skorts á fjárveitingum. PYOTR VELIKIY (PÉTUR MIKLI) - SÍÐUNÚMER 099 Beitiskip, stærð 23.400 tonn, lengd 252 metrar Pétur mikli er kjarnorkuknúið beitiskip í flokki Kirov-árásar- skipa sem eiga að geta tekist á við stór flugmóðurskip og varið flot- ann gegn árásum bæði flugvéla og kafbáta. Skipið er knúið áfram af blöndu kjarnorku- og gufuafls- véla. Pétur er síðastur í sínum flokki skipa í notkun og eru uppi sögusagnir um að skipið verði tek- ið úr umferð á næstu árum. Smíði Péturs mikla hófst árið 1986 og var skipið það fjórða í flokki Kirov-skipa. Áður höfðu verið smíðuð skipin Ushakov aðmíráll (smíðað árið 1980), Lazarev að- míráll (1984) og Nakhimov að- míráll (tekið í notkun árið 1988). USTINOV MARSKÁLKUR - SÍÐUNÚMER 055 Beitiskip, stærð 11.500 tonn, lengd 186 metrar Ustinov er beitiskip af „Slava“- flokki og var upphaflega tekið í notkun í Norðurflotanum árið 1986. Upphaflega bar skipið síðu- númerið „070“, síðar „088“ og nú „055“. Skipið var í mikilli yfir- halningu í St. Pétursborg um miðjan tíunda áratuginn en sneri aftur til Norðurflotans árið 1998. Skipið var eitt sinn talið til flagg- skipa Norðurflotans. „Slava“-skipin voru hugsuð sem minni og ekki eins framúr- stefnuleg útgáfa af „Kirov“-skip- unum, þar sem flesta möguleika stærri skipanna væri að finna, en umfangið minna. BESSTRASHNY - SÍÐUNÚMER 434 Tundurspillir, stærð 7.900 tonn, lengd 156 metrar Skipið er af flokki „Sovremenny“- tundurspilla, en 18 slíkir hafa ver- ið smíðaðir fyrir rússneska sjó- herinn. Fimm skip eru enn í notk- un, öll smíðuð í St. Pétursborg. Besstrashny var hleypt af stokk- unum árið 1994. Tundurspillar af þessari tegund eru meðal annars sagðir bera þyrlu til kafbáta- varna, 48 loftvarnaflaugar, 8 árás- arskeyti, tundurskeyti, djúp- sprengjur, fallbyssur og annan búnað. Skipið var yfirfarið og endurnýjað í fyrra. SERGEY OSIPOV Birgðaskip, stærð 23.400 tonn, lengd 162 metrar Osipov er ekki að heimsækja landið í fyrsta sinn því í ágúst árið 2002 kom skipið í fylgd með öðru rússnesku herskipi í Reykjavíkur- höfn áður en þau héldu áfram til Bretlands þar sem þau tóku þátt í hátíðahöldum sjóhersins. SB-406 Dráttarbátur, stærð 3.000 tonn, lengd 69 metrar Bátar sem þessir eru notaðir í margvísleg verkefni. SB-406 er dráttarbáturinn sem var á leið með kjarnorkukafbátinn K-159 í togi í brotajárn 26. ágúst í fyrra þegar kafbáturinn sökk í Barents- haf. Af tíu manna áhöfn kafbáts- ins komst einn af. ALTAY Dráttarbátur, stærð 4.000 tonn, lengd 93 metrar Altay er dráttarbátur í flokki björgunarskipa Norðurflotans. Báturinn hefur meðal annars ver- ið notaður í viðleitni til að bjarga kafbátnum K-159 af hafsbotni í Barentshafi. olikr@frettabladis.is Umferðarslys: Haldið sofandi SLYS Maður slasaðist alvarlega eftir að hafa ekið út af með þeim afleiðingum að bíll hans valt á Biskupstungnabraut í Þrastar- skógi, rétt ofan við Þrastarlund, um hálf sjöleytið í gærmorgun. Maðurinn sem var einn í bíln- um var fluttur með sjúkrabíl á Landspítala - háskólasjúkrahús í Fossvogi. Að sögn vakthafandi læknis á gjörgæslu er ástand mannsins stöðugt en honum er haldið sofandi í öndunarvél. Bíll- inn skemmdist mikið. - hrs Málstofa um olíurétt og nýtingu olíuauðlinda í Norðaustur-Atlantshafi Háskóla Íslands, Lögbergi, stofu 101, mánudaginn 18. október 2004 kl. 11.00-14.00 Dagskrá: 11.00 Setning: Sverrir Haukur Gunnlaugsson sendiherra, stjórnarformaður Hafréttarstofnunar Íslands. 11.05 Ernst Nordtveit, prófessor í olíurétti við Háskólann í Björgvin. 11.35 Rory Boyd, aðstoðarskrifstofustjóri olíumálaskrifstofu samgöngu- og auðlindaráðuneytis Írlands. 12.00 Hádegissnarl í boði Hafréttarstofnunar Íslands. 12.30 Sigurð í Jakupsstovu, yfirmaður Olíustofnunar Færeyja. 12.50 Hans Kristian Schönvandt, yfirmaður auðlindaskrifstofu heimastjórnar Grænlands. 13.10 Sveinbjörn Björnsson, sérfræðingur á Orkustofnun. 13.30 Umræður. 14.00 Slit. Málstofustjóri: Tómas H. Heiðar þjóðréttarfræðingur, forstöðumaður Hafréttarstofnunar Íslands. Málstofan er öllum opin á meðan húsrúm leyfir. LA N D H EL G IS G Æ SL AN M YN D /L AN D H EL G IS G Æ SL AN M YN D /L AN D H EL G IS G Æ SL AN M YN D /L AN D H EL G IS G Æ SL AN LA N D H EL G IS G Æ SL AN LA N D H EL G IS G Æ SL AN M YN D /J Ó N Á R N I Á R N AS O N STJÓRNMÁL Umræður verða utan dagskrár á Alþingi á mánudag um rússneskan herskipaflota við Ís- land, að ósk Steingríms J. Sigfús- sonar, formanns Vinstri grænna. Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra verður til andsvara. Stein- grímur J. gagnrýnir stjórnvöld fyrir að hafa ekki gert neina til- raun til að losna við Rússana. „Það er rangt hjá formanni utan- ríkismálanefndar að þeir séu utan lögsögu okkar. Þeir eru djúpt inni í sérefnahagslögsögu okkar.“ Steingrímur J. bendir á að ef tillaga sem hann hafi margsinnis flutt á Alþingi um að lýsa lögsög- una kjarnorkuvopnalausa sé laga- grunnur til að stugga við Rússun- um. „Það er ömurlegt að vita af þessum ryðgandi kjarnorkukláf- um upp við landsteina á fengsæl- ustu fiskimiðum landsins.“ -ás Utandagskrárumræða á mánudag: Rússaskipin rædd á þingi STEINGRÍMUR J. Segir rússnesku skipin innan ís- lenskrar sérefna- hagslögsögu. RÚSSNESK HERSKIP Olíubrák lagði frá rússnesku herskipunum sem hafa haldið sig í íslenskri lögsögu undanfarna daga. Geislavarnir ríkisins ætla að hafa auga með svæðinu með tilliti til geislamengunar. M YN D /L AN D H EL G IS G Æ SL AN Margra ára réttarhöld: Hundurinn fær að lifa BRETLAND, AP Eftir þriggja ára stapp og fjárútlát upp á hálfa áttundu milljón króna tókst skosku hjónun- um Bryan og Carol Lamont að bjarga lífi hundsins síns, Dino. Dino, sem er þýskur fjárhundur, beit mann í höndina snemma árs 2001 og fyrirskipuðu yfirvöld að hann skyldi aflífaður þess vegna. Bryan og Carol voru ekki á því að láta svæfa hann og hófu baráttu fyrir lífi Dino. Þau þurftu að höfða mál, ráða lögmenn og fara í gegnum réttarhöld á öllum dómstigum áður en dómari komst að þeirri niður- stöðu að Dino skyldi lifa. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.