Fréttablaðið - 16.10.2004, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 16.10.2004, Blaðsíða 54
Þ að er heilmikill bægslagang-ur í tveimur frumsýningar-myndum helgarinnar að þessu sinni en í Anacondas glímir hópur vísindamanna við grimmar risakyrkislöngur á meðan smáfisk- urinn Oscar er á flótta undan mafíu- hákörlum í tölvuteiknimyndinni Shark Tale. Anacondas er sjálfstætt fram- hald spennumyndarinnar Anaconda frá árinu 1997. Sú mynd sló óvænt í gegn en þar komust Jennifer Lopez, Ice Cube, Jon Voight og Eric Stoltz heldur betur í hann krappann á fenjasiglingu þegar risavaxin mannætukyrkislanga varð á vegi þeirra. Það er ekki jafn mikið af frægum leikurum í Anacondas en slöngurnar eru hins vegar mun fleiri og hætturnar því á hverju strái. Dauðinn í fenjunum Framleiðandi myndarinnar segist alltaf hafa viljað vinna frekar með kyrkislöngurnar og hún hafi þess vegna hellt sér út í verkefnið full eftirvæntingar en drjúgur tími fór í þróun sögunnar. „Við ætluðum upp- haflega að láta slöngurnar berast til New Orleans með báti frá Amazon- fljótinu. Það var skemmtileg hug- mynd en hún varð of flókin. Við ákváðum því að halda okkur í frum- skóginum en nú fylgjumst við með vísindamönnum sem eru að leita að blómi sem á að geta tryggt eilífa æsku. Þau lenda svo auðvitað í meiriháttar vandræðum þar sem þau koma í skóginn á fengitíma slanganna.“ Slöngurnar eru því í banastuði í bókstaflegri merkingu og kæra sig ekkert um óþarfa mannaferðir þó þær láti sig ekki muna um að gæða sér á ráðviltum ferðalöngum frá New York. Framleiðendurnir myndarinnar eru hæstánægðir með útlitið á nýju slöngunum sínum en framfarirnar í tölvutækninni hafa verið slíkar frá árinu 1997 að tölvuteiknuð kvikind- in eru mjög fim í áflogum og auðvit- að ákaflega raunveruleg. Brimsalt mafíugrín Það er ekki jafn mikil háspenna og lífshætta í tölvuteiknimyndinni Shark Tale þó hún greini frá skipu- lagðri glæpastarfsemi neðansjávar enda um fjölskylduvæna teikni- mynd að ræða. Framleiðendur hennar hika til að mynda ekki við að bera hana saman við Shrek þar sem hún leikur sér að ákveðinni bíó- myndahefð. „Shrek tók ævintýrin á beinið en þessi mynd tekur sígildu mafíubófamyndina í gegn og snýr öllu á hvolf,“ segir einn framleið- endanna, sem er ekki síst stoltur af leikaraliðinu sem hann fékk til að tala fyrir persónur myndarinnar en þar á meðal eru tveir höfuðpáfar glæpamyndanna, leikstjórinn Mart- in Scorsese og sjálfur Robert De Niro, ásamt Michael Imperioli sem er þekktastur sem Christopher í The Sopranos. Þá fer Will Smith með aðalhlutverkið dyggilega studdur af hinum óborganlega Jack Black og þungaviktarkonunum Renée Zellweger og Angelinu Jolie. Þessi hópur er svo glæsilegur að framleiðendur myndarinnar full- yrða að það sé stórvirki að hafa leitt allt þetta fólk saman í einni og sömu myndinni. Hákarlabani í vondum málum Smith talar fyrir smáfiskinn Oscar sem er á botni fæðukeðjunnar í neðansjávarrríkinu sem mafíuhá- karlinn Don Lino (De Niro) stjórn- ar. Oscar dreymir um frægð og frama og er svo upptekinn af framapoti sínu að hann tekur ekki eftir henni Angie (Zellweger) sem er svaka skotin í honum. Fyrir hreinan misskilning kemst sú saga á kreik að Oscar hafi kálað hákarl- inum Frankie (Imperioli) sem er annar krónprins Don Lino. Hinn er grænmetisætan Lenny sem er ekki líklegur til að uppfylla vonir föður síns þar sem hann vill engri lifandi veru illt. Þeir Oscar og Lenny ganga í bandalag sem þeir telja að geti bjargað þeim báðum úr klíp- unni sem þeir eru í en það hitnar heldur betur undir Oscari þegar hann er stimplaður „hákarlabani“. Þá fær hann að vísu alla þá athygli sem hann hefur látið sig dreyma um og aðalgellan á kóralrifinu, hún Lola (Jolie), fær mikinn áhuga á honum. Lola er dæmigert tálkvendi og því stórhættuleg ístöðulausum körlum eins og Oscari. „Lola er svo- lítill gullgrafari,“ segir Angelina Jolie. „Hún tók ekkert eftir Oscari þegar enginn vissi hver hann var en um leið og hann verður frægur reynir hún að draga athygli hans frá einu sönnu ástinni í lífi hans. Hún er frekar grunn og ég er ekki viss um að ég hefði viljað leika hana ef hún væri ekki fiskur. En ég elska hana sem fisk.“ ■ 42 16. október 2004 LAUGARDAGUR Ómissandi á DVD Fyrstu tveir árgangar hinna sígildu Dallas-þátta eru komnir út á DVD í einu boxi. Þættirnir héldu alþjóð límdri við sjónvarpstækin á árum áður enda allt að gerast hjá ríka fólkinu í olíubransanum. Bullandi alkóhólismi, framhjáhald, fjölskylduerjur, svindl og svínarí. Eðalskúrkurinn J.R. Ewing keyrði þetta svo allt áfram með snilldartöktum og skítlegu eðli. Það verður enginn svik- inn af því að endurnýja kynni sín við Bobby, Pamelu, Sue Ellen, Cliff Barnes, Lucy, Jock Ewing, hina blíðu Miss Ellie og síðast en ekki síst snillinginn J.R. [ SMS ] UM MYNDIRNAR Í BÍÓ WIMBLEDON Gagnrýnandi Fréttablaðsins segir myndina vera vel yfir meðallagi í flokki rómantískra gamanmynda fa þessu tagi en varar þá sem þola ekki tennis við henni. Wimbledon „ Af þessu öllu verður ágæt mynd, rómantísk, nokkuð fyndin, talsvert barnaleg á köflum - eins og breskra rómantískra gamanmynda er jafnan háttur - en yfir meðallagi í leik og söguþræði. Pör voru þónokkur í bíó. Myndin er ekki við hæfi þeir- ra sem þola ekki tennis.“ GS Dodgeball „Hefst þá hin skemmtilegasta atburðarás sem heldur manni brosandi allan tímann, það vantar ekki. Og spenntum. En maður liggur aldrei afvelta af hlátri, eins og maður bjóst við að maður myndi gera. Ben Stiller er auðvitað fyndinn sem vaxtar- ræktartröllið og orð-óheppni hans í mannlegum samskiptum er einkar spaugileg, en það vantar samt hina ótrúlegu fyndnu og beittu brandara sem maður bjóst við að efniviðurinn og leikarahópur- inn myndi færa manni. Ágætis mynd og skemmti- leg, en undir væntingum.“ GS Næsland „Það er margt vel gert í Næslandi enda enginn skortur á fagmönnum sem koma að framleiðsl- unni. Kvikmyndatakan er flott, sviðsetningin á köfl- um snilld, leikararnir standa sig upp til hópa prýði- lega og tónlistin er fín en samt er eitthvað að klik- ka þannig að eftir stendur áferðarfalleg mynd sem er ekkert sérstaklega skemmtileg og ristir ekki djúpt.“ ÞÞ Collateral „Í raun er hér um klassíska baráttu góðs og ills að ræða. Að þessu sinni fer hún fram í leigubíl, á milli ní- hilista sem fer um stórborgina drepandi fólk eins og engill dauðans og er skítsama, og leigubílstjóra sem trúir enn á drauma og hið góða í lífinu. Og spennan er klassísk: hvort aflið verður hinu yfirsterkara? Colla- teral er mjög vel leikin, innihaldsrík í söguþræði, upp- full af bitastæðum smáatriðum, vel skrifuð og vel út- færð. Hvað getur maður sagt meira?“ GS Man on Fire „Þrátt fyrir tómahljóðið í söguþræðinum má vel hafa gaman af Man on Fire, sérstaklega ef maður er veikur fyrir hefndardrama og nýtur þess að sjá óþokka þjást en í bestu atriðum myndarinnar níð- ist Creasy heldur ruddalega á óvinum sínum.“ ÞÞ Girl Next Door „En myndin kemur bara nokkuð skemmtilega á óvart á vitsmunalega sviðinu, og það er hennar styrkur. Og hún er líka nokkuð fyndin og tónlistin er góð. Svo eru líka ágætis pælingar í henni, til dæmis um siðferði og pólitík.“ GS Anchorman Ef bíó á að leysa einhverjar lífsgátur þá er þessi mynd auðvitað tímaeyðsla. Það er ekkert merkilegt í henni. En ef fólk vill akkúrat sjá eitthvað þannig – svona sæmilegan fíflaskap með kæruleysislegu yf- irbragði – er hægt að mæla með þessari. GS „Barnes just broke the cardinal rule in politics: never get caught in bed with a dead woman or a live man.“ - Eðalskúrknum J.R. Ewing varð aldrei orða vant og gullkornin sem hann lét falla í Dallas á á árunum 1978-1991 gætu fyllt nokkrar símaskrár. Mafíuhákarlar og morðóðar kyrkislöngur OSCAR OG LENNY Eru ekki neitt sérstaklega kaldir karlar og reyna því að koma sér úr klandri með blekkingum og lygum. Það kann ekki góðri lukku að stýra, sérstaklega ekki þegar maður er að fást við hákarlamafíuna. JOHNNY MESSNER Leikur einn vísindamannanna sem álpast inn í frumskóginn á fengi- tíma risakyrkislanganna sem éta gutta eins og hann í hádegismat.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.