Fréttablaðið - 16.10.2004, Blaðsíða 4
4 16. október 2004 LAUGARDAGUR
VERKFALL Hverju sveitarfélagi er
frjálst að semja um laun þeirra
kennara sem fá undanþágur, seg-
ir Gunnar Rafn Sigurbjörnsson,
formaður Launanefndar sveitar-
félaganna.
„Ég tel þó eðlilegt að sveitar-
félögin greiði fyrir vinnu í verk-
falli kennara á þann hátt sem
tíðkast hefur, það er að segja að
borgað sé fyrir þann tímafjölda
og fyrir það verk sem unnið er.
Ég tel óeðlilegt að tengja saman
veitingu undanþágu og launa,“
segir Gunnar. Það geri kennarar
og noti til þess undanþágunefnd-
ina. Hennar sé einungis að meta
hvort neyðarástand hafi skapast
og hvort undanþágur séu þarfar.
Eiríkur Jónsson, formaður
Kennarasambands Íslands, sagði
á fundi með mæðrum fatlaðra
barna í gær að veiting undan-
þága strandaði á því að sveitarfé-
lögin neituðu að greiða kennur-
unum full laun. Ekki hafi hvarfl-
að að þeim í verkfallinu árið 1995
að kennararnir fengju einungis
greitt fyrir þá lágmarksvinnu
sem þyrfti til að leysa vandann.
Þeir ætli ekki að brenna sig á því
aftur og krefjist einnig að allir
kennarar sem komi að kennslu
fatlaðra barna fái undanþágu til
að koma í veg fyrir verkfalls-
brot. ■
Mæður fatlaðra barna
mættu á fund Eiríks
Mæður fatlaðra barna lýstu óánægju sinni með misræmi í undanþágum
kennara til fatlaðra barna. Formaður Kennarasambandsins sagði sveit-
arfélögin neita að greiða kennurum á undanþágum full laun.
VERKFALL Forsvarsmenn sveitar-
félaganna segja kennara neita
undanþágubeiðnum en raunin er
sú að þeir vilja ekki semja um
laun þeirra kennara sem fá und-
anþágurnar, sagði Eiríkur Jóns-
son við hóp mæðra sem komu með
fatlaða drengi sína á fund hans í
gær.
Eiríkur greindi mæðrum
þeirra frá því að næsta verk und-
anþágunefndarinnar væri að
skoða sérdeildir einhverfra en
síðan kæmi væntanlega að því að
skoða undanþágur vegna fatlaðra
barna í almennum grunnskólum.
Nokkrir drengjanna stunda ein-
mitt nám í þeim.
„Við skiljum ykkar sjónarmið
og ég er fyllilega til í að taka
þeirri gagnrýni sem að mér snýr.
Mér finnst hins vegar að sveitar-
félögin hafi legið í vari í þessu
máli. Núna er boltinn hjá þeim,“
sagði Eiríkur.
Ingibjörg Óskarsdóttur, tals-
maður mæðranna, lýsti veruleg-
um vonbrigðum yfir skrifum um
undanþágur á vef Kennarasam-
bandsins. Þar segir: „Í almennum
skólum hefur verið sótt um und-
anþágur fyrir kennara sérdeilda
og einstakra barna. Hér reynir á
það sem felst í hugtakinu skóli án
aðgreiningar.“ Ingibjörg benti á
að ekki væri hægt að tala um jafn-
an rétt fatlaðra og heilbrigðra
barna: „Börnin okkar geta aldrei
staðið jafnfætis hinum börnunum.
Ég hnaut um þessi orð og varð
öskureið.“
Ingibjörg óskaði eftir því að
þegar verkfalli lyki fengju mæð-
ur fjölfatlaðra barna að koma og
ræða við kennara og sveitarfélög-
in svo það erfiða ástand sem vari
á heimilum barnanna í verkfalli
kennara endurtaki sig ekki. Hún
greindi frá því að vegna verkfalls-
ins hefði hún einungis getað unnið
í þrjá daga. Hún hræddist að þrátt
fyrir skilning vinnuveitenda
sinna sæju þeir að hægt væri að
leysa málin án hennar.
Eiríkur ítrekaði að krefja ætti
launanefndina svara um hvort
undanþágurnar ættu að stranda á
launagreiðslum: „Við neitum því í
raun og veru að kalla okkar fólk
úr verkfalli og segja síðan við það
að vinnuveitandinn ráði því nán-
ast hvort og þá hvað fólk fái í
laun.“ gag@frettabladid.is
Ölvunarakstur:
Sagðist vera
systir sín
DÓMSMÁL Tæplega þrítug kona
var dæmd í Héraðsdómi Reykja-
víkur í þriggja mánaða skilorðs-
bundið fangels. Konan var dæmd
fyrir að aka ölvuð og þykjast
vera systir sín þegar lögreglan
stöðvaði hana.
Systurinni var birt ákæra í
málinu en veitti því ekki sérstaka
athygli fyrr en síðar og fékk hún
upplýsingar um að systir hennar
hefði notað nafnið hennar í heim-
ildarleysi.
Henni var lofað að málinu yrði
kippt í liðinn en næst vissi systir-
in af málinu þegar henni var birt-
ur dómur. ■
SÉRSAMNINGUR Í KÓPAVOGI
Ákveðið hefur verið að kennarar
í sérdeild Digranesskóla fái full
laun svo vandi fjölskyldna fatl-
aðra barna
við skólann
leysist.
Samninga-
nefnd
kennara
hefur sett
sem skilyrði að þeir kennarar
sem fái undanþágu verði settir
aftur á launaskrá á fullum laun-
um en fái ekki einungis greitt
fyrir þann lágmarkstíma sem
þurfi til að leysa vandann.
FÁTT UM SVÖR SVEITAR-
STJÓRNARMANNA Ólafur Lofts-
son, formaður Kennarafélags
Reykjavíkur,
segir kennara
undrandi yfir
því hversu fáir
sveitarstjórnar-
menn hafi séð
sér fært að
svara bréfi
þeirra með al-
mennum spurn-
ingum um menntun og forgangs-
röðun. „Við gáfum þeim tíma frá
fimmtudegi til þriðjudags. Hann
hefur greinilega ekki verið nægi-
lega langur og við bíðum því enn
eftir svörum,“ segir Ólafur og
bendir á að svörin séu birt á
vefnum kennarar.is.
ÖNNUR ÚTBORGUN ÚR VERK-
FALLSSJÓÐI Verkfallsbætur voru
greiddar úr Vinnudeilusjóði til
kennara í gær. Rúmur mánuður
er liðinn frá því
að verkfall
kennara hófst.
Samhliða verk-
fallsbótunum
fengu kennara
greiddar út
gjafirnar frá SFR, Sjúkraliðafél-
aginu og Verkalýðsfélaginu Vöku.
Komu 2.500 krónur í hlut hvers.
Kennarar fá greiddar 3.000 krón-
ur fyrir hvern dag verkfalls
stundi þeir fulla vinnu. Af því
greiða þeir skatt. - gag
Hefurðu keypt hlutabréf á þessu
ári?
Spurning dagsins í dag:
Finnst þér í lagi að rússnesk herskip
fái að vera við æfingar við strendur
landsins?
Niðurstöður gærdagsins
á visir.is
72%
28%
Nei
Já
KJÖRKASSINN
Farðu inn á fréttahluta visir.is
og segðu þína skoðun
VERÐLAUNIN AFHENT
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra af-
hentir Ágústi Hallvarðssyni, sölustjóra hjá
Brimborg, Stálstýrið.
Stálstýrið afhent:
Volvo valinn
bíll ársins
BÍLAR Volvo S40 er bíll ársins á Ís-
landi að mati nýstofnaðs Banda-
lags íslenskra bílablaðamanna.
Brimborg flytur inn Volvo og
afhenti Sturla Böðvarsson sam-
gönguráðherra forsvarsmönnum
fyrirtækisins Stálstýrið, en svo
nefnist farandgripur sem fylgir
nafnbótinni.
Volvo S40 hlaut 231 stig, Mazda
RX8 224 stig, Hyundai Tucson 211
stig og Kia Picanto 172 stig.
Mazda RX8 var valinn sportbíll
ársins, Hyundai Tucson vann í
flokki jeppa og jepplinga og Kia
Picanto í flokki smábíla. Tæplega
fjörutíu bílar voru tilnefndir. ■
Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Torfastaði:
Greiðslur til Torfa-
staða voru of lágar
MEÐFERÐARHEIMILI Félagsmála-
ráðuneytið telur hvorki raunhæft
né ráðlegt að mæla með því að
Barnaverndarstofa og meðferðar-
heimilið á Torfastöðum geri nýjan
samning um áframhaldandi rekst-
ur. Þetta kemur fram í skýrslu
Ríkisendurskoðunar fyrir félags-
málaráðuneytið sem birt var í
gær.
Rökin fyrir niðurstöðunum eru
þau að ljóst sé vegna ítrekaðra yf-
irlýsinga forsvarsmanna með-
ferðarheimilisins á Torfastöðum,
Drífu Kristjánsdóttur og Ólafs
Einarssonar, jafnt í bréfum til
ráðuneytisins sem í fjölmiðlum,
að um trúnaðarbrest og viljaskort
í samskiptum við Barnaverndar-
stofu sé að ræða.
Þá bendir Ríkisendurskoðun á
að geiðsla til Torfastaða hafi verið
að meðaltali um 3,4 milljónum
krónum lægri á ári en sambæri-
legra meðferðarstofnana.
Drífa Kristjánsdóttir segir að
skýrslan staðfesti það að Torfa-
staðir hafi fengið of lágar greiðsl-
ur. „Ég hef haldið því ítrekað
fram. Ég óskaði ekki eftir þessari
úttekt en ég tel að hún sýni það
sem ég hef sagt, að Bragi Guð-
brandsson, forstjóri Barnavernd-
arstofu, hafi haft til okkar óvild
enda staðfestir skýrslan að við
höfum ekki fengið jafn miklar
greiðslur og önnur meðferðar-
heimili,“ segir Drífa.
Aðspurð segist Drífa tilbúin til
að ræða endurnýjun samnings ef
ráðuneytið óski þess.
-sda
FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA ÁSAMT
FORSVARSMÖNNUM TORFASTAÐA
Árni Magnússon, Ólafur Einarsson og Drífa
Kristjánsdóttir. Drífa segist tilbúin til við-
ræðna við ráðuneytið um nýjan starfs-
samning meðferðarheimilisins á Torfastöð-
um.
VIÐ KENNARAHÚSIÐ
Mæður fötluðu drengjanna sem komu saman á fund Eiríks formanns KÍ halda hópinn og
hittast reglulega. Drengirnir eru góðir vinir en stunda ekki nám í sömu skólunum.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/P
JE
TU
R
Veita undanþágu gegn fullum launum kennaranna:
Undanþágur í hönd-
um sveitarfélaganna
Fiskveiði:
Lítil veiði í
september
SJÁVARÚTVEGUR Heildarafli ís-
lenskra skipa í september var
62.800 tonn, sem er 32.000 tonnum
minna en í september í fyrra sam-
kvæmt Hagstofu Íslands.
Verðmæti fiskaflans dróst
saman um 8,8 prósent samkvæmt
föstu verðlagi ársins 2002. Botn-
fiskaflinn er svipaður milli ára.
Uppsjávaraflinn dregst hins veg-
ar töluvert saman og munar þar
mestu um litla kolmunnaveiði. ■
STÓRA SAMNINGANEFND KENNARA
Ósátt við að laun þeirra kennara sem fái
undanþágur miðist eingöngu við þá tíma
sem kennt er. Kennarar séu annað hvort í
verkfalli eða ekki.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/P
JE
TU
R
■ 26. DAGUR VERKFALLS
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/P
ÁL
L