Fréttablaðið - 16.10.2004, Blaðsíða 20
Íslendingar framsæknir
Fjögur íslensk fyrirtæki eru meðal þeirra fimm
hundruð framsæknustu í Evrópu. Bakkavör er í
þriðja sæti á listanum og er ekkert fyrirtæki á
Norðurlöndum ofar.
Stoðtækjaframleiðandinn Össur er í 68. sæti, hug-
búnaðarfyrirtækið Opin kerfi í því 91. og fjármála-
fyrirtækið Creditinfo, móðurfélag Lánstrausts, er í
153. sæti.
Góðir miðað við höfðatölu
Samantektir á fimm hundruð framsæknustu fyrir-
tækjunum hafa verið birtar frá 1996 og eru fyrir-
tæki í átján löndum tekin til skoðunar. Staða ís-
lenskra fyrirtækja á listanum í ár er sterk en til
samanburðar eru tvö dönsk fyrirtæki á listan-
um, fimm norsk, sex finnsk og átta sænsk.
Miðað við höfðatölu er þetta mikill árangur.
Frændur vorir Danir eru um fjörutíu sinnum
fleiri en við en eru með helmingi færri fyr-
irtæki. Þetta er líklega einhvers konar met
– miðað við höfðatölu.
Bakkabræður framarlega
Bakkavör hefur áður verið meðal þriggja efstu en
árið 2002 var fyrirtækið talið næstframsæknasta
fyrirtæki Evrópu. Creditinfo er hins vegar nýtt og
vekur athygli að það komist á listann þar sem
félagið var stofnað árið 2003. Fyrir-
tæki geta ekki komist í hóp fimm
hundruð framsæknustu nema
þau hafi verið starfrækt í þrjú ár
en þar sem Lánstraust var stofn-
að árið 1997 kemst það í hóp-
inn. Við mat á framsækni fyrir-
tækja er tekið mið af fjölgun starfs-
manna í fyrirtækinu á síðustu
þremur árum og út frá því
er þeim fyrirtækjum
raðað sem tilnefnd
hafa verið. Einungis
fyrirtæki þar sem
frumherjar eru virkir í
eignarhaldi koma til
álita við valið.
MESTA HÆKKUN
ICEX-15 3.855
KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ]
Fjöldi viðskipta: 502
Velta: 7.111 milljónir
+0,15%
MESTA LÆKKUN
MARKAÐSFRÉTTIR...
Sameining fjárfestingarfélaganna
Kaldbaks og Burðaráss mun mið-
ast við 1. október sl. Þetta var til-
kynnt í Kauphöllinni í gær.
Stjórn Íslandsbanka samþykkti á
fundi sínum í gær að boðað yrði til
hluthafafundar. Gera má ráð fyrir að
þá verði breytingar í stjórninni og
nýr meirihluti verði til í bankaráðinu.
Hlutabréf í Evrópu og Japan
héldu áfram að lækka í gær. Nikkei
í Japan féll um hálft prósent, FTSE í
Lundúnum lækkaði um 0,14 pró-
sent og þýska Dax-vísitalan lækk-
aði um hálft prósent.
Landsbankinn tilkynnti í gær að
til stæði að sameina útibú bankans
á Seltjarnarnesi og í Vesturbæ. Úti-
búinu á Seltjarnarnesi verður lokað
á mánudaginn.
20 16. október 2004 LAUGARDAGUR
Nýtt flugrekstrarfélag með
um sjötíu milljarða veltu
verður stofnað um áramót.
Magnús Þorsteinsson verð-
ur stjórnarformaður og
stefnt er að skráningu í
Kauphöll Íslands. Um 3.200
manns munu starfa hjá
Avion group.
Um áramót verður til nýtt flug-
rekstrarfyrirtæki á Íslandi sem
gæti orðið stærsta fyrirtækið á ís-
lenskum markaði ef áform um
skráningu ganga eftir. Magnús
Þorsteinsson, aðaleigandi Air Atl-
anta, kynnti í gær áætlanir um að
stofna fyrirtæki í kringum rekst-
ur Air Atlanta, Excel Airways og
Íslandsflugs.
Hið nýja fyrirtæki ber nafnið
Avion group og er heildarvelta
þess í kringum sjötíu milljarðar
króna miðað við veltu fyrirtækj-
anna í samstæðunni í ár. Það er
tíu milljörðum meira en velta SH
í fyrra en SH er veltumesta félag
á Íslandi samkvæmt tímaritinu
Frjálsri verslun. Magnús Þor-
steinsson verður starfandi stjórn-
arformaður Avion. Hann segir að
fyrirtækið verði hið langstærsta í
heiminum á sviði útleigu flugvéla
með áhöfn, þjónustu og trygging-
um. Hann telur að þessi markaður
sé vaxandi.
„Flugfélög gera sér gjarnan
grein fyrir þvi að þau eru góð í að
selja sæti og markaðssetja sína
vöru en vilja ekki endilega standa
í því að reka flugvélar. En þessu
er öfugt farið hjá okkur. Við ein-
beitum okkur að rekstri flugvél-
anna sjálfra,“ segir Magnús.
Á blaðamannafundi í gær var
einnig tilkynnt um kaup Atlanta á
auknum hlut í breska flugfélaginu
Excel. Fyrir átti Atlanta um fjöru-
tíu prósent en hefur nú keypt
þrjátíu prósent til viðbótar af
grísku ferðaskrifstofunni Libra.
Stjórnendur Excel eiga enn um
tuttugu prósent í félaginu og seg-
ir Magnús líklegt að þeir muni
halda þeirri fjárfestingu og taka
þátt í því starfi sem fram undan
er.
Avion mun hafa til umráða 63
flugvélar og hafa tæplega 3.200
manns í vinnu. Starfstöðvar eru í
öllum heimsálfum að Suður-
skautslandinu undanskildu. Félög
innan samsteypunnar munu
áfram fljúga undir eigin merkjum
og lúta daglegri stjórn forstjóra á
hverju sviði en meginstefnumót-
um fer fram hjá stjórn sam-
steypunnar.
Arngrímur Jóhannesson stofn-
aði Air Atlanta og á nú um fjórð-
ungshlut í félaginu á móti 75 pró-
senta hlut Magnúsar. Ekki fæst
uppgefið hvort og hvernig þessi
hlutföll breytast í kjölfar stofnun-
ar Avion.
thkjart@frettabladid.is
vidskipti@frettabladid.is
Peningaskápurinn…
Actavis 52,00 +0,97% ... Bakkavör
28,40 -1,39% ... Burðarás 15,10 -0,66% ... Atorka 5,60 +1,82% ... HB
Grandi 7,41 -5,00% ... Íslandsbanki 11,65 - ... KB banki 500,00 - ...
Landsbankinn 15,00 1,35% ... Marel 54,00 -0,18% ... Medcare 6,25 -
0,79% ... Og fjarskipti 3,76 - ... Opin kerfi 26,80 +5,10% ... Samherji
13,70 +4,58% ... Straumur 9,80 - ... Össur 95,50 -1,55%
Stærst á sínu sviði
Þormóður Rammi7,14%
Opin kerfi 5,10%
Samherji 4,58%
Tangi -5,88%
HB Grandi -5,00%
VÍS -3,92%
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU:
nánar á visir.is
Glazer eykur
hlut sinn í United
Bandaríski athafnamaðurinn
Malcolm Glazer, sem stefnt
hefur að því að taka yfir fótbolta-
félagið Manchester United, jók í
gær hlut sinn í félaginu í rúman
fjórðung. Hlutabréf
í félaginu hækk-
uðu um átta pró-
sent í kjölfarið.
Manchester
United sendi
yf ir lýs ingu
til bresku
kauphal lar -
innar í gær
þar sem það
staðfesti í
fyrsta sinn
að Glazer
hefði lýst yfir áhuga sínum á því
að eignast félagið.
Kaup hans á hlutabréfunum í
gær eru sögð auka líkurnar á því að
honum heppnist að
taka yfir félagið.
Tveir Írar,
Magnier and
M c M a n u s ,
eiga 28,9 pró-
sent í félag-
inu og eru
því lykillinn
að því hvort
áætlanir Glaz-
ers verði að
veruleika eða
ekki.
-sda
Frosti Bergsson, stofnandi
og stjórnarformaður, hefur
selt hluti sína í Opnum kerf-
um. Gert verður yfirtökutil-
boð til hluthafa.
Kögun hefur eignast ríflega tvo
þriðju í Opnum kerfum og keypt
út Frosta Bergsson, stofnanda og
stjórnarformann félagsins. Átök
hafa verið um eignarhald á félag-
inu undanfarna mánuði eftir að
Kögun keypti 35,77 prósent í
félaginu um miðjan ágúst.
Frosti Bergsson kveðst sáttur
við þessi viðskipti og segir hlut-
hafa í Opnum kerfum fá gott verð
fyrir hluti sína. „Þetta sýnir að
menn eru skotnir í félaginu. Stað-
an á markaðnum í dag er þannig
að félögum í Kauphöllinni er að
fækka og félögin sem eru skráð
eru háð breytingum og svipting-
um,“ segir Frosti.
Hann mun hætta sem starfandi
stjórnarformaður Opinna kerfa
en útilokar ekki að hann muni
áfram starfa í upplýsingatækni-
geiranum. Hvað varðar framtíð
Opinna kerfa telur Frosti að þar
vegi þyngst að hjá félaginu starfi
góður hópur fólks.
„Markaðsverðmæti
félagsins er á níunda
milljarð króna. Ég held
að menn muni reyna
mjög að passa upp á
verðmætið sem er í
félaginu og það er að
stórum hluta fólkið sem
þar starfar,“ segir hann.
Viðskiptin í gær fóru
fram á genginu 26,8
sem er um fimm pró-
sentum hærra en loka-
gengi bréfanna var á
fimmtudag. Ásamt
Frosta seldi Straumur
rúm fimm prósent, Ís-
landsbanki tæp tuttugu
prósent.
-þk
Meira kaffi
Bandaríska kaffihúsakeðjan
Starbucks hyggst þrefalda fjölda
útsölustaða á næstu árum. For-
svarsmenn fyrirtækisins segja
að Bandaríkjamenn nenni ekki að
ganga og því þurfi að sjá til þess
að útibú frá Starbucks sé alltaf
innan seilingar.
Nú þegar rekur Starbucks
8.500 úti-
bú. Flest
þeirra eru
í Banda-
ríkjunum. Talsmenn fyrirtækis-
ins segjast vilja fjölga útibúun-
um upp í 30.000 á næstu árum og
þar af verði helmingur í Banda-
ríkjunum. ■
MAGNÚS ÞORSTEINSSON Nýtt félag
undir hans forystu verður með höfuð-
stöðvar á Íslandi. Avion group er stofnað
utan um fjárfestingar í flugfélögunum Atl-
anta, Excel og Íslandsflugi. Félagið mun
hafa um tvöfalt meiri veltu en Flugleiðir.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/E
.Ó
L.
FROSTI Á FÖRUM Kögun hefur keypt Frosta Bergsson
út úr Opnum kerfum. Hann mun láta af störfum sem
starfandi stjórnarformaður.
Kögun kaupir Opin kerfi
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/E
.Ó
L.