Fréttablaðið - 16.10.2004, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 16.10.2004, Blaðsíða 48
Þetta er ákaflega skemmtilegvinna. Ég held að það séekkert verra að vera kona í þessum bransa enda sýna kannan- ir að konur eru í meirihluta þeirra sem kaupa og lesa bækur,“ segir Dröfn Þórisdóttir, útgáfustjóri Vöku-Helgafells, en hún tók við starfinu síðastliðinn janúar. Segja má að hún standi með pálmann í höndunum þetta árið því hún er útgefandi tveggja skáldverka sem reiknað er með að nái met- sölu um jól. Þetta eru skáldsögur Ólafs Jóhanns Ólafssonar og Arn- aldar Indriðasonar. Ólafur Jóhann, Arnaldur og Þórarinn Bók Ólafs Jóhanns nefnist Sak- leysingjarnir. „Það er mín skoðun að þetta sé besta bók Ólafs Jó- hanns,“ segir Dröfn. „Sakleys- ingjarnir er mikil örlagasaga og um leið eins konar aldarspegill. Það er ekki á hverjum degi sem íslenskur rithöfundur leggur jafn mikið undir og Ólafur Jóhann gerir í þessari bók. Nokkrar per- sónur í bókinni eiga sér fyrir- myndir úr íslenskum raunveru- leika en Ólafur Jóhann fer afar vel með efnið og allar persónurn- ar fá að njóta sín. Arnaldur er með frábæra bók, Kleifarvatn, þar eru Erlendur, Sigurður Óli og Elínborg í aðalhlutverki. Ég vil flokka þessa bók með Mýrinni og Grafarþögn og rétt eins og þær geymir bókin mikið drama.“ Þórarinn Eldjárn sendir frá sér sögulega skáldsögu sem nefnist Baróninn. Aðalpersónan er barón- inn frá Hvítárvöllum sem Barón- stígur er kenndur við. „Þetta er mjög áhugaverð og skemmtileg bók, gaman að lesa um þennan merkilega mann og hvaða áhrif hann hafði á aldarbraginn á Ís- landi í kringum 1900.“ segir Dröfn. Kristín Steinsdóttir sendir frá sér bók fyrir fullorðna, Sólin sest að morgni. „Ákaflega falleg bók og vel skrifuð, Kristín sækir efnið í barnæsku sína á Seyðis- firði,“ segir Dröfn. Málsvörn Matthíasar Málsvörn og minningar er bók eftir Matthías Johannessen. „Ég á í vand- ræðum með að flokka þessa bók því að í henni eru ljóð, minningarbrot og skáldskapur,“ segir Dröfn. „Ég flokka hana reyndar undir skáld- verk en bókin er svo miklu meira. Það er óhætt að segja að Matthías haldi ekki aftur af sér, hann gerir upp ýmis mál, svarar fyrir sig og er ekki að hlífa neinum.“ Síðan eru það bókmenntaverð- laun Halldórs Laxness, þau verða afhend í lok þessa mánaðar en ég get ekki sagt neitt meira um verð- launabókina annað en þetta er bráðskemmtileg skáldsaga. Vaka gefur út bókina Átakadag- ar Elínar, sem er ævisaga Elínar Torfadóttur fóstru, en hún er ekkja verkalýðsleiðtogans Guðmundar J. Guðmundssonar. „Elín hefur frá mörgu að segja enda baráttukona í orðsins fyllstu merkingu,“ segir Dröfn. „Árni Johnsen er með mjög skemmtilega bók, sem hann hefur sjálfur kallað „stand up“ bók en hefur titilinn Lífsins melódí. Þarna er dýpsta alvara og óborganlegt skop í bland. Bókin er mikill skemmtilestur og ég skellti oft upp úr við lesturinn.“ Krónprinsessan eftir Hanne- Vibeke Holst fjallar um unga konu sem er kölluð til starfa sem um- hverfisráðherra. Þessi unga kona þarf ekki aðeins að berjast við eigin sannfæringu heldur annarra. Hér eru launráð brugguð í hverju skúmaskoti og engum að treysta. Skáldsagan Ástaraldin er þegar komin út en höfundur hennar er Hollendingurinn Karel van Loon. Þessi bók fjallar um mjög áhugavert efni sem hefur verið mikið í fréttum undanfarið, sem er faðernismál. Súkkulaði og barnabækur Af öðrum bókum má nefna Heims- metabók Guinness. Þetta er 50 ára afmælisútgáfa í þýðingu Árna Snævarr, ríkulega myndskreytt. Svo er bókin Súkkulaði eftir dansk- an matreiðslumeistara, Morten Heiberg. Mjög girnileg bók þar sem er að finna uppskriftir af kon- fekti og alls kyns réttum og saga súkkulaðisins er þar vitanlega rak- in. Nýkomin er út bókin Barn verð- ur til, sjónrænt ævintýri um þenn- an mikla viðburð, og fylgst er með fóstri í móðurkviði. Þetta er góð handbók fyrir verðandi foreldra. Einnig gefur Vaka-Helgafell út 100% nylon, sem er bók um stelpnasveitina vinsælu. Barnabókaútgáfa Vöku-Helga- fells er þó nokkur í ár. Guðrún Helgadóttir er með bókina Öðru- vísi fjölskylda sem er sjálfstætt framhald af Öðruvísi dögum. Krist- ín Steinsdóttir sendir frá sér bók- ina Vítahringur, sem er saga sem gerist á 10. öld og fjallar um son Helgu Jarlsdóttur. Hann heitir Grímkell og vill alls ekki vera kappi en neyðist til þess. Elías Snæland Jónsson er með bókina Drekagaldur en það er saga sem gerist í Goðheimum og Brynhildur Þórarinsdóttir fékk íslensku barnabókaverðlaunin í ár fyrir bók sína Leyndarmál ljónsins, sem er spennusaga í anda Enid Blyton- bókanna. Óðhalaringla, þrjár kostulegar kvæðabækur, eftir Þór- arin Eldjárn með myndum Sigrún- ar Eldjárn, Óðfluga, Halastjarna og Heimskringla, eru komnar í eina bók. Á næsta ári á H.C. Ander- sen 200 ára afmæli og Vaka þjófstartar af því tilefni og gefur út fallega myndskreytta útgáfu af 12 bestu ævintýrunum. kolla@frettabladid.is Roth án tilnefningar Tilkynnt hefur verið hvaða bækur verða tilnefndar til bandarísku National Book Awards. Í skáldsagnageiranum vekur mikla athygli að Philip Roth fær ekki tilnefningu fyrir bók sína The Plot Against America en bókin hef- ur fengið einkar góða dóma. Höfundarnir fimm sem fá tilnefningu eru: Sarah Shun-lien Bynum fyrir Madeleine Is Sleeping, Christine Schutt fyrir Florida, Joan Silber fyrir Ideas of Heaven: A Ring of Stories, Lily Tuck fyrir The News from Paraguay og Kate Walbert fyrir Our Kind: A Novel in Stor- ies. Verðlaunin verða veitt 17. nóvember í New York. BÓKASKÁPURINN 36 16. október 2004 LAUGARDAGUR ALLAR BÆKUR DA VINCI LYKILLINN Dan Brown ELLEFU MÍNÚTUR Paulo Coelho LÆRUM AÐ NEMA Ásta Kristrún Ragnarsdóttir DAGBÓK BARNSINS Setberg SÚPERFLÖRT Tracey Cox UNDIR SVIKULLI SÓL Thorvald Steen BARN VERÐUR TIL Lennart Nilsson NIÐUR MEÐ SYKURSTUÐULINN Helen Foster LÆKNUM MEÐ HÖNDUNUM Birgitta Jónsdóttir Klasen HVAÐ ER Á BAKVIÐ FJÖLLIN? Helgi Guðmundsson SKÁLDVERK - INNBUNDNAR BÆKUR ELLEFU MÍNÚTUR Paulo Coelho UNDIR SVIKULLI SÓL Thorvald Steen DRAUGASAGA Títus Maccíus Plátus SÁLMABÓK Ýmsir höfundar SVAVA JAKOBSDÓTTIR - STÓRBÓK Svava Jakobsdóttir HÚS ÚR HÚSI Kristín Marja Baldursdóttir STEINN STEINARR - LJÓÐASAFN Steinn Steinarr LJÓÐÖLD - 100 LJÓÐ Á ALDARAFMÆLI Guðmundur Böðvarsson DAVÍÐ STEFÁNSSON - LJÓÐASAFN Davíð Stefánsson - Ljóðasafn SJÁLFSTÆTT FÓLK I&II Halldór Laxness SKÁLDVERK - KILJUR DA VINCI LYKILLINN Dan Brown ÚLFURINN RAUÐI Liza Marklund MÝRIN Arnaldur Indriðason HR. IBRAHIM OG BLÓM KÓRANSINS Eric-Emmanuel Schmitt ÖXIN OG JÖRÐIN Ólafur Gunnarsson KVENSPÆJARASTOFA NÚMER 1 Alexander McCall Smith KILLIANSFÓLKIÐ Einar Kárason DÍS Birna Anna, Oddný og Silja SNJÓRINN Á KILIMANJARO Ernest Hemmingway VILLIBIRTA Liza Marklund LISTINN ER GERÐUR ÚT FRÁ SÖLU DAGANA 06.10.-12.10. 2004 Í BÓKABÚÐUM MÁLS OG MENNINGAR, EYMUNDSSONAR OG PENNANUM 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 EYMUNDSSON MÁL OG MENNING PENNINN [ METSÖLULISTI ] Á ÞESSUM DEGI ÁRIÐ 1854 fæddist fagurkerinn Oscar Wilde í Dublin á Írlandi þar sem hann ólst upp. Hann fór í nám til Oxford og varð fljótlega þekktur vegna fyndni sinnar og áberandi lífsstíls. Hann skrifaði leikrit, smásögur og eina skáldsögu, Mynd- ina af Dorian Gray. Wilde kvæntist og eignaðist tvo syni með konu sinni en árið 1895 var hann dæmdur í tveggja ára þrælkunarvinnu vegna samkynhneigðar. Síð- ustu árunum eyddi Wilde í París, niðurbrotinn maður. Hann lést árið 1900. Bakverkur Goethes Nýjar rannsóknir sýna að þýska skáldið Jóhann Wolfgang von Goethe þjáðist af slæmum bakverk í 40 ár. Þýskur mannfræð- ingur, sem rannsakað hefur beinagrind Goethes, segir skáldið hafa þjáðst mjög og átt erfitt með að beygja sig. Samtíma- menn Goethes dáðust mjög að því hversu tígulega hann bar sig í ellinni þegar hann var á göngu. Mannfræðingurinn, sem sérhæfir sig í að rannsaka beinagrindur frægra manna, segir að Goethe hafi verið búinn að missa flestallar tennur sínar þegar hann lést árið 1832, 82 ára. „Ást mín er eilíf,“ kallaði Klara um leið og hún vökvaði stofublómið. Vatnskannan hvíslaði: „Ég er Dettifoss.“ Emil Aarestrup DRÖFN ÞÓRISDÓTTIR „Ég held að það sé ekkert verra að vera kona í þessum bransa enda sýna kannanir að konur eru í meirihluta þeirra sem kaupa og lesa bækur.“ VAKA-HELGAFELL ER MEÐ TVÆR ÖRUGGAR METSÖLUBÆKUR Á ÚTGÁFULISTA SÍNUM Skáldverk og minningar Rétt gerð Sorgar Ný bók Jóns Viðars Jónssonar, Kaktusblómið og nóttin, um ævi og skáldskap Jó- hanns Sigurjóns- sonar, er um margt athyglis- verð. Í bókinni er til dæmis í fyrsta skipti birtur texti Sorgar sam- kvæmt handrit- um Jóhanns, eins og hann virðist hafa gengið endanlega frá ljóðinu. Miðað við þau handrit sem til eru í safni Sigurðar Nordal er tæpast hægt að sjá annað en Sigurður hafi gert ákveðnar breytingar á verkinu að eigin geðþótta þegar hann birti það í Vöku 1927. Eitt magnaðasta verk íslenskrar ljóðlistar og mesta tímamótaverk hefur samkvæmt því aldrei fyrr birst eins og skáldið sjálft gekk frá því, fyrr en nú í bók Jóns Viðars. ■ JÓN VIÐAR JÓNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.