Fréttablaðið - 16.10.2004, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 16.10.2004, Blaðsíða 49
LAUGARDAGUR 16. október 2004 37 Skáldið í skriftinni - Snorri Sturlu- son og Egils saga eftir Torfa H. Tul- inius. Í þessari bók heldur Torfi því fram að Snorri Sturluson hafi samið Egils sögu á árunum 1239 til 1241 til að stuðla að sáttum meðal Sturl- unga. Hann dregur fram fjölmargar hliðstæður á milli lýsingarinnar á Agli Skallagrímssyni og ævi Snorra og setur fram tilgátur um þær ástæður sem Snorri kann að hafa haft fyrir ritun verksins. Þetta er vel skrifuð og áhugaverð bók og kenn- ingarnar eru margar hverjar ansi ögrandi. [ BÓK VIKUNNAR ] Zik Zak kvikmyndir ehf., fram- leiðendur kvikmyndarinnar Næs- land sem frumsýnd var nú á dög- unum, hefur keypt kvikmynda- réttinn á barnabókinni Öðruvísi dagar eftir Guðrúnu Helgadóttur. Öðruvísi dagar hlaut einstak- lega góðar viðtökur hjá lesendum jafnt sem gagnrýnendum á Ís- landi þegar hún kom út 2002 og var bókin mest selda íslenska barnabókin þau jól. Í bókinni seg- ir frá níu ára telpu, Karen Karlottu, sem er um margt ólík jafnöldrum sínum. Óvænt at- burðarás fer af stað þegar hún og bróðir hennar kynnast gamalli, dularfullri konu í götunni. Sagan er full af spaugilegum uppákom- um og eftirminnilegum persónum sem vafalítið eiga eftir að njóta sín vel á hvíta tjaldinu. Guðrún Helgadóttir er einn vinsælasti og virtasti barnabóka- höfundur landsins. Hún hefur sent frá sér tuttugu sögur og fjög- ur leikrit. Verk hennar hafa verið þýdd á níu tungumál í Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu. Bækur Guðrúnar hafa hlotið góða dóma heima og erlendis þar sem menn hafa skipað henni á bekk með barnabókahöfundum á borð við Astrid Lindgren, Thorbjörn Egner og Anne-Cath. Vestly. Guðrún hefur hlotið fjölmörg verðlaun og viðurkenningar fyrir ritstörf sín. Fræðsluráð Reykja- víkur veitti henni barnabókaverð- laun sín fyrir fyrstu bók hennar, Jón Oddur og Jón Bjarni, árið 1975. Árið 1980 fékk hún viður- kenningu úr sjóði Thorbjørns Egner og átta árum síðar viður- kenningu Íslandsdeildar IBBY- samtakanna. Árið 1992 hlaut Guð- rún Norrænu barnabókaverðlaun- in fyrir bókina Undan illgresinu og barnabókaverðlaun Skólamála- ráðs Reykjavíkur fyrir Litlu grey- in. Á þessu ári er hún tilnefnd til hinna virtu alþjóðlegu Astrid Lindgren-verðlauna. Guðrún er nú að leggja lokahönd á handrit að næstu barnabók sinni sem fær heitið Öðruvísi fjölskylda og kem- ur út hjá Vöku-Helgafelli í haust. Zik Zak kvikmyndir ehf. var stofnað árið 1995 af Þóri Snæ Sig- urjónssyni og Skúla Fr. Malmquist. Fyrirtækið hefur framleitt fimm kvikmyndir í fullri lengd sem allar hafa hlotið verðskuldaða athygli. Næsland er nýjasta mynd þeirra. Hinar eru Nói albínói, Gemsar, Villiljós og Fíaskó. ■ Texas bann- ar bækur Texas-ríki er ekki beinlínis þekkt fyrir frjálslyndi og þar er ekki óalgengt að klassískar bækur séu litnar hornauga, og má þar sem dæmi nefna 1984 eftir George Orwell og Pétur Pan eftir J.M. Barrie. Á skólaárinu 2003-2004 voru 62 bókatitlar fjarlægðir úr skólabókasöfnum vegna kvartana kennara og foreldra, og höft voru sett á útlán 33 titla, en þar á með- al er skáldsagan 1984. Helst var kvartað yfir kynlífs- lýsingum í bókunum en einnig var efni sumra þeirra ekki talið henta börnum. Þar á meðal er bókin The Upstairs Room, sjálfsævisaga Jó- hönnu Reiss, en hún komst undan ofsóknum nasista með því að fara í felur. Uppvaxtarsagan Black Boy eftir Richard Wright var einnig sett á bannlista og hið sama á við um Pulitzer-verðlaunabók Alice Walker, The Color Purple. ■ ALICE WALKER Verðlaunabók hennar The Color Purple er ekki talin æskileg lesning fyrir börn í Texas. GUÐRÚN HELGADÓTTIR Kvikmyndaréttur á bók hennar, Öðruvísi dagar, hefur verið seldur. Öðruvísi dagar verða kvikmynd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.