Fréttablaðið - 16.10.2004, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 16.10.2004, Blaðsíða 45
LAUGARDAGUR 16. október 2004 Snæfríð Þorsteins er sýningar- stjóri afmælissýningar FÍT og hefur staðið í ströngu síðustu mánuði við að setja upp sýning- una í Hafnarhúsinu. Hún segir að það sé hrein skemmtun að ganga um sýninguna sem valdi mörgum gestinum án efa geðshræringu og fortíðarþrá. „Það er svo margt skemmtilegt að sjá. Það er öllum upplifun að sjá skissurnar á bak við peninga- seðlana hans Halldórs Pétursson- ar og svo umbúðapakkningarnar. Þar er margt sem vekur upp gamlar minningar og ýtir við manni, eins og gömlu mjólkur- hyrnurnar. Það er svo gaman að þessum ofurhversdagslegu hlut- um. Þá erum við með stórt safn aðgöngumiða; farmiða eins og úr strætóleiðinni Reykjavík-Hafnar- fjörður upp á fimm aura, 25 aura og 50 aura. Þetta er engin hönnun í sjálfu sér og afar einfalt fyrir augað, en gefur skemmtilega mynd af liðnum tíma og þessum hversdagslegu hlutum sem engu að síður var sköpun einhvers sem á hinum endanum sat og gerði þetta. Þetta er eftirlætið mitt og óborganlegur vinkill á litla hluti sem eru svo samofnir daglegri til- veru okkar.“ Svanfríð telur að nútímamað- urinn sé eilítið blindur á samtím- ann þótt hönnun sé allt í kring og oft sé henni veitt lítil athygli. „Það er margt og margvíslegt sem virkar vel á Íslendinga, ekki síst í dag þegar margir straumar eru í gangi. Galdraformúlan felst í því að vera á jaðrinum í ein- hverju persónulegu sem aðrir eru ekki að gera. Fólk sem stendur fyrir utan meginstrauminn nær oft að slá í gegn. Með því ná þeir að skera sig út úr meðalmennsk- unni. Dieter Roth er dæmi um mann úr fortíðinni sem maður sér þegar fram líða stundir að klár- lega stendur upp úr sem snilling- ur síns tíma. Hans verk enn þann dag í dag eru algjör snilld í nú- tímasamfélagi. Einstaka hönnuður nútímans lætur oftar frá sér fara eitthvað sem er eftirtektarverðara en hjá mörgum öðrum. Ég gæti nefnt Hjalta Karlsson í New York sem dæmi um Íslending sem getið hef- ur sér gott nafn og gert skemmti- lega hluti, en auðvitað marga fleiri líka, sem erfitt er að gera upp á milli.“ thordis@frettabladid.is Skissur, mjólkurfernur og farmiðar fyrir augað Þegar gengið er um sali afmælissýningar FÍT má upplifa fortíðarþrá og tæra nútímagleði hríslast um kroppinn. Snæfríð Þorsteins sýningarstjóri uppljóstrar hér hverjir eru hennar eftirlætisgripir á sýningunni góðu. PENINGASEÐLAR OG FARMIÐAR Á sýningunni má meðal annars sjá skissur Halldórs Péturssonar af íslenskum peningaseðlum og forna strætómiða í ýmsum gjaldflokkum og litum. Ofantalið er það sem Snæfríð nefnir sem það sem gleður auga hennar mest. SNÆFRÍÐ ÞORSTEINS Grafískur hönnuður og sýningarstjóri afmælissýningar Félags íslenskra teiknara. FR ÉT TA B LA Ð IÐ : E .Ó L.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.