Fréttablaðið - 16.10.2004, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 16.10.2004, Blaðsíða 43
LAUGARDAGUR 16. október 2004 31 Öryggisráðið í hnotskurn Skipan Samkvæmt 23. gr. Sáttmála Samein- uðu þjóðanna skal Öryggisráðið skipað fulltrúum fimmtán aðildar- ríkja Sameinuðu þjóðanna. Árið 1965 voru gerðar breytingar á þrem- ur ákvæðum Sáttmálans og fulltrú- um í Öryggisráðinu fjölgað úr ellefu í fimmtán. Fulltrúarnir tíu, fyrir utan fastafulltrúana, eru kosnir til tveggja ára, fimm á hverju ári. Fastafulltrú- arnir eru frá Bandaríkjunum, Bret- landi, Kína, Frakklandi og Rússlandi. Hlutverk og völd Öryggisráðið hefur það hlutverk að varðveita heimsfrið og öryggi. Í þeim tilgangi getur ráðið tekið ákvarðanir sem öllum aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna er skylt að framfylgja og virða. Neitunarvald Þau fimm ríki sem eiga fastafulltrúa í Öryggisráðinu fara jafnframt með neitunarvald hvert fyrir sig. Það þýðir að þau geta komið í veg fyrir að ráðið taki hverja þá ákvörðun sem þeim er á móti skapi. Til að ályktun ráðsins sé gild þarf atkvæði níu full- trúa af fimmtán, þar af allra fasta- fulltrúanna. Aðgerðir ráðsins Ráðið getur beitt ýmist þvingunar- ráðstöfunum eða vopnavaldi til að rækja hlutverk sitt en algengast er að ráðið beiti sér með tilmælum sem ekki eru bindandi fyrir deiluað- ila. Öryggisráðið ákvarðar sjálft hvenær tiltekið ástand réttlætir að gripið sé til aðgerða. Framsal valds Öryggisráðinu er heimilt að láta svæðisbundin samtök framkvæma aðgerðir á grundvelli ákvarðana sinna. Almennt er talið að þetta sé einungis heimilt að uppfylltu því skilyrði að yfirstjórn aðgerða sé í höndum Öryggisráðsins. Fjölbreytt mál Á fyrstu 55 starfsárum ráðsins komu 171 mál til kasta þess. Af þeim voru 28 mál almenns eðlis, fimm mál sem vörðuðu ríki í Vestur-Evrópu, fjórtán sem tengdust Mið- og Aust- ur-Evrópu, 57 sem vörðuðu Afríku- ríki, 33 sem tengdust Asíu, Mið- og Suður-Ameríkuríki áttu tólf sinnum í hlut og sjö málanna vörðuðu Mið- Austurlönd. Önnur mál voru sam- tals15. Undirstofnanir Á vegum Öryggisráðsins starfa ýms- ar undirstofnanir, auk þess sem ráð- ið hefur með ákvörðunum sínum sett á fót sérstaka stríðsglæpadóm- stóla, annan vegna stríðsglæpa í fyrrum lýðveldum Júgóslavíu og hinn vegna þjóðarmorðs í Rúanda. Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna er falið það mikilvæga hlutverk að gæta friðar og öryggis á alþjóða- vettvangi. Valdheimildir Öryggis- ráðsins eru einstakar í sögu þjóða- réttar, enda var það eindreginn vilji alþjóðasamfélagsins, sem stóð frammi fyrir hörmulegum afleið- ingum allsherjarstríðs við lok seinni heimsstyrjaldar, að koma í veg fyrir það með öllum tiltækum ráðum að slíkur hildarleikur gæti endurtekið sig. Til að ráðið gæti rækt það hlut- verk sitt að vera vörður friðar og öryggis voru því gefnar einstæðar heimildir til valdbeitingar. Ráðið getur samkvæmt ákvæðum Sátt- mála Sameinuðu þjóðanna ákvarð- að að tiltekið ástand sé ógn við heimsfrið og öryggi á alþjóðavett- vangi. Þegar slík ákvörðun liggur fyrir er ráðinu meðal annars heim- ilt að grípa til hernaðaraðgerða í því augnamiði að rækja hlutverk sitt. Ef frá er talinn réttur ríkja til sjálfsvarnar hefur Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna einkarétt á beitingu vopnavalds. Öll önnur beiting vopnavalds er þannig ólög- mæt. Tvisvar sinnum í sögu Samein- uðu þjóðanna hefur Öryggisráðið beitt þessum ýtrustu valdheimild- um sínum, sem gjarnar eru nefnd- ar hinar „beittu tennur“ Öryggis- ráðsins. Fyrra dæmið um slíkt er þátttaka herliðs á vegum Samein- uðu þjóðanna í Kóreustríðinu árið 1950. Seinna dæmið er frá 1990 þegar ráðið samþykkti að fela her- liði sem Bandaríkjamenn og Bret- ar fóru fyrir að hrekja íraskt her- lið frá Kúvæt. Talið er að tugþús- undir hafi fallið í þeim átökum sem fylgdu í kjölfarið í upphafi árs 1991 en ætlunarverk Öryggisráðs- ins tókst. Þau miklu umskipti sem urðu á störfum Öryggisráðsins á tíunda áratug síðustu aldar hafa vakið upp mörg álitamál. Telja margir að ráð- ið hafi um of fjarlægst þann til- gang sem því var ætlaður af stofn- endum Sameinuðu þjóðanna – þ.e.a.s. að varðveita heimsfrið og öryggi – og sé nú í sífellt ríkari mæli farið að taka að sér að gæta laga og reglu. Því hefur verið hald- ið fram að vegna þess hve ráðið er í eðli sínu pólitískt og háð varan- legu fulltrúunum sé það illa til þess fallið að gæta alþjóðalaga, þótt ekkert annað tæki sé hentugra til að gæta friðar og öryggis. Þetta er eitt af þeim álitamálum sem uppi eru nú þegar breytingar á skipan Öryggisráðsins eru í farvatninu. ■ Valdamesta stofnun heims LÖGMÆTT STRÍÐ Hernaðaraðgerðir fjölþjóðahersins í Kúvæt og suðurhluta Íraks árið 1991. Talið er tugþúsundir Íraka hafi fallið í átökunum, sem hófust með margra vikna loftárásum en lauk með 100 klukkustunda landhernaði þar sem íraski herinn var rekinn norður frá Kúvæt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.