Fréttablaðið - 16.10.2004, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 16.10.2004, Blaðsíða 51
LAUGARDAGUR 16. október 2004 39 » BETRI SJÓNVARPSDAGSKRÁ Á ÞRIÐJUDÖGUM Augun aftur á ensku úrvalsdeildinni Arsenal, Chelsea og Manchester United eru öll í eldlínunni í dag og þau tvö síðastnefndu þurfa að fara að sanna sig sem alvöru áskorendur meistaranna frá Highbury. FÓTBOLTI Enski boltinn fer aftur á stað í dag eftir tveggja vikna landsleikjafrí og nú kemur fljót- lega í ljós hvort Chelsea og Manchester United ætli að gera alvöru úr því að ógna meisturun- um úr Arsenal, sem geta leikið sinn 49. deildarleik í röð án þess að tapa þegar þeir fá Aston Villa í heimsókn á Highbury. Það reynir þó væntanlega meira á lið Chelsea og United sem fara í erfiða útileiki á meðan meistararnir taka vel á móti Aston Villa, sem hefur ekki enn unnið á útivelli í vetur. Arsenal-liðið spilar nú sinn fyrsta leik eftir að spænski lands- liðsþjálfarinn lét hin óheppilegu orð falla um Thierry Henry við lærisvein sinn og félaga Henry í sókninni, Jose Antonio Reyes. Þeir Henry og Reyes hafa skorað sam- an 13 mörk og lagt upp önnur 11 í fyrstu átta leikjum tímabilsins og eiga stóran þátt í því að liðið hefur þegar skorað 26 mörk í deildinni eða 3,25 mörk að meðaltali í leik. Það er sem dæmi aðeins lið Newcastle (16 mörk) sem hefur skorað fleiri mörk en þeir félagar og ef marka má samvinnu þeirra í 4-0 sigri á Charlton fyrir tveimur vikum er engin hætta á öðru en að allt verði við það sama þegar Villa- menn reyna að stoppa Arsenal- hraðlestina í dag. Chelsea er enn án Didier Drogba og þarf liðið að fara að finna hjá sér markaskorara hið fyrsta. Okkar maður hefur skorað fjórum sinnum fleiri mörk fyrir íslenska landsliðið en Lundúnalið- ið á þessu tímabili og það væri mikilvægt fyrir Chelsea ef hann færi að skora meira, ekki síst þar sem liðið hefur aðeins skorað átta mörk í átta fyrstu deildarleikjun- um, 18 færri en Arsenal, en góð vörn hefur séð til þess að stiga- munurinn er bara tvö stig. Tékk- neski markvörðurinn Peter Cech hefur aðeins fengið á sig eitt mark í fyrstu átta leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni en Joe Cole er hins vegar eini leikmaður liðsins fyrir utan Drogba sem hefur skorað fleiri en eitt mark í úrvalsdeild- inni. Manchester United er loksins komið með sitt sterkasta lið og það gladdi Alex Ferguson að sjá þá Cristiano Ronaldo með Portúgal og Ruud van Nistelrooy með Hollandi skora tvívegis í góðum sigrum sinna þjóða í vikunni sem og að endurheimta alla landsliðs- menn sína heila. United er níu stigum á eftir Arsenal í fjórða sætinu og má því ekki misstíga sig mikið til viðbótar. Augun verða áfram á Wayne Rooney, sem skor- aði þrennu í fyrsta leik sínum eft- ir meiðslin en hefur síðan spilað einn deildarleik og tvo landsleiki án þess að skora. Alex Ferguson reynir eflaust líka að passa upp á álagið á stráknum um leið og hann reynir að rétta af leik liðsins, sem var allt annað en sannfærandi í upphafi tímabils. ■ SÁ EINI MEÐ TVÖ MÖRK Joe Cole er eini leikmaður Chelsea fyrir utan hinn meidda Didier Drogba sem hefur skorað fleiri en eitt mark í fyrstu átta umferðum ensku úrvals- deildarinnar. Joe Cole sést hér í leik gegn Tottenham fyrr í vetur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.