Fréttablaðið - 16.10.2004, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 16.10.2004, Blaðsíða 27
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 8 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 314 stk. Keypt & selt 49 stk. Þjónusta 34 stk. Heilsa 13 stk. Skólar & námskeið 5 stk. Heimilið 27 stk. Tómstundir & ferðir 11 stk. Húsnæði 34 stk. Atvinna 31 stk. Tilkynningar 5 stk. Góðan dag! Í dag er laugardagurinn 16. október, 290. dagur ársins 2004. Reykjavík 8.22 13.13 18.04 Akureyri 8.11 12.58 17.43 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag „Bíllinn minn er Honda Civic '92 og gengur helst aldrei nema hálfan snúning. Þetta er eilífðarbras,“ segir Ólafur Kristján Guð- mundsson, söngvari hljómsveitarinnar Hoffman. „Valið stóð á milli þess að kaupa fjallahjól eða þennan bíl, sem ég fékk fyrir slikk enda orðinn gamall og lasinn. Ég var búinn að láta hann renna í gang í marga mánuði þegar einhver benti mér á að láta athuga geyminn. Nú er kominn nýr geymir og bíllinn hrekkur alltaf í gang en það er samt endalaust eitthvað að.“ Ólafur segist ekki eiga sér neinn draumabíl enda hafi hann ekkert vit á bíl- um. Hins vegar langar hann að eiga þyrlu. „Ég var að vafra á netinu og rakst þar á draumaþyrluna, Bell 407 Corporate með öllum græjum. Það er tækið sem mig vant- ar. Þá kæmist ég alltaf til Eyja og gæti skroppið á tónleika hvert sem er og hvenær sem er,“ segir Ólafur. Ólafur er sumsé Eyjastrákur og það eru líka hinir meðlimir hljómsveitarinn- ar Hoffman. Hann vill samt ekkert vera að undirstrika það. „Við erum allir fluttir upp á land og erum að spila á fullu. Svo er platan okkar Bad Seeds að koma út. Eyj- ar eru fínn staður, bara ekki í þessum bransa. Þetta er svona næs ömmu- og afa- pleis.“ ■ bilar@frettabladid.is Sjö bílar hafa verið til- nefndir í úrslit í val- inu á bíl ársins í Evrópu. Það eru BMW 1 lín- an, Citroën C4, Ford Focus, Opel Astra, Peugeot 407, Renault Modus, og Toyota Prius. Þessir bíl- ar eru valdir úr úrvali 32 bíla. Í dómnefnd sitja 58 menn sem geta deilt 25 stigum á bíilana. Úr- slit verða tilkynnt um miðjan nóv- ember. SP-Fjármögnun hf. hefur ákveðið að bjóða upp á vaxtaflokka í bíla- lánum og miða vaxtaflokkana út frá kjörvöxtum Landsbanka Ís- lands. Allir vextir bílalána SP-Fjár- mögnunar lækkuðu frá og með mánudeginum 11. október en þá var tekinn upp kjörvaxtaflokkur á öllum nýjum bílalánum. Verð- tryggðir vextir nýrra bílalána verða eftir breytingu frá sex prósentum og upp í sjö prósent. Óverðtryggð- ir vextir verða frá 9,1 prósenti og upp í 10,1 prósent. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem boðið er upp á mismunandi vexti í bílalánum á Íslandi. Carrera GT er hrað- skreiðasti bíll- inn sem hefur farið Nürnberg- hringinn í Þýska- landi. Hann fór hringinn á 7,32 mínútum og 44 sek- úndubrotum. Bílstjórinn var Horst Von Saurma rit- stjóri þýska bílablaðsins Sport auto. Þeir sem standa fyrir þessari keppni í Nürn- berg er þýska bílablaðið Sport auto sem hefur verðlaunað öku- menn sem eiga hraðasta hringinn undanfarin tíu ár. Síðan 1955 hef- ur tíminn lækkað úr 7,52 mín í nú- verandi met, 7,32. Esso og Skelj- ungur, hækkuðu bifreiðaeldsneyti frá og með þriðjudeg- inum 12. október. Nú er verðið það sama og eftir verðbreytinguna 4. október síðastliðinn. Verðhækk- unin 4. október var dregin til baka fjórum dögum síðar þegar ljóst var að Atlantsolía breytti ekki sínu verði. Atlantsolía hefur ekki breytt verði sínu síðan í ágúst síðastlið- inn. Dísilolíulítrinn kostar nú 57,10 krónur með þjónustu en í sjálfsaf- greiðslu kostar hann 53,10 krónur hjá Esso og Skeljungi. Hækkunin er því 2,50 krónur á lítrann. 95 oktana bensín kostar nú með þjónustu 113,50 krónur en í sjálfs- afgreiðslu 109,50 krónur hjá Esso og Skeljungi. Hækkunin samsvarar 2 krónum á lítrann. Ólafur hefur ekkert vit á bílum enda langar hann mest að eiga þyrlu. Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Liggur í loftinu Í BÍLUM Þú getur pantað smáauglýsingar á www.visir.is KRÍLIN Ég keypti nýtt sigti handa mömmu í afmælisgjöf og svo er það bara allt götótt líka! Rúmlega 1.000 króna verð- munur er á umfelgun, dekkjaskiptum og jafnvæg- isstillingu að því er fram kemur í verðkönnun Frétta- blaðsins. Verð var kannað á 13 verkstæðum á höfuð- borgarsvæðinu og á Akur- eyri. Hjólbarðastofan Bíldshöfða býður upp á ódýrustu þjónust- una af þeim verk- stæðum sem könn- uð voru eða á 4.410 kr. Brátt rennur tími nagladekkj- anna upp eða 1. nóv- ember. Nánar bls. 3. Söngvarinn í Hoffman: Í eilífðarbrasi með bílinn Vetrardekkin sett undir: 25% verðmunurSá sætasti í bænum Getz ‘03. 5 gíra. 1300cc ek. 28 þús. Verð 1050 þús. Sími 862 3550.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.