Fréttablaðið - 16.10.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 16.10.2004, Blaðsíða 22
22 16. október 2004 LAUGARDAGUR EKKI MISSA AF… Dagskrá í Listasafni Íslands í dag, í tilefni 120 ára afmælisins, frá klukkan 11.00. Litaspil, Megasukk, Leiðsögn um sýningu Guðmundu Andrésdóttur og um menningar- arfinn, dægurlög og djassperlur með Ragnheiði Gröndal... Opnun á málverkasýningum Margrétar Sigfúsdóttur og Valerie Boyce í Hafnarborg, Hafnarfirði... Nánum kynnum (Intimacy), fransk/enskri bíómynd í Sjónvarp- inu klukkan 00.55. Myndin var gerð árið 2000 og er byggð á sögu eftir Hanif Kureishi. Ráðstefna um sálma og sálmasöng verður haldin í Grensáskirkju í dag frá klukkan 13 til 18. Herra Karl Sigurbjörnsson bisk- up setur ráðstefnuna og síðan flytur Ragnar Håkanson erindi sem ber heitið „Kristur gengur á meðal vor“ (Kristus vandrar bland oss än). Annar fyrirlesari er Mark Anderson, sem fjallar um aðferðir við að glæða almennan safnaðarsöng. Kristín Þórunn Tómassdóttir flytur fyrir- lestur sem ber heitið Syngið Guði nýjan söng, þar sem stiklað er á sálmabókar- vinnu lúthersku kirkjunnar í Bandaríkjun- um, og Margrét Eggertsdóttir fjallar um Sálma og sálmasöng. Ráðstefnunni lýkur með Sálmakvöldi í Hall- grímskirkju með Mark Anderson. Þar verða sálmar úr íslenskum sálmaarfi kynntir og sungnir í almennum söng og nyjum undirleik. Umsjón með sálmakvöldinu hafa dr. Einar Sigurbjörnsson og Hörður Áskelsson. Kl. 20.00, sunnudag Frumsýning á Böndin á milli okkar eftir Kristján Þórð Hrafnsson á Litla sviði Þjóðleikhússins. Leikarar í sýningunni eru Sólveig Arnarsdóttir, Rúnar Freyr Gíslason, Nanna Kristín Magnúsdóttir og Friðrik Friðriksson. Leikstjóri er Hilmir Snær Guðnason. menning@frettabladid.is Ráðstefna um sálma og sálmasöng ! HEILDSÖLU LAGERSALA Vegna flutnings Barna og fullorðins fatnaður með 50-90% afslætti Útivistar, skíða, snjóbretta og golffatnaður einnig mikið úrval af skóm Verð dæmi SKEMMUVEGUR 16 (BLÁ GATA) KÓPAVOGI (NEÐAN VIÐ BYKO) Úlpur: Áður 29.900- Nú : 7.900- Skíðabuxur: Áður 14.900- Nú: 4.900- Barna úlpur Áður: 8.990- Nú: 3.990- Barnagalla: Áður: 8.990- Nú: 2.990- Opið eingöngu Laugardag 16. október 11:00 til 17:00. Sunnudag 17. október 11:00 til 17:00. Mánudag 18. október 13:00 til 20:00. NÝTT KORTATÍMABIL Leitað var til Valgeirs Guð- jónssonar með þá hugmynd að setja upp sýningu byggða á hinni sígildu kvikmynd Stuðmanna Með allt á hreinu. Tillagan lagðist vel í hann, sem varð til þess að hann sló til og má sjá af- raksturinn á sýningum á Broadway með stjörnum eins og Jónsa, Hjálmari Hjálmarssyni og Andreu Gylfa. Á Broadway hefur verið settur upp nýr íslenskur söngkabarett sem ber heitið „Með næstum allt á hreinu“ og eins og nafnið vísar til byggir á einni vinsælustu kvikmynd okkar Íslendinga, „Með allt á hreinu“ þar sem Stuðmenn og Grýlurnar fara á kostum, enda myndin og tónlist- in löngu orðin ódauðleg. Fyrrum liðsmaður Stuðmanna, Valgeir Guðjónsson, sem lék jafnframt sjálfur í kvikmyndinni, er hand- ritshöfundur og listrænn stjórn- andi sýningarinnar, en sóst var eftir kröftum hans í tengslum við sýninguna og þótti honum hugmyndin það áhugaverð að hann sló til. Hann valdi þá leið að setja tónlist myndarinnar í nýtt samhengi og notast einnig við önnur eldri lög Stuðmanna frá þeim tíma er hann var hluti sveitarinnar. „Söguþráðurinn í þessari sýn- ingu er sá að það er vinnustaður sem er að setja upp árshátíð þar sem þessi lög eru tekin. Það gefur mjög frjálst spil með að leika sér með lögin og þetta efni, því við erum í sjálfu sér ekki að endurtaka myndina enda þarf það svo sem ekki,“ segir Valgeir. Kabarettinn var frumsýndur síð- ustu helgi og segir Valgeir að við- brögðin hafi verið mjög góð. „Þetta er efni sem stendur þjóð- inni nokkuð nærri, það var mikið sungið í salnum og mjög sterk stemning sem myndaðist og var skemmtilegt að upplifa. Það var mikið hlegið og mikið sungið, virkilega gaman að sjá hvað þessu var vel tekið,“ segir Val- geir og talar um að formið sem slíkt bjóði upp á frjálslegri við- brögð frá áhorfendum sem geta stappað og sungið með að vild, en í leikhúsi sé fólk yfirleitt mun stilltara og horfi bara á. Hin góðu viðbrögð vill hann þakka hinum gífurlega góða hópi fólks sem að sýningunni kemur. „Þetta er ein- valalið, bæði kór og hljómsveit, og þarna er valinn maður í hver- ju rúmi, ég vildi engu breyta þar um,“ segir Valgeir en með helstu hlutverk fara Hjálmar Hjálmars- son, Jónsi, Margrét Eir, Linda Ás- geirsdóttir, Valur Freyr Einars- son og Andrea Gylfadóttir. „Við leituðumst ekki við að hafa flutninginn á lögunum eins og í upprunalegu útgáfunni en nýttum hópinn hins vegar vel til að syngja þau með öðrum hætti. Sum þeirra sem áður voru sungin af körlum syngja konur, en þan- nig breytist áherslan og jafnvel merkingin,“ segir Valgeir. „Langt er liðið frá því að þessi tónlist varð til, sem kallar fram tilfinningu sem maður þarf að venjast. Sá sérstaki tími þegar bíómyndin og lögin urðu til er mér mjög eftirminnilegur þannig að ég get ekki sagt annað en ég hafi haft mikla ánægju af því að fást við þetta efni sem er rúm- lega 20 ára gamalt,“ segir Valgeir en bætir við að það sé mjög góð tilfinning að geta tekið efnið, sett það í nýtt samhengi og fengið þessi sterku viðbrögð. kristineva@frettabladid.is Í nýútkomnu Hrafnaþingi veltir Ragnar Ingi Aðalsteinsson því fyrir sér hort við eigum á hættu að glata okkar einstæðu braghefð. Hrafnaþing er heiti á nýju tíma- riti sem gefið er út af Rannsókn- arstofnun Kennaraháskóla Ís- lands. Í ritinu kynna íslensku- kennarar við skólann rannsóknir sínar og störf og miðla því fjöl- breytta efni sem þeir hafa verið að fást við í fræðum sínum. Skýr- ing á heiti ritsins kemur fram í formála þar sem segir: „Sam- kvæmt íslenskri þjóðtrú hafa hrafnar með sér þing hvert haust og ráða þar ráðum sínum, ákvarða skiptingu lífsgæða og skipa sér niður á bæi. Í ritinu fjalla, meðal annarra, Ragnar Ingi Aðal- steinsson og Þórður Helgason um brag- fræði og kvæða- kennslu, hvor með sínum hætti. Grein Ragnars Inga er sérlega áhugaverð og má segja að í henni séu orð í tíma töluð. Hann rekur sögu reglna og hefða sem liggja að baki vísnagerð á Íslandi í dag og bendir á að sú saga sé reyndar eldri en elstu heimildir og að fræðimenn hafi enn ekki getað gert sér neina verulega trúverð- uga mynd af því hvaðan þessar reglur eru upprunnar, eða hvers vegna þær urðu til. En vissir þú.... Að reglur um stuðlasetningu eru löngu gleymdar öllum þjóð- um öðrum en Íslendingum. Hún hvarf úr þýskum kvæðum á sein- ni hluta 9. aldar. Á Norðurlönd- um, utan Íslandi, voru stuðluð ljóð svo að segja úr sögunni þeg- ar kom fram á 13. öld. Síðasta stuðlaða kvæðið í enskum bók- menntum er ort á síðari hluta 14. aldar... Að það sem einkum varð hin- um stuðlaða kveðskap að fjör- tjóni voru áhrif frá bragarhátt- um sem voru án stuðla en höfðu endarím. Þetta endarím var upp- runnið á 5. öld í ljóðagerð kirkj- unnar og fylgdi henni norður eft- ir álfunni. Að Íslendingar hafa einir varðveitt þennan menningararf. Hins vegar eigum við á hættu að glata þessari einstæðu hefð, þar sem henni er lítið sem ekkert sinnt í grunnskólum. Að minnsta kosti segir Ragnar í grein sinni að ekkert liggi fyrir um það hversu mikið þær bækur sem fjalla um bragfræði eru notaðar í grunnskólum landsins og þaðan af síður hver kynni að vera árangurinn af þeirri kennslu ef einhver er. Ragnar leitar skýringa á ósköpun- um og segir: „Yfir vísnagerð- inni hefur löngum legið svolítil dulúð sem gjarnan er tengd við öfl af öðr- um heimi, töfra eða galdra. Sú kenning hefur gengið manna á milli sem almenn staðreynd að hæfileikinn til að yrkja sé meðfædd gáfa, sumum gefin en öðrum ekki. Ég er ekki frá því að þessi villutrú hafi átt nokkurn þátt í því að margir hafa alið með sér þá skoðun að brag- fræðikennsla sé óvinnandi verk. Þeir sem ekki hafa fengið hæfi- leikann í vöggugjöf geti þetta hvort eð er aldrei, hvernig sem farið sé að, og hinir heppnu þurfi ekki kennslu í þessu því að náð- argáfan sé þarna fyrir og ekkert geti ógnað henni. Hér er um að ræða einhvern anga af forlaga- trú sem hefur haft vond áhrif á framgang menningararfsins.“ ■ VALGEIR GUÐJÓNSSON Á veg og vanda af uppsetningu söngkabarettisins Með næst- um allt á hreinu sem byggir á Stuðmannamyndinni vinsælu Með allt á hreinu. „Sá sér- staki tími þegar bíómyndin og lögin urðu til er mér mjög eftirminnilegur þannig að ég get ekki sagt annað en ég hef haft mikla ánægju af því að fást við þetta efni sem bráðum er rúmlega 20 ára gamalt.“ Með næstum allt á hreinu FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. Hefðinni úthýst úr skólakerfinu? RAGNAR INGI AÐALSTEINSSON Yfir vísnagerðinni hefur löngum legið svolítil dulúð sem gjarnan er tengd við öfl af öðrum heimi, töfra eða galdra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.