Fréttablaðið - 16.10.2004, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 16.10.2004, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 16. október 2004 1.078 krónum munar á hæsta og lægsta verði á dekkjaskiptum, umfelgun og jafnvægisstillingu. Þetta er niðurstaða verðkönnunar sem gerð var af Fréttablaðinu á 13 dekkjaverkstæðum fimmtu- daginn 14. október. Ódýrust var þessi þjónusta í Hjólbarðastof- unni Bíldshöfða í Reykjavík, 4.410 krónur, en dýrust á Hjólbarða- verkstæði Grafarvogs, 5.488 krónur, miðað við að bíllinn sé á álfelgum. Verðmunur í því tilviki er rúm 24%. En ef bíllinn er á stálfelgum er verðið mun lægra í Grafarvoginum, 4.984 krónur. Það er 13% hærra verð en í Hjól- barðastofunni. Gúmmívinnustof- an Akureyri er einnig með hærra verð á umfelgun og jafnvægis- stillingu álfelga en stálfelga. Verð á umfelgun stálfelga er 5.150 kr. sem er tæpum 17% hærra en lægsta verð. Eins og sjá má á meðfylgjandi töflu eru 11 verkstæðanna á höfuð- borgarsvæðinu en tvö á Akureyri. Könnunin fór fram í gegnum síma. Nú er framundan sá tími sem landsmenn skipta um dekk undir bílum sínum því þau þurfa að vera af þeim grófleika að geta mætt hálku og snjó og veitt þar viðnám. Nagladekkjatíminn hefst 1. nóvember en heilsársdekk henta í mörgum tilfellum. ■ Audi 6 hlaut 34,7 af hundraði atkvæða í vali á Auto Trophy 2004 í sínum flokki. Þjóðverjar: Velja Audi Bílar frá Audi-verksmiðjunni fengu þrenn Auto Trophy-verðlaun í kosningu lesenda þýska bílablaðsins Auto Zeitung. Auk þess hlutu bæði Seat og Lamborghini verðlaun en þeir heyra undir Audi-væng Volkswagen sam- steypunnar. Audi-fólksbílarnir A4, A6 og A8 fengu þrenn af eftirsóttustu verðlaunum árs- ins. Lesendur Auto Zeitung kusu þá í efsta sæti í flokkum millistórra fólksbíla, stórra fólksbíla og lúxusbíla. Alls bárust rúmlega 84.000 atkvæði en lesendur Auto Zeitung og tímaritsins TV Movie tóku þátt í kosningunni. Audi A8 fékk alls 28,2% atkvæða í lúxusflokki. Hinn nýi Audi A6 fékk enn hærra hlut- fall atkvæða í flokki stórra fólksbíla, alls 34,7% kjósenda völdu þennan bíl sem sitt uppáhald í þessum flokki bíla. Audi-fólksbílar hafa unnið Auto Trophy verðlaun alls 25 sinnum þau 17 ár sem þeim hefur verið úthlutað. Senn fá starfsmenn dekkjaverkstæða nóg að gera við að skipta út sumardekkjum fyrir önnur grófari eða negld. Dekkjaskipti á fólksbíl, með umfelgun og jafnvægisstillingu Verðkönnun 14. október 2004 Staður Verð Barðinn, Skútuvogi, R. 4.480 Borgardekk, Borgartúni, R. 4.500 Dekkið, Reykjavíkurvegi, Hf. 4.700 Dekkjahöllin Ak. 4.730 Dekkjalagerinn, Skeifunni, R. stálfelgur 4.800 álfelgur 5.200 Gúmmívinnustofan Ak. 5.150 230 kr aukalega á dekk með álfelgum Hjólbarðastofan Bíldshöfða, R. 4.410 Hjólbarðaviðgerð Kópavogs 4.890 Smur- og dekkjaþjónustan, Breiðholti 4.488 Sólning, Smiðjuvegi, Kóp. 4.700 Hjólbarðaverkstæðið Nesdekk, Seltjarnarn. 4.690 Hjólbarðahöllin, Fellsmúla, R. 5.240 Hjólbarðaverkstæði Grafarvogs - stálfelgur 4.984 álfelgur 5.488 Verðkönnun á dekkjaskiptum: Hátt í fjórðungs- munur á verði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.