Fréttablaðið - 16.10.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 16.10.2004, Blaðsíða 1
● spilar á airwaves Þórunn Antonía Magnúsdóttir: ▲ SÍÐA 26 Skipar helming The Honeymoons ● vínþjóna Sævar Már Sveinsson: ▲ SÍÐA 50 Tók þátt í heims- meistarakeppni Meistaradeildin í handbolta: ▲SÍÐA 38 Haukar töpuðu í Frakklandi MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI LAUGARDAGUR OPIÐ HÚS Gjörgæsludeildin við Hring- braut minnist 30 ára afmælis með ráð- stefnu og opnu húsi í dag. Ráðstefnan hefst klukkan 13 og húsið verður opnað klukkan 14.30. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 16. október 2004 – 283. tölublað – 4. árgangur TELJA BROTIN FYRND Olíufélögin halda því fram að meint brot á samkeppn- islögum á rúmlega sjö ára tímabili af níu sem Samkeppnisstofnun rannsakar séu fyrnd. Sjá síðu 2 REYNDIR AÐ SMYGLA HASSI Mað- ur er ákærður af Ríkissaksóknara fyrir inn- flutning á samtals fimmtán kílóum af hassi í þremur skipaferðum frá Danmörku frá júní í fyrra þar til í janúar á þessu ári. Sjá síðu 2 VÍGHUNDAR BANNAÐAR Borgaryfir- völd íhuga nú að banna víghunda í borg- inni. Upphaf málsins má rekja til þess þeg- ar Rottweiler og Doberman rifu kött í sig í Breiðholtinu. Sjá síðu 8 AVION GROUP STOFNAÐ Nýtt flug- rekstrarfélag með um sjötíu milljarða veltu verður stofnað um áramót. Magnús Þor- steinsson verður stjórnarformaður Avion group og stefnt er að skráningu í Kauphöll Íslands. Sjá síðu 20 Ólafur Kristján Guðmundsson: ▲Í MIÐJU BLAÐSINS Í eilífðarbasli með bílinn ● bílar Kvikmyndir 42 Tónlist 44 Leikhús 44 Myndlist 44 Íþróttir 38 Sjónvarp 48 STJÓRNMÁL Ríkisstjórnin hefur ákveðið að lækka tekjuskatt um 4% og hefur Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagt að með því verði tekjuskattshlutfallið fært niður á sama stig og það var þegar staðgreiðslukerfinu var komið á 1988. Tölur sem hagdeild Alþýðusam- bands Íslands hefur unnið að beiðni Fréttablaðsins benda hins vegar til að skattbyrði, sérstaklega láglaunafólks, hafi þyngst á þess- um tíma, meðal annars vegna þess að persónuafsláttur hefur ekki fylgt verðlagsþróun. Reiknuð var þróun skatta fólks sem hafði fimm- tíu þúsund, hundrað þúsund og hundrað og fimmtíu þúsund krón- ur í laun árið 1988. Þegar skoðað er hvernig skatt- byrðin hefur breyst á þessu tíma- bili kemur í ljós að allir tekjuhópar hafa verið að greiða hærri skatta. Hlutfallslega hafa skattgreiðslur á lágar og miðlungstekjur verið að vaxa mest. Einstaklingur með 50.000 í mán- aðartekjur greiddi 4,1% af tekjun- um í skatta 1988. Ef tekjur viðkom- andi hafa hækkað samkvæmt launavísitölu frá þeim tíma eru þær komnar í rúmar 129 þúsund krónur í dag. Hlutfall tekna sem greiddar eru í skatt eru nú 15,3% og hafa því ríflega þrefaldast. Ef laun og skattgreiðslur einstaklings með 150.000 króna tekjur 1988 eru framreiknaðar kemur í ljós að þær hafa vaxið úr 24,8% í 31,9%. Ólafur Darri Andrason, hag- fræðingur ASÍ, segir að dregið hafi mjög úr tekjujöfnunarhlutan- um á liðnum árum: „Þetta hefur leitt til þess að hlutfallsleg skatt- byrði þeirra sem eru með lægri og miðlungstekjur hefur verið að aukast verulega. Kaupmáttarauki lágtekjufólks á liðnum árum hefur því í vaxandi mæli runnið í ríkis- sjóð. Mér sýnist að þegar skatta- lækkunaráform ríkisstjórnarinnar verða að fullu komin til fram- kvæmda muni skattar þeirra tekjuhærri hafa lækkað mest bæði í krónum talið og einnig hlutfalls- leg skattbyrði. Það virðist því vera stefnan að draga enn frekar úr tekjujöfnuninni.“ a.snaevarr@frettabladid.is Skattbyrði þrefaldast Þegar staðgreiðsla skatta var tekin upp 1988 borgaði láglaunamaður 4.1% tekna í skatt en nú greiðir hann 15.3% í skatt. ASÍ segir stefnuna vera að draga úr tekjujöfnun. EIRÍKUR JÓNSSON RÆÐIR VIÐ INGIBJÖRGU ÓSKARSDÓTTUR Ingibjörg átti fund með Eiríki ásamt hópi mæðra og barna þeirra. Þær greindu frá óánægju sinni yfir störfum undanþágunefndar, sem geri upp milli fatlaðra barna í almennum grunnskólum og sérskólum. FLOTT UM ALLT LAND Víða bjartviðri og hæglætisveður. Gæti dropað örlítið með suðurströndinni. Milt í dag en svo minnir veturinn á sig. Sjá síðu 6 Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 Undanþágur: Stranda á launagreiðslu VERKFALL Sveitarfélögin hafa staðið í vari kennara þegar kemur að undanþágum vegna fatlaðra barna, segir Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands. Væru sveitarfélögin tilbúin að greiða full laun mætti leysa vandann. Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, formaður Launanefndar sveitar- félaganna, segir hverju sveitar- félagi frjálst að semja um laun þeirra kennara sem fá undanþágur. Hann segist telja eðlilegast að sveitarfélögin greiði fyrir vinnu í verkfalli kennara á þann hátt sem tíðkast hefur. Mæður fjölfatlaðra barna mættu með börnum sínum á fund Eríks í gær. Þær bentu á erfiðar aðstæður fjölskyldna þeirra í verk- falli kennara og óskuðu eftir því að börnin gætu sótt skóla. Ingibjörg Óskarsdóttir fór fyrir hópi mæðranna. Sonur hennar Ósk- ar Óli er í almennum grunnskóla. Hún hefur unnið þrjá daga frá því að verkfalll kennara hófst. Sjá síðu 4 RÁÐSTEFNA Rjóminn af afrískum fræðimönnum á sviði borgar- menningar er á leið hingað til lands upp úr áramótum til að sitja ráðstefnu um ungt fólk í afrískum borgum. Upphaflega stóð til að halda ráðstefnuna í Harare, höfuð- borg Simbabve, en þegar ljóst varð að erfiðleikum væri bundið að halda ráðstefnuna þar varð nið- urstaðan sú að flytja ráðstefnuna um set og það alla leið til Íslands. Stjórnmálaástandið í Simbabve er viðsjárvert og hefur það sætt gagnrýni margra Afríkuríkja og út fyrir álfuna. Pólitísk óvissa þar varð til þess að menn vildu flytja ráðstefnuna og þá voru góð ráð dýr. „Fyrst þeir gátu ekki haldið þetta í Simbabve var ákveðið að hafa þetta á Íslandi,“ segir Friðrik Rafnsson hjá Háskóla Íslands, sem í samvinnu við Þróunarsam- vinnustofnun Íslands aðstoðar við undirbúning ráðstefnunnar. Árs- fundur Norrænu Afríkustofnun- arinnar var hér í vor og ráðstefna sem tengdist henni. „Það fór gott orð af skipulaginu hér. Amin Kamete hjá Norrænu þróunar- samvinnustofnuninni lagði þetta til og þegar hann þurfti að sann- færa hann menn endanlega kom hann með mjög sterk rök sem heita Bláa lónið. Góður fundar- staður, friðvænlegt land og blátt lón réðu því úrslitum,“ segir Frið- rik. - bþg Ráðstefna afrískra fræðimanna um ungt fólk tekur óvænta stefnu: Afrísk ráðstefna færð til Íslands ● tvö töp í tveimur leikjum Allt landið Me›alnotkun fjölmiðla Konur Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallups mars og ágúst '04 Meðallestur dagblaða. Uppsafnað meðaltal virkra daga í sjónvarpi. Uppsafnað yfir viku í tímaritum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R Draumurinn um riddarann á hvíta hestinum og hamingjusama lífdaga í konungsríki er hvergi á undanhaldi. Umdeildur SÍÐUR 34 & 35 ▲ Prinsessudraumar SÍÐUR 28 & 29 ▲ Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, segir kirkjuna eiga að taka þátt í þjóðfélagsumræðunni. Dagblaðsauglýsing: Prinsessa vill skilnað HOLLAND, AP Margréti prinsessu í Hollandi hefur gengið illa að hafa uppi á eiginmanni sínum og kom það ljóslega fram í hollensku dag- blaði þegar hún birti auglýsingu sem beint var til hans. Hún var þó ekki að reyna að fá hann aftur heim heldur tilkynnti hún að hún ætlaði sér að skilja við hann og að hann hefði frest fram í janúar til að andmæla skilnaðinum. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.