Fréttablaðið - 16.10.2004, Blaðsíða 44
32 16. október 2004 LAUGARDAGUR
Nytjalistin umlykur okkurallt í kring. Oft veitum viðhenni ekki athygli enda er
hún orðin hluti af okkar daglega
umhverfi. Skilti blasa við eins og
hvert annað tré og hver auglýs-
ingaborðinn af fætur öðrum
minnir á laufblað sem breytir um
lit eftir árstíðum.
Glæsileg hönnun utan um dósir
grænna Ora-bauna eða langt og
strangt ferli við hönnun peninga-
seðla sem við notum til að greiða
fyrir baunirnar með er meðal
þess sem má finna á yfirlitssýn-
ingu Félags íslenskra teiknara
sem opnaði í Hafnarhúsinu í gær.
Á sýningunni, sem var opnuð í til-
efni af 50 ára afmæli FÍT í fyrra,
er rakin saga grafískrar hönnunar
á Íslandi í gegnum hina ýmsu
miðla og með hinum ýmsu birting-
armyndum.
Efnisflokkar sýningarinnar
spanna vítt svið, allt frá auglýs-
ingum, áróðri, umbúðum og
myndskreytingum til sjónvarps-
grafíkur, bóka og prentefnis. Að
baki sýningunni liggja miklar
heimildir sem safnað hefur verið
saman hjá hinum ýmsu fræði-
mönnum og söfnurum. Sýningin
stendur út árið.
Saga teiknara
Framan af kom það í hlut iðnaðar-
manna að fást við hina ýmsu þætti
hönnunar. Málarar, tréskurðar-
meistarar, gullsmiðir og fleiri
reyndu fyrir sér í hönnun merkja,
auglýsinga, við skiltagerð og svo
mætti lengi telja.
Jón Óskar Hafsteinsson mynd-
listarmaður hefur hvort tveggja
fylgst með og unnið við grafíska
hönnun undanfarin ár. Hann hefur
aðallega unnið við dagblöð, sem er
aðeins einn angi hönnunarinnar,
og byrjaði á því í kringum 1976
þegar offsetprentun var nýtekin
við af blýinu. Síðar tóku tölvurnar
við og þá tók fagið stórt stökk
fram á við. „Á þeim tíma voru
stéttir sem lögðust nánast af, til
dæmis offsetljósmyndarar og off-
setumbrotsmenn. Sumir fylgdu
eftir þessum nýju tímum á meðan
aðrir, sérstaklega þeir eldri,
hættu,“ segir Jón Óskar. „Tölvu-
byltingin var þó ekki öll af hinu
góða því það gat nánast hver ein-
asti maður farið að setja upp blöð.
Þá kom til dæmis tímabil þar sem
ógurlegt fonta-fyllerí var í gangi,
þegar fólk notaði margar letur-
gerðir í einu. Það var samt alveg
skiljanlegt því fólk gat allt í einu
kallað fram allskonar varíanta á
nokkrum sekúndum. Ég held þó
að við séum komin yfir það tíma-
bil og fólk er farið að gera hlutina
aðeins hreinni og klárari.“
Hannaður heimur
Fyrstu íslensku teiknararnir fóru
erlendis til að mennta sig á fjórða
tug síðustu aldar og í kjölfarið
voru fyrstu auglýsingastofurnar
stofnaðar. Á þeim árum var hug-
takið „hönnun“ ekki til og því köll-
uðu fagmenn sig teiknara eða aug-
lýsingateiknara.
„Fyrir seinni heimsstyrjöld
voru til menn sem settu upp bæk-
ur og hönnuðu lógó en ég held að
stéttin sem slík hafi ekki orðið til
fyrr en upp úr stríðinu. Þá komu
upp teiknarar eins og Gísli B.
Björnsson og fleiri,“ segir Jón
Óskar.
Þegar rætt er um grafíska
hönnun telur fólk oft að fagið feli
aðeins í sér auglýsingagerð fyrir
dagblöð, sjónvarp eða veggspjöld.
Svo er hins vegar ekki. „Grafísk
hönnun spannar svo vítt svið, til
dæmis iðnhönnun, umbúðargerð,
bækur og blöð, grafík fyrir sjón-
varp, kvikmyndir og svo mætti
lengi telja. Þetta er gríðarlega
víðfeðmt fag. Ég held að þetta sé
mjög praktískt nám því þeir sem
læra þetta geta nánast gengið inn
í hvaða fyrirtæki sem er með
þessa þekkingu. Það er eiginlega
alls staðar þörf fyrir hönnun,“
segir Jón Óskar.
Afrakstur grafískrar hönnunar
er allt í kringum okkur og oft er
fólk orðið svo samdauna umhverf-
inu að það áttar sig ekki á hönnun-
inni sem er í kringum það. „Við
lifum í svolítið hönnuðum heimi.
Það eru engin greinileg landa-
mæri hvar hönnun byrjar og hvar
hún endar,“ segir Jón Óskar.
Íslensk einkenni
Ákveðin séreinkenni hafa oft á
tíðum einkennt íslenska hönnun.
Má þar meðal annars nefna ís-
lensku fjallkonuna og Gullfoss og
Geysi. Jón Óskar telur þó að slík
einkenni hafi aðallega mátt finna
fyrr á tímum. „Ég held að í kring-
um 1980 sé íslensk hönnun orðin
mjög lík því sem gerist í Evrópu
og Bandaríkjunum. Það kemur til
af því að allur samgangur er
meiri, fólk lærir ytra, og tímarit
streyma hingað til lands. Fljótlega
upp úr því er erfitt að sjá muninn
á íslensku og útlendu efni.“
Með nýrri og bættri tækni og
auknum samskiptum landa á milli
virðist hönnun oft vera keimlík.
Jón Óskar segir að ákveðin tíska
ríki oft í hönnun sem auðvelt sé að
staðfæra á milli landa. „Oft er
reglan líka að stela einhverju sem
er gott og þá meina ég það ekki
neikvætt heldur ef að það virkar
má alveg heimfæra það,“ segir
hann. Jón Óskar tekur sem dæmi
þekkta íslenska hönnun en það er
pakkningin utan af lakkríspillun-
um Opal. „Við höfum alltaf verið
voðalega stoltir af pakkningunum
og lengi var þetta talið eitt besta
lógó sem hafði verið gert á Ís-
landi. Svo reyndist hins vegar
ekki vera. Mig minnir að Opal sé
upprunalega pólskar sokkabuxur
og lógóið þeirra var alveg eins.“
Jón Óskar telur að íslenskir
hönnuðir standi erlendum hönn-
uðum jöfnum fótum. „Það er til
fullt af færum íslenskum hönnuð-
um. Ég hugsa að þeir gætu farið
til hvaða lands sem er og plumað
sig vel.“ kristjan@frettabladid.is
25%
afsláttur af
barnanærfatnaði
Jólafötin komin!
Nýtt kortatímabil
Smáralind
Dunhill
Kaupauki
* Tilboð gildir á meðan birgðir endast.
DunhillDesireX-Centric
Glæsileg snyrtitaska fylgir með
hverju keyptu ilmvatnsglasi í
herralínum Dunhill.*
Hönnun hefur engin landamæri
Yfirlitssýning Félags
íslenskra teiknara
opnaði í Hafnarhús-
inu í gær. Tilefnið er
hálfrar aldar afmæli
félagsins. Efnisflokk-
arnir spanna vítt svið
og miklar heimildir
liggja að baki sýning-
unni sem stendur til
áramóta. Myndlistar-
maður segir íslenska
hönnuði standa fram-
arlega á sínu sviði.
JÓN ÓSKAR Myndlistarmaðurinn segir að
íslenskir hönnuðir standi kollegum sínum í
útlöndum jafnfætis.
GRÆNAR BAUNIR Eitt þekktasta vörumerki okkar Íslendinga – að minnsta kosti hér heima.