Fréttablaðið - 16.10.2004, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 16.10.2004, Blaðsíða 56
44 16. október 2004 LAUGARDAGUR Frá Danmörku eru komnar til landsins tvær splunkunýjar og sjóð- heitar rokksveitir, PowerSolo og Epo-555, sem hafa vakið tölverða athygli í dönsku rokksenunni í ár. Báðar eru sveitirnar á snærum dönsku plötuútgáfunnar Crunchy Frog, sem er stærsta neðanjarðar- útgáfan í Danmörku og gefur meðal annars út hljómsveitir á borð við The Raveonettes og Junior Senior, sem báðar hafa náð að skapa sér nafn á alþjóðavettvangi. „Þetta útgáfufyrirtæki hefur fengið mikið af jákvæðri umfjöll- un meðan lítið hefur verið að ger- ast hjá öðrum í Danmörku. Þeir hafa verið með fá bönd en náð góðum árangri með þau, þannig að það er orðið voða spennandi að vera hjá þeim.“ Aðalsprautan í Crunchy Frog er Jesper Reginal, jafnan kallaður Yebo, sem stofnaði útgáfuna fyrir tíu árum ásamt félögum sínum í hljómsveitinni Thau. „Hann er allt í öllu hjá þeim, hefur trommað með Junior Senior og hefur komið meira og minna ná- lægt öllum þessum böndum,“ segir Þórhallur Rafn Jónsson hjá Skíf- unni, sem kynntist Yebo úti í Dan- mörku fyrir mörgum árum. Þeir hafa haldið vinskap síðan og rætt það hvað eftir annað að Yebo sendi einhverjar af hljómsveitunum sín- um til þess að spila hér á landi. PowerSolo sendi frá sér sína fyrstu plötu í mars og heitir hún „It’s a Raceday“ Hún hefur fengið glimrandi dóma og þykir gott dæmi um kraftinn í dönsku rokki þessa dagana. Fyrsta platan frá EPO-555 heit- ir Dexter Fox og hefur ekki síður vakið hrifningu fyrir melódískan kraft sem sækir áhrif úr furðuleg- ustu áttum. Þeir sem vilja kynna sér það heitasta í dönsku rokki þessa dag- ana ættu endilega að skella sér á Grand Rokk. ■ Leikfélag Fljótsdalshéraðs frum- sýnir söngleikinn vinsæla Bugsy Malone í Valaskjálf á Egilsstöðum í kvöld. Leikstjóri er Guðjón Sig- valdason, sem jafnframt þýddi verkið, og tónlistarstjóri er Freyja Kristjánsdóttir. Í þessari uppfærslu Leikfélags Fljótsdalshéraðs er það yngri kyn- slóðin sem fær að njóta sín en leik- arar, sem eru 70 talsins eru allir á aldrinum 11-16 ára. Bugsy Malone gerist á tímum bannáranna í Ameríku í kringum 1930 og fjallar um stríð milli glæpa- gengja í New York. Alan Parker er höfundur Bugsy Malone en kvik- mynd hans, sem frumsýnd var árið 1976, sló rækilega í gegn og hefur tónlistin úr kvikmyndinni verið vin- sæl æ síðan. Guðjón Sigvaldason leikstýrir nú hjá Leikfélagi Fljótsdalshéraðs í fimmta sinn en hefur auk þess stýrt einni sýningu hjá Leikfélagi Menntaskólans á Egilsstöðum. Hann er því öllum hnútum kunn- ugur hjá félaginu og þekkir vel til yngri deildarinnar því hann leik- stýrði meðal annars Kardi- mommubænum fyrir rúmum 10 árum síðan þar sem fjöldi barna tók þátt eins og nú. - em HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 13 14 15 16 17 18 19 Laugardagur OKTÓBER ■ LEIKLIST Leikfélag Reykjavíkur • Listabraut 3, 103 Reykjavík Miðasala á net inu: www.borgar le ikhus. is Miðasala, sími 568 8000 ALLIR Í LEIKHÚSIÐ - ENGINN HEIMA HÉRI HÉRASON - BELGÍSKA KONGÓ - GEITIN börn 12 ára og yngri frá frítt í fylgd með fullorðnum LAUGARDAGUR 16/10 CHICAGO eftir Kender, Ebb og Fosse Kl 20:00 Örfáar sýningar eftir SUNNUDAGUR 17/10 LÍNA LANGSOKKUR eftir Astrid Lindgren kl 14:00 BELGÍSKA KONGO eftir Braga Ólafsson kl 20:00 - UPPSELT FIMMTUDAGUR 21/10 BELGÍSKA KONGO eftir Braga Ólafsson kl 20:00 FÖSTUDAGUR 22/10 SCREENSAVER eftir Rami Be’er íslenski dansflokkurinn kl 20:00 - UPPSELT Sun. 17. okt. kl. 20 • sun. 24. okt. kl. 20 lau. 30. okt. kl. 20 • fös. 12. nóv. kl. 20 ATH. Fáar sýningar. Atriði í sýningunni eru ekki við hæfi barna. Litla stúlkan með eldspýturnar Frumsýning lau. 23. okt. kl. 14 • sun. 24. okt. kl. 14 lau. 30. okt. kl. 14 • sun. 31. okt. kl. 14 Rakarinn morðóði Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 virka daga. Miðasala á Netinu: www.opera.is Hefur þú fengið þér sextíu sjö í dag& Akranes Súgfirðingar - Súgfirðingar. Okkar árlega kirkjukaffi verður að lokinni messu í Bústaðakirkju sunnudaginn. 17. október kl 14. Miðasala í síma 562 9700 www.idno.is Fös. 22. okt. kl. 20:00 örfá sæti Mið. 27. okt. kl. 20:00 AUKASÝNING örfá sæti Lau. 30. okt.kl. 20:00 örfá sæti Fös. 5. nóv. kl. 20:00 laus sæti Bugsy Malone í Valaskjálf BUGSY OG FÉLAGAR Leikendurnir í Bugsy Malone sem Leikfélag Fljótsdalshéraðs sýnir eru á aldrinum ellefu til sextán ára. ■ ■ TÓNLEIKAR  12.00 Kári Þormar, organisti Ás- kirkju, flytur og kynnir aðgengi- lega orgeltónlist frá Frakklandi á hádegistónleikum í Hallgríms- kirkju.  13.20 Benedikt Ómarsson, Arna Valsdóttir, The Sexual Disaster Quartet og The Mad Coffee Machine eru meðal þeirra sem koma fram á tónlistarhátíðinni Músika, sem stendur fram á nótt í Ketilhúsinu á Akureyri.  21.00 Álftagerðisbræður syngja á Tónahátíðinni í Þjórsárveri.  21.00 Hörður Torfason verður með tónleika í grunnskólanum á Kópaskeri.  22.00 Dönsku rokksveitirnar Power Solo og EPO-555 spila á Grand Rokk ásamt Diktu og Byltunni. ■ ■ LISTOPNANIR  15.00 Sýning á málverkum Mar- grétar Sigfúsdóttur verður opnuð í Hafnarborg, menningar- og lista- stofnun Hafnarfjarðar.  15.00 Sýning á málverkum frönsku listakonunnar Valerie Boyce verð- ur opnuð í Hafnarborg, menning- ar- og listastofnun Hafnarfjarðar.  15.00 Guðjón Ketilsson og Kol- brún S. Kjarval opna sýningar í Listasafni ASÍ, Ásmundarsal. Á sýningu Guðjóns, sem ber yfir- skriftina Verkfæri, gefur að líta myndverk sem hafa yfirbragð verkfæra. Sýning Kolbrúnar nefn- ist Hljómur skálanna.  16.00 Sýningar Ragnheiðar Ing- unnar og Þórdísar Erlu, Helgir staðir og Minningarbrot, verða opnaðir í Grafíksafni Íslands, sal Íslenskrar Grafíkur í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu. ■ TÓNLEIKAR POWERSOLO Tvær af ferskustu hljóm- sveitum Danaveldis spila á Grand Rokk í kvöld. Nýjar danskar á útopnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.