Fréttablaðið - 16.10.2004, Síða 56

Fréttablaðið - 16.10.2004, Síða 56
44 16. október 2004 LAUGARDAGUR Frá Danmörku eru komnar til landsins tvær splunkunýjar og sjóð- heitar rokksveitir, PowerSolo og Epo-555, sem hafa vakið tölverða athygli í dönsku rokksenunni í ár. Báðar eru sveitirnar á snærum dönsku plötuútgáfunnar Crunchy Frog, sem er stærsta neðanjarðar- útgáfan í Danmörku og gefur meðal annars út hljómsveitir á borð við The Raveonettes og Junior Senior, sem báðar hafa náð að skapa sér nafn á alþjóðavettvangi. „Þetta útgáfufyrirtæki hefur fengið mikið af jákvæðri umfjöll- un meðan lítið hefur verið að ger- ast hjá öðrum í Danmörku. Þeir hafa verið með fá bönd en náð góðum árangri með þau, þannig að það er orðið voða spennandi að vera hjá þeim.“ Aðalsprautan í Crunchy Frog er Jesper Reginal, jafnan kallaður Yebo, sem stofnaði útgáfuna fyrir tíu árum ásamt félögum sínum í hljómsveitinni Thau. „Hann er allt í öllu hjá þeim, hefur trommað með Junior Senior og hefur komið meira og minna ná- lægt öllum þessum böndum,“ segir Þórhallur Rafn Jónsson hjá Skíf- unni, sem kynntist Yebo úti í Dan- mörku fyrir mörgum árum. Þeir hafa haldið vinskap síðan og rætt það hvað eftir annað að Yebo sendi einhverjar af hljómsveitunum sín- um til þess að spila hér á landi. PowerSolo sendi frá sér sína fyrstu plötu í mars og heitir hún „It’s a Raceday“ Hún hefur fengið glimrandi dóma og þykir gott dæmi um kraftinn í dönsku rokki þessa dagana. Fyrsta platan frá EPO-555 heit- ir Dexter Fox og hefur ekki síður vakið hrifningu fyrir melódískan kraft sem sækir áhrif úr furðuleg- ustu áttum. Þeir sem vilja kynna sér það heitasta í dönsku rokki þessa dag- ana ættu endilega að skella sér á Grand Rokk. ■ Leikfélag Fljótsdalshéraðs frum- sýnir söngleikinn vinsæla Bugsy Malone í Valaskjálf á Egilsstöðum í kvöld. Leikstjóri er Guðjón Sig- valdason, sem jafnframt þýddi verkið, og tónlistarstjóri er Freyja Kristjánsdóttir. Í þessari uppfærslu Leikfélags Fljótsdalshéraðs er það yngri kyn- slóðin sem fær að njóta sín en leik- arar, sem eru 70 talsins eru allir á aldrinum 11-16 ára. Bugsy Malone gerist á tímum bannáranna í Ameríku í kringum 1930 og fjallar um stríð milli glæpa- gengja í New York. Alan Parker er höfundur Bugsy Malone en kvik- mynd hans, sem frumsýnd var árið 1976, sló rækilega í gegn og hefur tónlistin úr kvikmyndinni verið vin- sæl æ síðan. Guðjón Sigvaldason leikstýrir nú hjá Leikfélagi Fljótsdalshéraðs í fimmta sinn en hefur auk þess stýrt einni sýningu hjá Leikfélagi Menntaskólans á Egilsstöðum. Hann er því öllum hnútum kunn- ugur hjá félaginu og þekkir vel til yngri deildarinnar því hann leik- stýrði meðal annars Kardi- mommubænum fyrir rúmum 10 árum síðan þar sem fjöldi barna tók þátt eins og nú. - em HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 13 14 15 16 17 18 19 Laugardagur OKTÓBER ■ LEIKLIST Leikfélag Reykjavíkur • Listabraut 3, 103 Reykjavík Miðasala á net inu: www.borgar le ikhus. is Miðasala, sími 568 8000 ALLIR Í LEIKHÚSIÐ - ENGINN HEIMA HÉRI HÉRASON - BELGÍSKA KONGÓ - GEITIN börn 12 ára og yngri frá frítt í fylgd með fullorðnum LAUGARDAGUR 16/10 CHICAGO eftir Kender, Ebb og Fosse Kl 20:00 Örfáar sýningar eftir SUNNUDAGUR 17/10 LÍNA LANGSOKKUR eftir Astrid Lindgren kl 14:00 BELGÍSKA KONGO eftir Braga Ólafsson kl 20:00 - UPPSELT FIMMTUDAGUR 21/10 BELGÍSKA KONGO eftir Braga Ólafsson kl 20:00 FÖSTUDAGUR 22/10 SCREENSAVER eftir Rami Be’er íslenski dansflokkurinn kl 20:00 - UPPSELT Sun. 17. okt. kl. 20 • sun. 24. okt. kl. 20 lau. 30. okt. kl. 20 • fös. 12. nóv. kl. 20 ATH. Fáar sýningar. Atriði í sýningunni eru ekki við hæfi barna. Litla stúlkan með eldspýturnar Frumsýning lau. 23. okt. kl. 14 • sun. 24. okt. kl. 14 lau. 30. okt. kl. 14 • sun. 31. okt. kl. 14 Rakarinn morðóði Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 virka daga. Miðasala á Netinu: www.opera.is Hefur þú fengið þér sextíu sjö í dag& Akranes Súgfirðingar - Súgfirðingar. Okkar árlega kirkjukaffi verður að lokinni messu í Bústaðakirkju sunnudaginn. 17. október kl 14. Miðasala í síma 562 9700 www.idno.is Fös. 22. okt. kl. 20:00 örfá sæti Mið. 27. okt. kl. 20:00 AUKASÝNING örfá sæti Lau. 30. okt.kl. 20:00 örfá sæti Fös. 5. nóv. kl. 20:00 laus sæti Bugsy Malone í Valaskjálf BUGSY OG FÉLAGAR Leikendurnir í Bugsy Malone sem Leikfélag Fljótsdalshéraðs sýnir eru á aldrinum ellefu til sextán ára. ■ ■ TÓNLEIKAR  12.00 Kári Þormar, organisti Ás- kirkju, flytur og kynnir aðgengi- lega orgeltónlist frá Frakklandi á hádegistónleikum í Hallgríms- kirkju.  13.20 Benedikt Ómarsson, Arna Valsdóttir, The Sexual Disaster Quartet og The Mad Coffee Machine eru meðal þeirra sem koma fram á tónlistarhátíðinni Músika, sem stendur fram á nótt í Ketilhúsinu á Akureyri.  21.00 Álftagerðisbræður syngja á Tónahátíðinni í Þjórsárveri.  21.00 Hörður Torfason verður með tónleika í grunnskólanum á Kópaskeri.  22.00 Dönsku rokksveitirnar Power Solo og EPO-555 spila á Grand Rokk ásamt Diktu og Byltunni. ■ ■ LISTOPNANIR  15.00 Sýning á málverkum Mar- grétar Sigfúsdóttur verður opnuð í Hafnarborg, menningar- og lista- stofnun Hafnarfjarðar.  15.00 Sýning á málverkum frönsku listakonunnar Valerie Boyce verð- ur opnuð í Hafnarborg, menning- ar- og listastofnun Hafnarfjarðar.  15.00 Guðjón Ketilsson og Kol- brún S. Kjarval opna sýningar í Listasafni ASÍ, Ásmundarsal. Á sýningu Guðjóns, sem ber yfir- skriftina Verkfæri, gefur að líta myndverk sem hafa yfirbragð verkfæra. Sýning Kolbrúnar nefn- ist Hljómur skálanna.  16.00 Sýningar Ragnheiðar Ing- unnar og Þórdísar Erlu, Helgir staðir og Minningarbrot, verða opnaðir í Grafíksafni Íslands, sal Íslenskrar Grafíkur í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu. ■ TÓNLEIKAR POWERSOLO Tvær af ferskustu hljóm- sveitum Danaveldis spila á Grand Rokk í kvöld. Nýjar danskar á útopnu

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.