Fréttablaðið - 16.10.2004, Síða 27
Smáauglýsingar
byrja í dag á bls. 8
Flokkar & fjöldi
Bílar & farartæki 314 stk.
Keypt & selt 49 stk.
Þjónusta 34 stk.
Heilsa 13 stk.
Skólar & námskeið 5 stk.
Heimilið 27 stk.
Tómstundir & ferðir 11 stk.
Húsnæði 34 stk.
Atvinna 31 stk.
Tilkynningar 5 stk.
Góðan dag!
Í dag er laugardagurinn 16. október,
290. dagur ársins 2004.
Reykjavík 8.22 13.13 18.04
Akureyri 8.11 12.58 17.43
Heimild: Almanak Háskólans
Sólarupprás Hádegi Sólarlag
„Bíllinn minn er Honda Civic '92 og gengur
helst aldrei nema hálfan snúning. Þetta er
eilífðarbras,“ segir Ólafur Kristján Guð-
mundsson, söngvari hljómsveitarinnar
Hoffman. „Valið stóð á milli þess að kaupa
fjallahjól eða þennan bíl, sem ég fékk fyrir
slikk enda orðinn gamall og lasinn. Ég var
búinn að láta hann renna í gang í marga
mánuði þegar einhver benti mér á að láta
athuga geyminn. Nú er kominn nýr geymir
og bíllinn hrekkur alltaf í gang en það er
samt endalaust eitthvað að.“
Ólafur segist ekki eiga sér neinn
draumabíl enda hafi hann ekkert vit á bíl-
um. Hins vegar langar hann að eiga þyrlu.
„Ég var að vafra á netinu og rakst þar á
draumaþyrluna, Bell 407 Corporate með
öllum græjum. Það er tækið sem mig vant-
ar. Þá kæmist ég alltaf til Eyja og gæti
skroppið á tónleika hvert sem er og hvenær
sem er,“ segir Ólafur.
Ólafur er sumsé Eyjastrákur og það
eru líka hinir meðlimir hljómsveitarinn-
ar Hoffman. Hann vill samt ekkert vera
að undirstrika það. „Við erum allir fluttir
upp á land og erum að spila á fullu. Svo er
platan okkar Bad Seeds að koma út. Eyj-
ar eru fínn staður, bara ekki í þessum
bransa. Þetta er svona næs ömmu- og afa-
pleis.“ ■
bilar@frettabladid.is
Sjö bílar hafa verið til-
nefndir í úrslit í val-
inu á bíl ársins í
Evrópu. Það
eru BMW 1 lín-
an, Citroën C4,
Ford Focus, Opel
Astra, Peugeot 407, Renault
Modus, og Toyota Prius. Þessir bíl-
ar eru valdir úr úrvali 32 bíla. Í
dómnefnd sitja 58 menn sem
geta deilt 25 stigum á bíilana. Úr-
slit verða tilkynnt um miðjan nóv-
ember.
SP-Fjármögnun hf. hefur ákveðið
að bjóða upp á vaxtaflokka í bíla-
lánum og miða vaxtaflokkana út
frá kjörvöxtum Landsbanka Ís-
lands. Allir vextir bílalána SP-Fjár-
mögnunar lækkuðu frá og með
mánudeginum 11. október en þá
var tekinn upp kjörvaxtaflokkur á
öllum nýjum bílalánum. Verð-
tryggðir vextir nýrra bílalána verða
eftir breytingu frá sex prósentum
og upp í sjö prósent. Óverðtryggð-
ir vextir verða frá 9,1 prósenti og
upp í 10,1 prósent. Þetta mun
vera í fyrsta sinn sem boðið er upp
á mismunandi vexti í bílalánum á
Íslandi.
Carrera GT er hrað-
skreiðasti bíll-
inn sem hefur
farið Nürnberg-
hringinn í Þýska-
landi. Hann fór hringinn á
7,32 mínútum og 44 sek-
úndubrotum. Bílstjórinn
var Horst Von Saurma rit-
stjóri þýska bílablaðsins
Sport auto. Þeir sem
standa fyrir þessari keppni í Nürn-
berg er þýska bílablaðið Sport
auto sem hefur verðlaunað öku-
menn sem eiga hraðasta hringinn
undanfarin tíu ár. Síðan 1955 hef-
ur tíminn lækkað úr 7,52 mín í nú-
verandi met, 7,32.
Esso og Skelj-
ungur, hækkuðu
bifreiðaeldsneyti
frá og með þriðjudeg-
inum 12. október. Nú er verðið
það sama og eftir verðbreytinguna
4. október síðastliðinn. Verðhækk-
unin 4. október var dregin til baka
fjórum dögum síðar þegar ljóst var
að Atlantsolía breytti ekki sínu
verði. Atlantsolía hefur ekki breytt
verði sínu síðan í ágúst síðastlið-
inn. Dísilolíulítrinn kostar nú 57,10
krónur með þjónustu en í sjálfsaf-
greiðslu kostar hann 53,10 krónur
hjá Esso og Skeljungi. Hækkunin
er því 2,50 krónur á lítrann. 95
oktana bensín kostar nú með
þjónustu 113,50 krónur en í sjálfs-
afgreiðslu 109,50 krónur
hjá Esso og Skeljungi.
Hækkunin samsvarar
2 krónum á lítrann.
Ólafur hefur ekkert vit á bílum enda langar hann mest að eiga þyrlu.
Smáauglýsingar
á 995 kr.
visir.is
SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000
Liggur í loftinu
Í BÍLUM
Þú getur pantað
smáauglýsingar á
www.visir.is
KRÍLIN
Ég keypti nýtt
sigti handa
mömmu í
afmælisgjöf
og svo er það
bara allt götótt
líka!
Rúmlega 1.000 króna verð-
munur er á umfelgun,
dekkjaskiptum og jafnvæg-
isstillingu að því er fram
kemur í verðkönnun Frétta-
blaðsins. Verð var kannað á
13 verkstæðum á höfuð-
borgarsvæðinu og á Akur-
eyri. Hjólbarðastofan
Bíldshöfða býður upp á
ódýrustu þjónust-
una af þeim verk-
stæðum sem könn-
uð voru eða á 4.410
kr.
Brátt rennur
tími nagladekkj-
anna upp eða 1. nóv-
ember.
Nánar bls. 3.
Söngvarinn í Hoffman:
Í eilífðarbrasi með bílinn
Vetrardekkin sett undir:
25% verðmunurSá sætasti í bænum Getz ‘03. 5 gíra.
1300cc ek. 28 þús. Verð 1050 þús. Sími
862 3550.