Fréttablaðið - 04.11.2004, Side 2
2 4. nóvember 2004 FIMMTUDAGUR
Ólafur Ragnar Grímsson forseti er staddur í New York:
Bush á erfitt verk fyrir höndum
KOSNINGAR „Það verður erfitt verk
forseta að skapa breiða og öfluga
samstöðu bandarísku þjóðarinnar
eftir þann djúpstæða ágreining
sem hér hefur birst,“ segir Ólafur
Ragnar Grímsson forseti eftir úr-
slit kosninga í Bandaríkjunum:
„Ég vona að endurkjör Bush
verði til þess að samband Íslands
og Bandaríkjanna verði áfram
öflugt og byggt á gagnkvæmum
skilningi og þeirri vináttu sem
einkennt hefur þjóðirnar um
langt árabil.“
Ólafur segir að sem gömlum
fræðimanni í stjórnmálum þyki
honum fróðlegt hve málefnalegur
klofningur í Bandaríkjunum sé í
raun og veru orðinn meiri en í
flestum Evrópulöndum.
„Hér áður fyrr var talið að í
Bandaríkjunum væri munurinn á
flokkunum svo lítill að það skipti
nánast ekki máli hver ynni kosn-
ingarnar en í Evrópu væri hyl-
djúp hugmyndafræðileg gjá milli
flokka og fylkinga. Nú er eins og
þetta sé að snúast við.“
Ólafur segir að það lýsi sér í
gífurlegum ágreiningi í öllum
umræðum í kosningabaráttunni í
öllu milli himins og jarðar: „Mál-
efni sem í Evrópu eru utan við
vettvang hinna daglegu stjórn-
mála en eru hér greinilega átaka-
efni.“ - gag
BANDARÍKIN Áhersla George W.
Bush á siðferðismál og baráttuna
gegn hryðjuverkum virðist hafa
átt stóran hlut í því að tryggja
honum endurkjör sem forseti
Bandaríkjanna. Þrátt fyrir að
fólk lýsti mikilli óánægju með
stöðu efnahagsmála og að Íraks-
stríðið væri afar umdeilt gefa
skoðanakannanir á kjördag til
kynna að fólk hafi sett siðferðis-
mál hvað mest á oddinn.
22 prósent kjósenda litu á sið-
ferðismál sem mikilvægasta mál
kosninganna samkvæmt út-
gönguspám og kom það sérfræð-
ingum mjög á óvart. Þessir kjós-
endur litu vart við John Kerry, 79
prósent þeirra kusu Bush en að-
eins 18 prósent Kerry.
Þetta endurspeglaðist að hluta
í úrslitunum í Ohio, en sigur
Bush þar réði úrslitum um að
hann en ekki John Kerry verður
forseti Bandaríkjanna næstu
fjögur árin. Samkvæmt könnun
AP lítur fjórði hver kjósandi í
ríkinu svo á að hann hafi frelsast,
en þetta trúaða fólk kaus Bush
með miklum yfirburðum. Þrefalt
fleiri greiddu honum atkvæði en
Kerry í ríki þar sem aðeins mun-
aði tveimur prósentustigum þeg-
ar upp var staðið.
George W. Bush vann kosning-
arnar með nokkrum mun. Hann
fékk 51 prósent atkvæða en
Kerry 48 prósent og fékk fleiri
kjörmenn nú en fyrir fjórum
árum. Þetta kom á óvart í ljósi
skoðanakannana sem sýndu ekki
marktækan mun á frambjóðend-
unum og útgönguspár á kjördag
sem gaf til kynna að John Kerry
væri í sókn og líklegur til að
vinna í þremur stærstu óvissu-
ríkjunum; Flórída, Ohio og Penn-
sylvaníu. Þegar upp var staðið
vann hann aðeins í einu þeirra,
Pennsylvaníu, sem Al Gore vann
fyrir fjórum árum.
Þrátt fyrir að Bush ynni þegar
upp var staðið öruggari sigur en
búist hafði verið við leið drjúgur
tími áður en úrslitin voru endan-
lega ljós. Mikill fjöldi utankjör-
fundaratkvæða og vafaatkvæða í
Ohio varð til þess að demókratar
gerðu sér vonir fram yfir hádegi
í gær að íslenskum tíma um að
vinna í Ohio og þar með forseta-
kosningarnar. Þegar betur skýrð-
ist um hversu mörg atkvæði var
að ræða sáu þeir hins vegar að
baráttunni væri lokið.
brynjolfur@frettabladid.is
STJÓRNMÁL Halldór Ásgrímsson for-
sætisráðherra segir sigur George
W. Bush í forsetakosningunum í
Bandaríkjunum virðast mjög afger-
andi. „Ég tel að þetta sé mikið afrek
hjá honum og sýni að hann er meiri
foringi en margur hyggur, sérstak-
lega í Evrópu. Hann hefur verið um-
deildur, en mér hafa líkað vel þau
samtöl sem ég hef átt við hann,“
segir Halldór.
Halldór telur að endurkjör Bush
í embætti forseta komi Íslandi að
mörgu leyti vel, enda hafi hann til
dæmis verið mjög afgerandi varð-
andi frjáls viðskipti í heiminum.
„Svo hefur hann svarað því til að
hann vilji finna lausn á varnarmál-
unum sem við getum sætt okkur
við.“ Halldór segist þó aldrei hafa
talið að miklu myndi breyta varð-
andi utanríkismál hvor ynni, Bush
eða Kerry. „Þó þeir hafi verið ósam-
mála í sambandi við margt í Írak er
fram undan þar uppbygging og
Bandaríkjamenn hafa tekist þar á
hendur skuldbindingar sem þeir
hvorki geta né munu hverfa frá.“ Þá
gerir Halldór ráð fyrir að ný ríkis-
stjórn undir forystu Bush leggi
mikla áherslu á að lausn verði fund-
in á vanda Mið-Austurlanda. „Það er
lykillinn að mörgu öðru og takist
það skiptir það sköpum í samskipt-
um Bandaríkjanna, bæði við Mið-
Austurlönd og Evrópu.“ - óká
Forsætisráðherra um Bandaríkjaforseta:
Meiri foringi en
margur hyggur
Guðjón A. Kristjánsson:
Stríðsvilji
staðfestur
STJÓRNMÁL Guðjón A. Kristinsson
segist mundu hafa orðið hrifnari
af því ef Kerry hefði unnið þess-
ar kosningar. „Ég hefði talið það
betra fyrir heiminn og framtíð-
ina. Ég tel að bandaríska þjóðin
hafi dálítið staðfest stríðsvilja
sinn með því að endurkjósa
Bush.“ Hann telur þessar kosn-
ingar ekki munu hafa mikil
áhrif á samskipti Bandaríkjanna
og Íslands og vill frekar líta á
heimsmálin. „Ég held að Bush
telji sig núna ábyggilega hafa
sterkari stöðu til að fylgja eftir
sinni stefnu og hans stefna
hefur verið nokkuð hörð.
Þó svo að íslenska ríkis-
stjórnin hafi farið inn á lista
viljugra þjóða held ég að meiri-
hluti Íslendinga hafi ekki viljað
fara þangað inn.“ - ss
„Ekki alveg á næstunni, en enginn
veit sína ævi fyrr en öll er.“
SPURNING DAGSINS
Björgvin, byðir þú þig fram?
SIGRI FAGNAÐ
Repúblikaninn John Thune varð fyrsti mað-
urinn í 52 ár til að fella leiðtoga stjórn-
málaflokks í öldungadeildinni af þingi.
Leiðtogi demókrata í
öldungadeild féll af þingi:
Halda báð-
um deildum
BANDARÍKIN, AP Repúblikanar
tryggðu sér í fyrrinótt áframhald-
andi meirihluta í báðum deildum
Bandaríkjaþings og bættu við sig
þingsætum bæði í öldungadeild-
inni og fulltrúadeildinni.
Einn þeirra demókrata sem
urðu fyrir barðinu á sigrum
repúblikana var Tom Daschle,
leiðtogi demókrata í öldunga-
deildinni. Hann tapaði fyrir
repúblikananum John Thune og
varð fyrsti leiðtogi stjórnmála-
flokks í öldungadeildinni til að
falla í kosningum í rúma hálfa öld
eða frá árinu 1952. Demókratar
töpuðu einnig þingsæti í Norður-
Karólínu sem John Edwards vann
fyrir sex árum en hann gaf ekki
kost á sér í vegna varaforseta-
framboðs síns. Eina gleðiefni
demókrata var að vonarstjarna
þeirra Barack Obama vann sæti
af repúblikönum í Kansas.
Repúblikanar eru með 53 af
hundrað sætum í öldungadeild-
inni og allt að 233 af 435 sætum í
fulltrúadeildinni þar sem þeir
höfðu áður 228 þingmenn. ■
STUÐNINGSMENN FORSETANS BRATTIR
Langt fram eftir kosninganótt treystu fæstir sér til að spá fyrir um sigurvegara en
stuðningsmenn George W. Bush í Texas sáu ástæðu til að fagna.
Björgvin G. Sigurðsson mælir ásamt Jóhönnu Sig-
urðardóttur fyrir beinni kosningu framkvæmda-
valdsins á Alþingi. Hann telur að með beinni
kosningu forsætisráðherra náist æskilegur aðskiln-
aður löggjafar- og framkvæmdavalds.
Siðferðismálin réðu
miklu um sigurvegara
George W. Bush vann nokkuð öruggari sigur en fyrir fram var búist við. Kjósendur lögðu mikla
áherslu á siðferðismál og vó það þungt fyrir forsetann.
ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON OG FRÚ
Eru stödd í Bandaríkjunum. Ólafur fylgdist
með kosningunum og segir Bush bíða
erfitt verkefni að skapa samstöðu þjóðar
sinnar.
Davíð Oddsson:
Bush heppi-
legri kostur
STJÓRNMÁL Davíð Oddsson sagði í
gær að Bush hefði styrkt stöðu
sína. „Hann var með um fjórar
milljónir atkvæða umfram sinn
aðalkeppinaut og kjörmannafylgi
eftir því.“ Davíð segir jafnframt
að þetta sé heppilegri kostur í
samskiptum okkar við Banda-
ríkjamenn. „Það hefði haft lakari
áhrif fyrir okkur ef það hefði
komið nýr forseti. Þá hefðum við
þurft að fara yfir og kynna málin
á nýjan leik, en núverandi forseti
þekkir mjög vel til okkar mála.
Fyrir mig tel ég það þægilegra að
ég þekki hann persónulega því
það auðveldar mér mín störf.“ - ss
John Kerry viðurkenndi ósigur:
Verðum að græða sárin
BANDARÍKIN, AP „Við getum ekki
unnið þessar kosningar,“ sagði
John Kerry öldungadeildarþing-
maður þegar hann viðurkenndi
ósigur sinn í bandarísku forseta-
kosningunum í gær. Hann lagði
áherslu á að hefjast þyrfti handa
við að sætta landsmenn eftir þær
deilur sem hafa klofið þá undan-
farin misseri.
„Við töluðum um hættuna á
klofningi þjóðar okkar og þörf-
ina, brýna þörf, fyrir einingu, að
finna sameiginlegan grundvöll til
að taka höndum saman,“ sagði
Kerry. „Ég vona að við getum
byrjað að græða sárin.“
Kerry neitaði að viðurkenna
ósigur í fyrrinótt meðan hann og
aðrir demókratar töldu enn
möguleika á sigri í Ohio. Síðdegis
í gær hringdi hann hins vegar í
George W. Bush, viðurkenndi
ósigur sinn og óskaði honum til
hamingju. ■
EDWARDS OG KERRY
John Kerry varð í gær að viðurkenna
ósigur sinn fyrir George W. Bush.