Fréttablaðið - 04.11.2004, Side 35
FIMMTUDAGUR 4. nóvember 2004
Verslunin Hestar og menn rýmir
þessa dagana fyrir nýjum vörum og
er þar af leiðandi með mikið af vör-
um á tilboði. Til dæmis er hægt að
fá reiðbuxur sem voru áður á
16.900 krónur á 9.900 krónur og
úlpu á 4.900 krónur sem var áður á
14.900 krónur. Einnig er hægt að fá
hanska frá 290 krónum, flíspeysur
frá 1.490 krónum, hófhlífar frá 500
krónum parið, myndbönd frá 490
krónum og keppnisjakka frá 5.900
krónum. Myndbandið með kynbóta-
sýningum á Landsmóti 2004 er nú
á 4.900 krónur og fylgir spólan frá
Landsmóti 1998 með í kaupbæti..
Þetta tilboð stendur fram yfir
helgi en Hestar og menn eru til
húsa að Lynghálsi 4 í Reykjavík. Þar
er opið virka daga frá 9 til 18 og
heimasíða þeirra er hestarog-
menn.is.
[ TIBOÐ Á HESTAVÖRUM ]
Bæði fyrir
hesta og menn
Jólin koma brátt eins og flestir gera
sér eflaust grein fyrir. Jólin eru dýr
sama hvað við reynum að spara og
oft fer mestur peningur í gjafir fyrir
ástvini og kunningja.
Til að losna bæði við jólastressið
og spara nokkrar krónur þá er um að
gera að kíkja á tilboðin sem eru í
gangi um þessar mundir og grípa
gæsina meðan hún gefst.
Láttu drauminn rætast í rúmi frá Stearns & Foster
L a n g h o l t s v e g i 1 1 1 • 1 0 4 R e y k j a v í k • S í m i 5 6 8 7 9 0 0
A f g r e i ð s l u t í m i v i r k a d a g a k l . 1 1 – 1 8 . o g l a u g a r d a g a k l . 1 1 – 1 4 .
Bandarísku hágæðarúmin frá Stearns & Foster eru heimsþekkt á meðal vandlátra
kaupenda fyrir gæði og glæsileika. Rúmin eru hönnuð fyrir fólk sem vill aðeins hið
besta. Þau veita réttan stuðning og tryggja vellíðan á hverri nóttu með sérhönnuðu
gormakerfi, bólsturslögum og einstökum frágangi. Bandarísku neytendasamtökin
hafa í mörg ár útnefnt rúmin frá Stearns & Foster sem „bestu kaupin“.
Hágæðarúm
frá Stearns & Foster
Frá einu virtasta tískuhúsi Frakklands: Rúmteppi,
sængurverasett, lök, handklæði, frottésloppar,
ilmsápur, ilmkerti, ilmvatn o.fl.
Hlutir á tilboði
sem passa í jólapakkann
Glös eru alltaf góð í gjafir og til 26.
nóvember er hægt að fá átján krist-
alsglös í pakka með 38 prósenta af-
slætti hjá Tékk kristal. Glösin eru á
4.990 krónur en voru áður á 8.100
krónur.
Armband er góð gjöf fyrir ástina í líf-
inu en til 15. nóvember er hægt að fá
armband á 750 krónur en það var
áður á 1.500 krónur hjá Oriflame.
Hver þarf ekki tappatogara um ára-
mótin? Kokka er með tappatogara á
3.150 krónur sem var áður á 5.250
krónur. Tilboðið gildir til 7. desember.
Heilsurækt er alltaf inni og sérstak-
lega eftir jólin. Á femin.is er hægt að
kaupa Yoga DVD-disk með Guðjóni
Bergmann á 1.990 krónur en hann
var á 2.499 krónur. Tilboðið gildir til
24. nóvember.
Húsbóndinn á heimilinu þarf auðvitað
eitthvert tæki til að leika sér með og
nú er Sony Hi8 tökuvél á tilboði hjá
Expert til 9. nóvember. Vélin er á
34.900 krónur en var áður á 59.900
krónur.
Jólin koma
Kauptu gjafirnar
á tilboði
Mikið stress getur verið í kringum jól-
in og erfitt að finna hluti á hagstæð-
um kjörum í öllum asanum.
„Við höfum fengið leyfi til að
auka farþegafjölda okkar úr tutt-
ugu milljónum í 25 milljónir fyrir
árið 2011. Framtíðarsýn okkar er
skýr og árið 2011 hyggjumst við
bæta við flugstöðina. Við viljum
fjölga bílastæðum, verkstæðum
og flugbrautum innan flugvallar-
svæðisins,“ segir Geoff Colon,
framkvæmdastjóri viðskiptaþró-
unar á Stansted flugvelli í London
á Englandi um framtíð flugvallar-
ins.
Stansted flugvöllur hefur
stækkað mest af öllum flugvöll-
um í Evrópu á síðustu árum.
Hann er í raun og veru eins og
risastór og mjög dýr Lego-kubbur
sem er alltaf hægt að bæta við.
Hann er orðin miðstöð lággjalda-
flugfélaga eins og Iceland Ex-
press og Ryan Air sem hafa gert
samgöngur á milli landa talsvert
ódýrari en áður. Um tuttugu
milljónir manna fara um flugvöll-
inn á ári hverju en á þessu ári bú-
ast aðstandendur flugvallarins
við 21 milljón farþega. Á aðeins
fimmtíu flugvöllum í heiminum
er meiri farþegaumferð en á
Stansted.
Hægt er að fljúga til rúmlega
115 staða frá Stansted, þar af var
fjórtán stöðum bætt við í ár. Á
flugvellinum starfa 200 fyrirtæki
og eru ellefu þúsund starfsmenn
þar í vinnu.
„Nýr Stansted flugvöllur var
opnaður árið 1991. Árið 1998 var
sprenging hjá lággjaldaflugfélög-
um og hafa þau á síðustu árum
breytt flugviðskiptum um alla
Evrópu. Nú vilja íbúar á Bret-
landseyjum frekar keyra langa
vegalengd til að ná ódýru flugfari
og því þjónar Stansted-flugvöllur
stóru svæði. Við reynum að
hjálpa lággjaldaflugfélögum að
selja vöru sína og styðjum við
bakið á þeim. Við höfum einnig
opnað vefsíðuna baa.com/chang-
ingplanesatstansted.com sem
sýnir fólki hvers konar tengiflug
það getur fengið frá flugvellin-
um,“ segir Geoff Colon en sem
dæmi er hægt er að ferðast til
fjörutíu áfangastaða eftir klukk-
an 16 á föstudegi og koma heim á
sunnudegi á Stansted.
Ryan Air er eitt þekktasta
lággjaldaflugfélag í Evrópu og
var stofnað árið 1985. Í fyrstu
flaug Ryan Air aðeins til fjögurra
áfangastaða en í dag eru þeir 78.
„Ryan Air gerði flugbransann
mjög einfaldan. Hjá Ryan Air eru
flogin fleiri flug á dag en hjá
öðrum flugfélögum og eru flugin
okkar á réttum tíma í 93 prósenta
tilvika,“ segir Kell Ryan, fyrrum
stjórnarformaður Ryan Air, en
hann settist í helgan stein fyrir
stuttu. „Í framtíðinni stefnum við
á að spara enn meira til að bjóða
fólki upp á lág fargjöld. Bráðum
verður ekki hægt að halla sætum
aftur í flugvélum okkar og
gluggahlerar verða teknir út. Í
staðinn fyrir sætisvasa verða
auglýsingar,“ segir Kell Ryan og
bætir við að baráttan um lægstu
fargjöldin sé blóðug. „Sá sem
býður lægstu fargjöldin vinnur.“
lilja@frettabladid.is
Stansted-flugvöllur:
Miðstöð lággjaldaflugfélaga í Evrópu
Frá Stansted-flugvelli. Geoff Colon og Kell Ryan fyrir framan Stansted-flugvöll.