Fréttablaðið - 22.11.2004, Side 12
12
RÍKIÐ OG SVEITARFÉLÖG EIGA SAM-
TALS 2.310 FYRIRTÆKI OG STOFNANIR
Heimild Landshagir 2004
SVONA ERUM VIÐ
„Það er bara allt ljómandi gott að
frétta af mér,“ segir Kristín Rós Hákon-
ardóttir, sundkona og háskólanemi.
Hún er að læra að verða myndlistar-
kennari og gerir það í Listaháskólan-
um. „Námið gengur vel og ég útskrif-
ast í vor.“ Kristín Rós tekur námið á
tveimur árum í stað eins vegna
Ólympíuleikanna sem voru í haust en
þar stóð hún sig afburðavel og vann
til fjölda verðlauna. Hún hlakkar til út-
skriftarinnar og ekki síður vinnunnar í
kjölfarið og hefur auðvitað í hyggju að
kenna börnum myndlist.
Kristín Rós málar mikið sjálf þeg-
ar tími gefst til og eru verk
hennar af öllum toga. „Ég
mála bara það sem mér dett-
ur í hug í það og það skiptið,“ segir
hún en viðurkennir að lítið hafi
gerst í þeim efnum að undanförnu.
„Annars þarf ég að fara mála jóla-
kortið sem ég sendi vinum og ætt-
ingum.“
Hún æfir ekki sundið af kappi um
þessar mundir, finnst gott að taka
því rólega og slaka á. Hún þarf þó
að slá í klárinn á nýju ári þegar mót-
in hellast yfir á ný.
Aðventan og jólin eru Kristínu Rós
tilhlökkunarefni, enda er hún mikil
jóla- og barnakona. „Ég geri talsvert
af því að passa börn systkina minna
í kringum jólin og finnst það
mjög skemmtilegt. Er því mikil
barnapía um það leyti árs.“
Rólegt í lauginni en námið tekur tíma
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? KRISTÍN RÓS HÁKONARDÓTTIR SUNDKONA
22. nóvember 2004 MÁNUDAGUR
Mývatnssveitin aldrei
fallegri en í frosti
Frostið mældist 30 gráður í Mývatnssveit klukkan sex í gærmorgun. Upp úr hádegi hafði
hlýnað og frostið var 22 gráður og klukkan fimm síðdegis var það 17 gráður. Fáir voru á ferli í
sveitinni í gær en menn skruppu vitanlega í messu og gufubað eins og gengur.
FROST Aldrei hefur hitastig mælst
jafn lágt í Mývatnssveit í nóvem-
bermánuði og í gær þegar mælir
Veðurstofunnar sýndi mínus 30
gráður. Fyrri part dags var dimmt
yfir sveitinni, frostþoka lá yfir og
byrgði sunnusýn en upp úr hádegi
höfðu geislar sólar betur í barátt-
unni um athyglina og vörpuðu sér
yfir ísilagt vatnið og nágrenni.
Kuldinn hafði vitaskuld áhrif á
mannlíf, flestir voru inni við en
einstaka hætti sér út fyrir dyr ef
erindið var brýnt eða hreyfiþörfin
rík. Nokkrir sóttu messu á Skútu-
stöðum í gær og jarðböðin á Jarð-
baðshólum, rétt ofan við byggðina
í Reykjahlíð, voru sæmilega sótt.
Aðdáendur gufubaða segja enda
að fátt sé meira hressandi en að
vera til skiptist inni í heitri guf-
unni og úti í bítandi kuldanum.
Snæbjörn Pétursson í Reyni-
hlíð gerir ekki mikið úr frostinu,
hefur enda oft kynnst kuldanum í
Mývatnssveit. Og hann kannast
ekki við allar 30 gráðurnar sem
Veðurstofan mældi, segir að ekki
hafi verið nema 25,6 á mælinum
hjá sér. „Hann hefur nú stundum
þótt dálitíð skrítinn þessi mælir
hjá Veðurstofunni. Þetta er bara
stafrænn mælir og þeir eru víst
svona. Páll Bergþórsson talaði ein-
hvern tíma við mig og sagði að það
ætti bara að leggja þessa mæla
niður.“ Engu að síður telur Snæ-
björn það rétt að frostið hafi ekki
fyrr verið svona mikið í nóvem-
bermánuði.
Hann sjálfur bjóst ekki við að
hreyfa sig af bæ í gær, nema þá að
einhver nennti að skutla honum í
jarðböðin. Hann langaði ekki á
gönguskíði en brá sér á þau á laug-
ardag og sagði það hafa verið hálf
ómögulegt. „Skíði ganga heldur
illa í svona miklu frosti. Ísinn á
vatninu springur, upp kemur vatn
og það myndast krap sem svo frýs
neðan á skíðunum og maður situr
bara fastur.“
Snæbjörn kallar það ekki mik-
inn snjó þó um tuttugu sentri-
metra jafnfallin mjöll sé yfir Mý-
vatnssveit enda hafa menn séð það
verra og jafnvel mikið verra. En
fegurðin er mikil. „Mývatnssveit-
in er aldrei fallegri en þegar svona
er,“ segir Snæbjörn, „fegurðin er
aldrei meiri en þegar allt er hvítt
og ég man þegar maður var að
sitja ofan á heyekjum á veturna
hér í gamla daga, þá var gaman að
horfa í kringum sig þegar allt var
svona hvítt.“
Áfram verður kalt í Mývatns-
sveit næstu daga, þó ekki jafn kalt
og í gær.
bjorn@frettabladid.is
Á sérstöku
kynningar
verði
Gólfmottur fyrir alla innganga
Forvarnir í ræstingu
Mán
udag
a til
föstu
daga
frá k
l. 8:0
0 til
18:00
Laug
arda
ga fr
á
kl. 10
:00 t
il 14:
00
Nýr o
pnun
artím
i
í ver
slun
RV:
R
V
20
22
Ekki er gert ráð fyrir smíði nýs varðskips
í fjárlögum næsta árs, eins og kom fram
í Fréttablaðinu í gær. Dómsmálaráð-
herra segir ekkert vera ákveðið um
hvenær vænta megi fregna af nýju skipi
Landhelgisgæslunnar.
Dagbjarti Sigurbrandssyni, starfsmanni
Gatnamálastofu Reykjavíkur, finnst það
slæmt. „Það er nauðsynlegt að verja
landhelgina okkar og gæta að því að
þar fari allt fram eins og það á að gera,“
segir Dagbjartur, sem var til sjós í eina
tíð og veit því hve mikilvægt er að
Gæslan sé búin bestu fáanlegu tækjum.
„Ég vil að það verði smíðað nýtt og öfl-
ugt varðskip,“ segir hann og tekur þar
væntanlega undir orð margra, í það
minnsta forystumanna sjómanna sem
tjáðu sig um efnið í blaðinu í gær. ■
DAGBJARTUR SIGURBRANDSSON
Vill varðskip
NÝTT VARÐSKIP EKKI Í KORTUNUM
SJÓNARHÓLL
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/F
IN
N
U
R
B
AL
D
U
R
SS
O
N
FROSTSTILLUR VIÐ MÝVANT
Aldrei hefur mælst jafnmikið frost í Mývatnssveit í nóvembermánuði en mælir
Veðurstofunnar sýndi 30 stiga frost