Fréttablaðið - 22.11.2004, Page 15
15MÁNUDAGUR 22. nóvember 2004
TTT auglýsingastofa/Ljósm
.S
S
J
Mark
skrifstofustólar
Ótrúlegt verð!
Mark er ný og glæsileg lína skrifstofustóla
frá Á. Guðmundssyni ehf. fyrir vinnustaði og heimili.
Stólarnir eru hannaðir af Pétri B. Lútherssyni.
Hægt er að velja um fjölda lita á áklæði.
Nú bjóðum við þessa stóla á frábæru kynningarverði.
Hæðarstilling á baki
Pumpa til að stilla
stuðning við mjóhrygg
Hæðarstillanlegir armar
Hallastilling á baki
Sleði til að færa setu
fram og aftur
Mjúk hjól
Hæðarstilling á setu
og baki
Hægt er að stilla stífleika setu
og baks eftir þyngd notanda
Veltustilling á setu og baki
KYNNINGAR
AFSLÁTTUR!
30%
Mark 20 Kr.25.340
Mark 10 Kr.13.930
Mark 30 Kr.38.570
Bæjarlind 8-10 • Sími 510 7300 • www.ag.isHeildarlausnir í skrifstofuhúsgögnum
aftur þekking og hana erum við að
byggja upp.“
Í dag eru smáfiskar veiddir og
settir í kvínna þar sem þeir eru
aldir upp í sláturstærð. Samhliða
fara fram tilraunir með seiðaeldi
og er stefnt að því að uppistaða
starfseminnar verði á þann veg
innan fárra ára; seiði verða fram-
leidd, þau stríðalin upp í fullvaxta
þorska og svo er slátrað, verkað
og selt á borð svangra, austan
hafs og vestan.
Og móðir náttúra á litla mögu-
leika í samkeppninni, villtur
þorskur er mörg ár að ná sama
vexti og hinn aldi í kvíunum í
Tálknafirði.
bjorn@frettabladid.is
LOÐNAN LÁTIN SÍGA
Þorsknum gefið.
FRIÐUR Í dag er formlegur stofn-
dagur samtaka sem kalla sig Al-
vöru sameinuðu þjóðirnar til frið-
ar (e. Real United Nations for
World Peace). Það eru önnur sam-
tök; Global Country of World
Peace (GCWP) sem standa að
stofnun hinna nýju sameinuðu
þjóða en GCWP hafa skilgreint
sig sem hnattríki sem fer með
foreldrahlutverk allra ríkis-
stjórna heims. „Ríkisborgarar
þess, af ýmsu þjóðerni, iðka allir
huglæga visindalega prófaða
tækni sem kyrrir vitundina og
skapar varanlegan frið,“ eins og
segir í fréttatilkynningu.
Guðrún Kristín Magnúsdóttir,
kennd við Freyjuketti og Óðsmál,
hefur forgöngu um verkefnið á
Íslandi og er mjög áfram um að
það nái fótfestu í heim-
inum. GCWP stendur
meðal annars að bygg-
ingu sérstakra friðar-
halla í þrjú þúsund
borgum heimsins og
vinnur Guðrún Kristín
að því að fá lóð undir
slíka friðarhöll í
Reykjavík. Hún segir
nýju samtökin stofnuð
samtímis í 108 löndum
í dag og hefur fulla trú
á að starfsemin muni
færa okkur frið á jörð.
Stofnandi GCWP er indverski
eðlisfræðingurinn Maharishi,
sem á sínum tíma fann upp tækni
sem nefnist TM - Sidd-
hi og hefur nefnst inn-
hverf íhugun á ís-
lensku. Með þeirri að-
ferð, sem Guðrún
Kristín segir þekkta
og hávísindalega, sé
hægt að koma á raun-
verulegum friði.
Hundruð tilrauna og
rannsókna ku liggja
fyrir því til staðfest-
ingar.
Dagurinn í dag, 22.
nóvember, var valinn
til stofnunar Alvöru
sameinuðu þjóð-
anna til friðar því í
dag er réttur dagur
til að vekja og upp-
ljóma vitund sam-
kvæmt vedíska
dagatalinu. „Lög-
mál náttúrunnar er
best vakandi til
stuðnings framþró-
unar,“ samkvæmt
fréttatilkynningu.
- bþs
Nýjar Sameinuðu þjóðir stofnaðar í dag:
Friður fæst með vísindalegri þekkingu
GUÐRÚN KRISTÍN
MAGNÚSDÓTTIR
Fulltrúi samtakanna á Ís-
landi.
MAHARISHI
Stofnandi Global Country
of World Peace.