Fréttablaðið - 22.11.2004, Síða 56

Fréttablaðið - 22.11.2004, Síða 56
SELT Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU* *Þinglýstir kaupsamningar, heimild Fasteignamat ríkisisins. 8/10 - 14/10 15/10 - 21/10 22/10 - 28/10 29/10 - 4/11 FJÖLDI TÍMABIL 0 50 100 150 200 250 300 298 263231 255 240 5/11 - 11/11 264 Þó að bekkirnir í borginni séu þaktir snjó geta þeir freistað vel búins göngumanns til að hvíla lúin bein. Vetrarsólin kastar löngum skuggum og birtan er á undanhaldi í mánuð í viðbót, en fegurð vetrarins er hrein og tær og kallar á kyrrðarstundir í ljósa- skiptunum. BEKKIRNIR í borginni Draumar um hús „Heima“ er eitt þessara hugtaka sem kveikja sterkar tilfinningar og kenndir, hugtak sem tengist heim- inum – og himninum að því leytinu til hvernig minningin um „heima“ eða draumurinn um „heima“ litar oft heimsmyndina og verður viðmið allra hluta. Hótelherbergi virðast hönnuð með það fyrir augum að forðast minningar, forðast ummerki um gestinn á undan. Þau eru yfirleitt innréttuð í ópersónulegum stíl og sniðin í einu og öllu að smekk hins hlutlausa, nafnlausa. Þar er ekkert sem hugsanlega getur tengt mann við staðinn, bundið mann tilfinn- ingaböndum, aftrað manni frá því að gleyma um leið og stigið er út um dyrnar. Heimili eru ekki til án minninga, sögu. Sum hús virðast eiga auðveld- ara en önnur með að ramma inn eða taka við tilfinningum. Sums staðar finnur maður það um leið og komið er inn fyrir dyrnar: Hér! Hér vil ég vera! Hér líður mér vel! Slíka staði yfirgefur maður ekki án söknuðar. Þeir lifa jafnvel með manni löngu eftir að þeir voru yfirgefnir og grunnur að nýju heimili er lagður annars staðar. Önnur hús ná aldrei lengra en að vera hlutlaust húsa- skjól um líkamlegar þarfir manns. Hvernig er annars hægt að til- einka byggingu hlýleika, minni, huglægar víddir? Hvaðan kemur sú tilfinning að finnast maður eiga heima einhvers staðar? Er yfirleitt hægt að byggja svo óefniskenndar stærðir inn í veggi húsanna, inn í rýmin sem ramma inn líf manna, heimili þeirra, dvalarstað? Og er mögulegt að hugsa sér heimili án þessara þátta? Hvort heldur í öguðu samhengi eða óheftu frelsi ná slík rými gjarnan út fyrir veggi og lóðir, múra og girðingar. Gluggarnir, útidyrnar, heimreiðin, húsin raðast á götur í hverfi sem tengjast umheiminum hver með sínum hætti: í þéttri mynd borgar, þar sem hálfháir steyptir garðmúr- ar tengja þá sem við götuna búa, frekar en að skilja þá að - eða í dreifðri byggð úthverfis, þar sem víðáttan er krefjandi og háar girð- ingar beina tengslum fólks stund- um frekar um gervihnetti út í enda- lausan geiminn heldur en yfir lóða- mörkin til nágrannans. Kannski er það eitt helsta hlut- verk heimilis: að veita dagdraum- um skjól. Ekki ósvipað helli sem veitir vernd og öryggi, næði til að dreyma og hugsa án þess að þurfa að hafa áhyggjur af nokkrum sköp- uðum hlut úti í heiminum. Fastur staður, þegar rignir án afláts eða sólin skín of fast. Persónulegt at- hvarf þeirra sem þar búa, sem minnir þá á hverjir þeir eru, hverju þeir tilheyra, hvaðan þeir koma. Hvar þeir eiga heima. Höfundur er arkitekt. GUJA DÖGG HAUKSDÓTTIR HÚSIN Í BÆNUM 12/11 - 18/11

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.