Fréttablaðið - 02.12.2004, Síða 2

Fréttablaðið - 02.12.2004, Síða 2
2 2. desember 2004 FIMMTUDAGUR UTANRÍKISMÁL Í gær hóf Þjóðar- hreyfingin að safna fé til að birta yfirlýsingu í bandaríska blaðinu New York Times þar sem afstaða ís- lensku þjóðarinnar til innrásarinnar í Írak verður kynnt. Í yfirlýsingu frá hreyfingunni segir að allar skoðanakannanir hafi sýnt að yfirgnæfandi meirihluti ís- lensku þjóðarinnar sé mótfallinn stuðningi íslenskra stjórnvalda í Írak. Auk þess hafi Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og Davíð Oddsson utanríkisráðherra einir tekið ákvörðun um að lýsa yfir stuðningi við innrás Bandaríkjanna og bandamanna þeirra í Írak en hún hafi hvorki verið afgreidd formlega frá Alþingi né ríkisstjórn Íslands. Þeir hafi því hvorki haft stuðning þjóðarinnar til að taka þessa ákvörðun né samþykki lýðræðis- legra kjörinna fulltrúa þjóðarinnar. Ólafur Hannibalsson, einn aðila Þjóðarhreyfingarinnar, segir að auglýsingin kosti um þrjár milljónir króna. Verði afgangur af söfnunar- fénu renni hann óskiptur til Rauða kross Íslands til hjálpar stríðshrjáð- um borgurum í Írak. - ghg TÓNLEIKAHALD Framlag af þremur stórtónleikum í Hallgrímskirkju hefur mikla þýðingu fyrir rekstur Samtaka krabbameinssjúkra barna, segir Rósa Guðbjartsdóttir framkvæmdastjóri samtakanna. Deila megi um hvort kostnaðurinn við tónleikahaldið hafi verið hár: „Eftir stendur að það er góður ágóði og tónleikagestir fengu frá- bæra tónleika og einstaka upplifun um leið og þeir styrktu gott mál- efni.“ Rósa segir sitt mat að ekki sé óeðlilegt að listafólk sem komi fram á þrennum tónleikum taki einhverja þóknun fyrir. „Það krefst gífurlegs undirbúnings og hver og einn listamaður verður að meta hvað hann treystir sér til í þeim efnum. Það er eins og flest annað sem gert er til styrktar góðgerðar- málum og kostar sitt.“ Hennar sé ekki að meta hvort kostnaðurinn sé hár. „Einstaklingur tekur þetta al- gerlega upp hjá sjálfum sér að halda tónleikana og vill styrkja fé- lagið. Við getum ekki skipt okkur af því hvað það kostar. Þetta eru mjög miklir fjármunir sem félagið fær þótt ekki liggi fyrir á þessari stundu hverjir þeir verða.“ Ólafur M. Magnússon, forsvars- maður tónleikanna segir að sú um- ræða sem hefur átt sér stað undan- farna daga um styrktartónleika fyrir krabbameinssjúk börn eigi rétt á sér. „Þó eru þessi mál eru hégómi miðað við baráttu þessa fólks sem er að horfa á eftir börn- unum sínum,“ segir Ólafur, sem hefur unnið fyrir styrkarfélagið í áratug. Ólafur segir jafnframt að sér finnist að umræðan um greiðsl- ur til tónlistarmanna sé aðallega sár fyrir flytjendur. „Þetta eru um 160 manns, og fjöldi annarra starfsmanna sem taka þátt í þessu með góðum hug og geta lagt mis- mikið til málefnisins með því að gefa afslátt á vinnu sinni. Þetta er elskulegt og gott fólk sem vill ekki koma að neinum hlutum sem ekki eru í lagi.“ Í DV í gær sagðist hann endur- greiða þeim tónleikagestum sem þess óska. Í gær hafði þó enginn óskað eftir slíkri endurgreiðslu. gag@frettabladid.is svanborg@frettabladid.is HAZEM SHAALAN Íraski varnarmálaráðherrann er efins um að hægt sé að kjósa í næsta mánuði. Varnarmálaráðherra Íraks: Óvissa um kosningar ÍRAK, AFP „Ég hef það á tilfinning- unni að ekki hafi tekist að upp- fylla öll skilyrði fyrir kosningum í Írak. Það er ójafnvægi í upplýs- ingaflæði og öryggisvandamál,“ sagði Hazem Shaalan, varnar- málaráðherra Íraks. Orð hans vörpuðu vafa á hvort hægt yrði að halda kosningarnar eftir tæpa tvo mánuði eins og stefnt er að. Ghazi al-Yawar forseti lýsti hins vegar stuðningi við að kosn- ingarnar færu fram 30. janúar eins og til stendur. Iyad Allawi forsætisráðherra ræddi í gær komandi kosningar við Abdullah Jórdaníukonung og íraska útlaga í Jórdaníu. ■ FÍB: Mótmæla hækkun FJÁRLÖG Stjórn Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, mótmælir fyrirhugaðri hækkun bifreiða- gjalds, sem áætluð er í fjárlaga- frumvarpi fyrir árið 2005. Í tilkynningu segir að ef tekið sé mið af þróun verðlags frá 1988, hafi gjaldið hækkað um 43 pró- sent umfram verðlagsþróun eftir breytingu. Bifreiðagjald var fyrst lagt á árið 1988. - ss Nei, ég gat ekki beðið. Geir Helgi Birgisson er einungis 17 ára, hann er yngsti nemandi Listaháskólans. SPURNING DAGSINS Geir, gastu ekki beðið eftir að komast í háskóla? Stóriðjuframkvæmdir: Vantar vinnuafl ATVINNA Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir því að um 1.800 erlenda starfsmenn þurfi hingað til lands, vegna uppbyggingu stóriðju og virkjana á næstu þremur árum. Þörfin verður mest á næsta ári, þegar Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir að þurfi um 1.300 erlenda starfsmenn til að uppfylla þarfir atvinnulífsins. Á sama tíma gerir stofnunin ráð fyrir að tæplega 400 Íslendingar verði ráðnir í vinnu vegna sömu verkefna, þar af rúm- lega 200 á næsta ári. Í skýrslu stofnunarinnar segir að verulegur skortur sé á bílstjór- um, vélamönnum og iðnaðar- mönnum innanlands og því ólík- legt annað en að stærstur hluti þeirra sem ráðnir verði á næstu árum komi erlendis frá. - ss Norrænu bókmennta- verðlaunin: Einar og Sjón tilnefndir MENNING Einar Kárason og Sjón eru tilnefndir fyrir hönd Íslend- inga til Norrænu bókmenntaverð- launanna 2005. Einar er tilnefnd- ur fyrir bók sína Stormur, en Sjón fyrir Skugga-Baldur. Báðar komu bækurnar út á síðasta ári. Danir tilnefna höfundana Simon Grotrian og Kirsten Hammann. Finnar tilnefna Moniku Fagerholm og Rakel Liehu. Norðmenn tilnefna Karl Ove Knausgård og Stein Mehren og Svíar tilnefna Majgull Axels- son og Önnu Hallberg. Verðlaunahafinn verður valinn í vor og verða verðlaunin veitt í október þegar Norðurlandaráðs- þing verður haldið í Reykjavík. - ss Þjóðarhreyfingin: Afstaða til stríðsins auglýst vestan hafs Á FUNDI ÞJÓÐARHREYFINGARINNAR Í GÆR Meðal fundarmanna voru Ellert B. Schram, Hallgrímur Helgason og Hildur Hauksdóttir. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Í MÖTUNEYTI KÁRAHNJÚKA- VIRKJUNAR. Ekki óeðlilegt að taka þóknun Framkvæmdastjóri Samtaka krabbameinssjúkra barna segir eðlilegt að listafólk taki einhverja þóknun fyrir að koma fram á tónleikum. Forsvarsmaður tónleikanna segir umræðuna eiga rétt á sér. PALESTÍNA, AFP „Ég sé enga ástæðu til að hefja ekki viðræður, hvort sem er formlega eða óformlega, um endanlega lausn, undir vernd fjórveldanna eða annars ríkis,“ sagði Mahmoud Abbas, forsætis- ráðherra Palestínu, í viðtali við egypska tímaritið Al-Mussawar. Hann sagði að ef vilji væri fyrir hendi væri hægt að stofna palest- ínskt ríki á næsta ári. Palestínskt ríki á að líta dags- ins ljós á næsta ári samkvæmt vegvísinum til friðar sem fjór- veldin; Bandaríkin, Rússland, Evrópusambandið og Sameinuðu þjóðirnar, lögðu fram. Abbas er talinn líklegastur til að verða kjörinn eftirmaður Jassers Arafat í kosningum 9. jan- úar. Hann sagði í viðtalinu við Al- Mussawar að hann myndi halda í kröfuna um að palestínskir flótta- menn fengju að snúa til heim- kynna sinna. Það getur flækt við- ræður því Ísraelar eru mótfallnir því. Abbas sagðist þó reiðubúinn til að ræða útfærslu sem bæði Ísraelar og Palestínumenn gætu sætt sig við. ■ Abbas segir hægt að stofna palestínskt ríki á næsta ári: Vill hefja samninga sem fyrst MAHMOUD ABBAS Sigurstranglegasti frambjóðandinn í palestínsku forsetakosningunum hóf kosningabaráttu sína í gær. RÓSA GUÐBJARTSDÓTTIR Rósa segir framlag þriggja styrktartónleika hafa mikla þýðingu fyrir rekstur Samtaka krabbameinssjúkra barna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.