Fréttablaðið - 02.12.2004, Qupperneq 2
2 2. desember 2004 FIMMTUDAGUR
UTANRÍKISMÁL Í gær hóf Þjóðar-
hreyfingin að safna fé til að birta
yfirlýsingu í bandaríska blaðinu
New York Times þar sem afstaða ís-
lensku þjóðarinnar til innrásarinnar
í Írak verður kynnt.
Í yfirlýsingu frá hreyfingunni
segir að allar skoðanakannanir hafi
sýnt að yfirgnæfandi meirihluti ís-
lensku þjóðarinnar sé mótfallinn
stuðningi íslenskra stjórnvalda í
Írak. Auk þess hafi Halldór
Ásgrímsson forsætisráðherra og
Davíð Oddsson utanríkisráðherra
einir tekið ákvörðun um að lýsa yfir
stuðningi við innrás Bandaríkjanna
og bandamanna þeirra í Írak en hún
hafi hvorki verið afgreidd formlega
frá Alþingi né ríkisstjórn Íslands.
Þeir hafi því hvorki haft stuðning
þjóðarinnar til að taka þessa
ákvörðun né samþykki lýðræðis-
legra kjörinna fulltrúa þjóðarinnar.
Ólafur Hannibalsson, einn aðila
Þjóðarhreyfingarinnar, segir að
auglýsingin kosti um þrjár milljónir
króna. Verði afgangur af söfnunar-
fénu renni hann óskiptur til Rauða
kross Íslands til hjálpar stríðshrjáð-
um borgurum í Írak. - ghg
TÓNLEIKAHALD Framlag af þremur
stórtónleikum í Hallgrímskirkju
hefur mikla þýðingu fyrir rekstur
Samtaka krabbameinssjúkra
barna, segir Rósa Guðbjartsdóttir
framkvæmdastjóri samtakanna.
Deila megi um hvort kostnaðurinn
við tónleikahaldið hafi verið hár:
„Eftir stendur að það er góður
ágóði og tónleikagestir fengu frá-
bæra tónleika og einstaka upplifun
um leið og þeir styrktu gott mál-
efni.“
Rósa segir sitt mat að ekki sé
óeðlilegt að listafólk sem komi
fram á þrennum tónleikum taki
einhverja þóknun fyrir. „Það krefst
gífurlegs undirbúnings og hver og
einn listamaður verður að meta
hvað hann treystir sér til í þeim
efnum. Það er eins og flest annað
sem gert er til styrktar góðgerðar-
málum og kostar sitt.“ Hennar sé
ekki að meta hvort kostnaðurinn sé
hár. „Einstaklingur tekur þetta al-
gerlega upp hjá sjálfum sér að
halda tónleikana og vill styrkja fé-
lagið. Við getum ekki skipt okkur
af því hvað það kostar. Þetta eru
mjög miklir fjármunir sem félagið
fær þótt ekki liggi fyrir á þessari
stundu hverjir þeir verða.“
Ólafur M. Magnússon, forsvars-
maður tónleikanna segir að sú um-
ræða sem hefur átt sér stað undan-
farna daga um styrktartónleika
fyrir krabbameinssjúk börn eigi
rétt á sér. „Þó eru þessi mál eru
hégómi miðað við baráttu þessa
fólks sem er að horfa á eftir börn-
unum sínum,“ segir Ólafur, sem
hefur unnið fyrir styrkarfélagið í
áratug. Ólafur segir jafnframt að
sér finnist að umræðan um greiðsl-
ur til tónlistarmanna sé aðallega
sár fyrir flytjendur. „Þetta eru um
160 manns, og fjöldi annarra
starfsmanna sem taka þátt í þessu
með góðum hug og geta lagt mis-
mikið til málefnisins með því að
gefa afslátt á vinnu sinni. Þetta er
elskulegt og gott fólk sem vill ekki
koma að neinum hlutum sem ekki
eru í lagi.“
Í DV í gær sagðist hann endur-
greiða þeim tónleikagestum sem
þess óska. Í gær hafði þó enginn
óskað eftir slíkri endurgreiðslu.
gag@frettabladid.is
svanborg@frettabladid.is
HAZEM SHAALAN
Íraski varnarmálaráðherrann er efins um
að hægt sé að kjósa í næsta mánuði.
Varnarmálaráðherra
Íraks:
Óvissa um
kosningar
ÍRAK, AFP „Ég hef það á tilfinning-
unni að ekki hafi tekist að upp-
fylla öll skilyrði fyrir kosningum í
Írak. Það er ójafnvægi í upplýs-
ingaflæði og öryggisvandamál,“
sagði Hazem Shaalan, varnar-
málaráðherra Íraks. Orð hans
vörpuðu vafa á hvort hægt yrði að
halda kosningarnar eftir tæpa tvo
mánuði eins og stefnt er að.
Ghazi al-Yawar forseti lýsti
hins vegar stuðningi við að kosn-
ingarnar færu fram 30. janúar
eins og til stendur.
Iyad Allawi forsætisráðherra
ræddi í gær komandi kosningar
við Abdullah Jórdaníukonung og
íraska útlaga í Jórdaníu. ■
FÍB:
Mótmæla
hækkun
FJÁRLÖG Stjórn Félags íslenskra
bifreiðaeigenda, FÍB, mótmælir
fyrirhugaðri hækkun bifreiða-
gjalds, sem áætluð er í fjárlaga-
frumvarpi fyrir árið 2005.
Í tilkynningu segir að ef tekið
sé mið af þróun verðlags frá 1988,
hafi gjaldið hækkað um 43 pró-
sent umfram verðlagsþróun eftir
breytingu. Bifreiðagjald var fyrst
lagt á árið 1988. - ss
Nei, ég gat ekki beðið.
Geir Helgi Birgisson er einungis 17 ára, hann er
yngsti nemandi Listaháskólans.
SPURNING DAGSINS
Geir, gastu ekki beðið eftir að komast
í háskóla?
Stóriðjuframkvæmdir:
Vantar
vinnuafl
ATVINNA Vinnumálastofnun gerir
ráð fyrir því að um 1.800 erlenda
starfsmenn þurfi hingað til lands,
vegna uppbyggingu stóriðju og
virkjana á næstu þremur árum.
Þörfin verður mest á næsta ári,
þegar Vinnumálastofnun gerir
ráð fyrir að þurfi
um 1.300 erlenda
starfsmenn til að
uppfylla þarfir
atvinnulífsins. Á
sama tíma gerir
stofnunin ráð fyrir
að tæplega 400
Íslendingar verði ráðnir í vinnu
vegna sömu verkefna, þar af rúm-
lega 200 á næsta ári.
Í skýrslu stofnunarinnar segir
að verulegur skortur sé á bílstjór-
um, vélamönnum og iðnaðar-
mönnum innanlands og því ólík-
legt annað en að stærstur hluti
þeirra sem ráðnir verði á næstu
árum komi erlendis frá. - ss
Norrænu bókmennta-
verðlaunin:
Einar og Sjón
tilnefndir
MENNING Einar Kárason og Sjón
eru tilnefndir fyrir hönd Íslend-
inga til Norrænu bókmenntaverð-
launanna 2005. Einar er tilnefnd-
ur fyrir bók sína Stormur, en Sjón
fyrir Skugga-Baldur. Báðar komu
bækurnar út á síðasta ári.
Danir tilnefna höfundana
Simon Grotrian og Kirsten
Hammann. Finnar tilnefna
Moniku Fagerholm og Rakel
Liehu. Norðmenn tilnefna Karl
Ove Knausgård og Stein Mehren
og Svíar tilnefna Majgull Axels-
son og Önnu Hallberg.
Verðlaunahafinn verður valinn
í vor og verða verðlaunin veitt í
október þegar Norðurlandaráðs-
þing verður haldið í Reykjavík.
- ss
Þjóðarhreyfingin:
Afstaða til stríðsins
auglýst vestan hafs
Á FUNDI ÞJÓÐARHREYFINGARINNAR Í GÆR
Meðal fundarmanna voru Ellert B. Schram, Hallgrímur Helgason og Hildur Hauksdóttir.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
Í MÖTUNEYTI
KÁRAHNJÚKA-
VIRKJUNAR.
Ekki óeðlilegt
að taka þóknun
Framkvæmdastjóri Samtaka krabbameinssjúkra barna segir eðlilegt að
listafólk taki einhverja þóknun fyrir að koma fram á tónleikum.
Forsvarsmaður tónleikanna segir umræðuna eiga rétt á sér.
PALESTÍNA, AFP „Ég sé enga ástæðu
til að hefja ekki viðræður, hvort
sem er formlega eða óformlega,
um endanlega lausn, undir vernd
fjórveldanna eða annars ríkis,“
sagði Mahmoud Abbas, forsætis-
ráðherra Palestínu, í viðtali við
egypska tímaritið Al-Mussawar.
Hann sagði að ef vilji væri fyrir
hendi væri hægt að stofna palest-
ínskt ríki á næsta ári.
Palestínskt ríki á að líta dags-
ins ljós á næsta ári samkvæmt
vegvísinum til friðar sem fjór-
veldin; Bandaríkin, Rússland,
Evrópusambandið og Sameinuðu
þjóðirnar, lögðu fram.
Abbas er talinn líklegastur
til að verða kjörinn eftirmaður
Jassers Arafat í kosningum 9. jan-
úar. Hann sagði í viðtalinu við Al-
Mussawar að hann myndi halda í
kröfuna um að palestínskir flótta-
menn fengju að snúa til heim-
kynna sinna. Það getur flækt við-
ræður því Ísraelar eru mótfallnir
því. Abbas sagðist þó reiðubúinn
til að ræða útfærslu sem bæði
Ísraelar og Palestínumenn gætu
sætt sig við. ■
Abbas segir hægt að stofna palestínskt ríki á næsta ári:
Vill hefja samninga sem fyrst
MAHMOUD ABBAS
Sigurstranglegasti frambjóðandinn í palestínsku forsetakosningunum hóf kosningabaráttu
sína í gær.
RÓSA GUÐBJARTSDÓTTIR
Rósa segir framlag þriggja styrktartónleika hafa mikla þýðingu fyrir rekstur Samtaka
krabbameinssjúkra barna.