Fréttablaðið - 02.12.2004, Page 8

Fréttablaðið - 02.12.2004, Page 8
8 2. desember 2004 FIMMTUDAGUR Tungutækniverkefni menntamálaráðuneytisins lýkur um áramótin: Tölvur munu skilja mælt íslenskt mál TÖLVUR Lokið hefur verið við gerð fyrsta íslenska talgreinisins. Í fréttatilkynningu kemur fram að Hjal sé hugbúnaður sem geri tölv- um kleift að skilja talað íslenskt mál, til dæmis í gegnum síma. Verkefnið var unnið af íslensk- um og erlendum fyrirtækjum í samstarfi við sérfræðinga Háskóla Íslands. Verkefnið teng- ist Tungutækniverkefni mennta- málaráðuneytisins sem lýkur um áramótin. Yfir 2.000 einstaklingar tóku þátt í verkefninu með því að lesa upp texta í síma. Það var gert til að þjálfa tölvurnar í að skilja mismunandi raddir. Nú er unnið að því að nýta tal- greininn í símaþjónustur sem svara fyrirspurnum sem koma með töluðu máli í síma. Er Hjali gert að koma í staðinn fyrir síma- þjónustur þar sem fólki er sagt að slá á 1 fyrir þetta og 2 fyrir hitt. Í tengslum við Tungutækni- verkefnið hefur einnig verið lokið við fyrstu beygingarlýsingu ís- lensks nútímamáls. Það verkefni var unnið á Orðabók Háskólans og inniheldur beygingar yfir 170 þúsund íslenskra orða á tölvu- tæku formi. Fólk getur kynnt sér þetta nánar á heimasíðunni lexis.hi.is - th Aðstaðan í flug- stöð til skammar Flugstöð Reykjavíkurflugvallar var byggð sem bráðabirgðalausn fyrir um hálfri öld. Um skeið hefur verið hugað að byggingu samgöngumiðstöðvar austan megin vallar. SAMGÖNGUR Verið er að kanna hug- myndir um gerð samgöngumið- stöðvar sem komið gæti í stað flug- stöðvarinnar við Reykjavíkurflug- völl, en hún ber þess greinilega merki að hafa verið bráðabirgða- húsnæði um áratuga skeið. „Við höfum haldið því fram lengi að ekki þurfi bara nýja flug- stöð heldur þurfi að athuga miklu betur þörfina á samgöngumiðstöð í Reykjavík, sem næði til flugs, rútna eða bíla,“ segir Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri Flug- félags Íslands. „Eins og staðan er í dag er þetta okkur allt til skammar, sérstaklega gagnvart erlendum ferðamönnum.“ Jón Karl segir flugstöðina augljóslega barn síns tíma, byggða til bráðabirgða fyrir um 50 árum. „Hún átti að þola að hámarki kannski hundrað þúsund farþega, en er að taka í gegnum sig tæplega 500 þúsund farþega á ári, þannig að auðvitað er aðstaðan þarna sprungin fyrir löngu síðan.“ Jón Karl segir að unnið hafi ver- ið að því að koma af stað viðræðum milli aðila sem reka samgöngufyr- irtæki. „Svo held ég að borgin ætti að sjá sér hag í því líka að setja upp einhvers konar miðstöð þar sem fólk getur keypt, eða að minnsta kosti fengið upplýsingar um, þá þjónustu sem er í boði, hvort sem flugið verður þarna áfram eða ekki. Það skiptir svo sem ekki máli í þessu samhengi,“ segir hann og telur að slíka samgöngumiðstöð mætti helst staðsetja niðri undir Nauthólsvík, eða á svæðinu austan megin flugvallar. „Við erum þeirr- ar skoðunar að þetta sé nokkuð sem ætti að skoða og það sem fyrst.“ Heimir Már Pétursson, upplýs- ingafulltrúi Flugmálastjórnar Ís- lands, segir nefnd á vegum sam- gönguráðuneytisins hafa um skeið skoðað hugmyndir um byggingu samgöngumiðstöðvar í Reykjavík. Hann segir flugstöðvarhúsið upp- haflega hafa verið byggt af breska hernum, en Bretar afhentu þjóð- inni völlinn og tengdar byggingar laugardaginn 6. júlí 1946. „Síðan er margsinnis búið að staga og bæta í bygginguna,“ segir Heimir Már og telur öllum ljóst sem sæki flugstöð- ina heim að hún verði tæpast köll- uð reisuleg og eigi orðið erfitt með að sinna hlutverki sínu, bæði hvað varði innanlandsflug og flug til Færeyja og Grænlands. „Það hefur þó með útsjónarsemi tekist að koma þarna fyrir vopnaleitarbún- aði og öðru sem þurfti.“ - óká Tvö kíló af fíkniefnum: Krefst fimm ára fangelsis DÓMSMÁL Ríkissaksóknari taldi fjögurra til fimm ára fangelsi hæfilegan dóm þegar refsiákvæði voru reifuð í gær í máli gegn manni sem hefur játað innflutn- ing á tæpu kílói af kókaíni og tæpu kílói af amfetamíni. Ekki var þörf á vitnaleiðslum fyrir dómi þar sem játning í málinu lá fyrir. Skýrsla var tekin af manninum fyrir dómi og vildi hann ekki gefa upp fyrir hvern hann flutti fíkni- efnin inn. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því hann var tekinn með fíkniefnin í Leifsstöð í maí. - hrs ■ EVRÓPA ■ EVRÓPA SVONA ERUM VIÐ FAGNAÐ Í NABLUS Stuðningsmenn Fatahhreyfingarinnar fögn- uðu í gær sigri sínum í stúdentaráðskosn- ingum í Al-Najah háskóla í Nablus á Vest- urbakkanum. Sigurinn var sá fyrsti í átta ár og er talinn boða gott fyrir Mahmoud Abbas, leiðtoga Fatah, í aðdraganda for- setakosninganna 9. janúar. – hefur þú séð DV í dag? „Ég skila pening- unum ekki” Kristján segir Íslendinga vera sveitalubba Áhyggjulaus og örugg bílaviðskipti - strangt skoðunarferli, 14 daga skiptiréttur, ókeypis skoðun eftir 1000 km, allt að 1 árs ábyrgð. Skoðaðu úrvalið á Nýbýlavegi 4, á www.toyota.is eða hringdu í 570 5070. Mercedes Benz ML 270 www.toyota.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 26 66 9 1 1/ 20 04 Fyrst skráður: 09.2002. Ekinn: 48.000 km. Eldsneyti: Dísil. Vél: 2,7 sjálfskiptur. Litur: Gylltur mettalic. Búnaður: Leður, sóllúga, 7 manna, vindskeið, 18” álfelgur o.mfl. Verð: 5.390.000 kr. Tilboðsverð: 4.990.000 kr. BÓTAKRÖFU HAFNAÐ Þýskur að- alsmaður sem missti jarðir og hús þegar Sovétmenn hernámu Þýskaland fær engar bætur fyrir missi sinn. Hann krafðist tæpra níu milljarða króna í bætur en þýskur dómstóll hafnaði kröfu hans. Þýsk stjórnvöld höfðu áður greitt lægri bætur og þótti dóm- stólnum þær duga. DÓMUR JUPPE MILDAÐUR Alain Juppe, fyrrum forsætisráðherra Frakklands, fékk fjórtán mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm þegar hæstiréttur Frakklands tók fyrir brot hans gegn lögum um fjármögnun stjórnmálaflokka. Hæstiréttur stytti áðurgenginn dóm undirréttar um fjóra mán- uði. NEYTENDAMÁL Ekki er hægt að sanna að fiskalýsi dragi úr líkun- um á hjartasjúkdómum ef marka má niðurstöðu nýlegrar rann- sóknar á kostum lýsis. Samkvæmt frétt á fréttavef Politiken telur Cochrane-stofnunin, sem gerði rannsóknina, að of mikið hafi verið gert úr heilsusamlegum áhrifum lýsis og omega-3 fitusýra. Talið hefur verið að hæfileg lýs- isneysla hafi góð áhrif á hjartað og komi í veg fyrir æðakölkun. Jón Ögmundsson, gæðastjóri Lýsis, segir að hundruð rannsókna hafi verið gerðar á áhrifum fitu- sýra á ýmsa sjúkdóma. Bandaríska lyfjastofnunin hafi til dæmis skoð- að allar rannsóknir á þessu sem hún hafi komist yfir og niðurstöð- ur hennar bendi til að omega-3 fitusýrur hafi heilsusamleg áhrif. Hún hafi þess vegna veitt fram- leiðendum heimild til að merkja vörur sem innihalda fitusýruna með fullyrðingu um að þær dragi úr líkum á hjartasjúkdómum. Jón segir að niðurstöður rannsókna Cochrane-stofnunarinnar verði kannaðar á næstu dögum. - ghg ORÐABÓK HÁSKÓLANS Á heimasíðu Orðabókarinnar eru í fyrsta sinn aðgengilegar allar beygingarmyndir 170 þúsund íslenskra orða. Rannsóknir: Heilsusamleg áhrif lýsis dregin í efa LÝSI Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til að of mikið hafi verið gert úr heilsusamlegum áhrifum lýsis. Í FLUGSTÖÐINNI Á REYKJAVÍKURFLUGVELLI Ýmislegt innandyra á Reykjavíkurflugvelli er farið að láta á sjá, svo sem áklæði sumra sæta. Kann það að vera til marks um að umferð um bygginguna sé margfalt meiri en hún á að þola. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M JÓN KARL ÓLAFSSON „Þetta er flottasta flugstöð sem við eigum í Reykjavík,“ sagði framkvæmdastjóri Flug- félags Íslands um flugstöðina á Reykjavík- urflugvelli og hló við. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.