Fréttablaðið - 02.12.2004, Síða 10

Fréttablaðið - 02.12.2004, Síða 10
2. desember 2004 FIMMTUDAGUR Leyniskýrsla Bandaríkjahers sýnir að vitað var um misþyrmingar fyrr en herinn heldur fram: Vissu af fangamis- þyrmingum fyrir ári BANDARÍKIN Háttsettir herforingj- ar í Bandaríkjaher voru varaðir við því fyrir ári síðan að sérsveit- armenn og leyniþjónustumenn misþyrmdu föngum í Írak. Við- varanirnar birtust í leynilegri skýrslu sem var tekin saman á vegum hersins, en þrátt fyrir hana hefur yfirstjórn Bandaríkja- hers haldið því fram að henni hafi fyrst orðið kunnugt um misþyrm- ingarnar í byrjun þessa árs. Stuart Herrington, fyrrum yfirmaður í Bandaríkjaher, tók skýrsluna saman á sínum tíma en bandaríska dagblaðið Washington Post sagði frá henni í gær. Þar kemur fram að Herrington varaði við því fyrir ári síðan að upp úr kynni að sjóða og að bandarískir hermenn gætu búið við meiri hættu en áður ef upp um mis- þyrmingarnar kæmist. Í skýrslunni kemur enn fremur fram að föngum hafi verið mis- þyrmt víða í Írak. Það stangast á við afstöðu yfirstjórnar hersins, sem hefur haldið því fram að fangamisþyrmingar takmörkuð- ust við fangelsið Abu Ghraib. ■ KJARAMÁL Launamunur kvenkyns og karlkyns starfsmanna í stjórn- arráðinu er mestur ef miðað er við þá hópa sem kjararannsóknir opinberra starfsmanna ná til, sam- kvæmt Fréttariti kjararannsókn- arnefndar opinberra starfsmanna, KOS. Þetta gildir um mánaðar- tekjur síðustu sex mánaða ársins 2003 og fyrstu sex mánuði ársins 2004. Samkvæmt þeim munar um þriðjungi á konum og körlum. Karlar voru með 300.408 krónur í tekjur í júní á þessu ári en konur 208.605. Þarna munar 30,6 pró- sentum. Ef litið er á dagvinnulaun- in er munurinn hinsvegar hverf- andi og þar hafa konurnar yfir- höndina. Karlar eru þá með 174.432 og konurnar 178.382 krón- ur á mánuði. Karlarnir vinna því greinilega mun meiri yfirvinnu en konurnar eða sem nemur rúmum þriðjungi af mánaðartekjum sín- um og bæta sér upp launamuninn með því og rúmlega það. „Við erum að skoða þetta þessa dagana,“ segir Þórveig Þormóðs- dóttir, formaður Félags starfs- manna stjórnarráðsins. „Við erum fyrst og fremst skrifstofufólk en í félaginu er líka karlastétt sem er dálítið á skjön við skrifstofu- fólk, nefnilega ráðherrabílstjórar. Launakjör ráðherrabílstjóranna eru á allt öðrum grunni en skrif- stofufólksins og það er hluti af skýringunni. Störfin eru mjög ólík og launuð á mismunandi forsend- um. Það er krafa okkar að fá launakönnun svo að við getum skoðað þetta almennilega. Það er mjög erfitt fyrir félagið að skoða svona mál því að við þekkjum ekki þá samninga sem eru í ráðuneyt- inu. Í Fréttaritinu sjáum við heild- arlaunin og dagvinnulaunin en ekki neitt nánar. Hjá launadeild- inni fást bara upplýsingar um launaflokka félagsmanna, ekki yfirvinnu, en það er alveg á hreinu að við viljum ekki hafa launamun í þessu félagi,“ segir hún. Fyrsti samningafundur starfs- manna í stjórnarráðinu og launa- nefndar ríkisins var í gær. Um 300 menn, sem ekki eru með háskóla- próf, eru í félaginu. -ghs@frettabladid.is HUNDARÆKT Hundaræktin í Dals- mynni hefur sent kvörtun til um- boðsmanns Alþingis vegna með- ferðar Umhverfisstofnunar á málefnum búsins. Kærumál hafa gengið á víxl vegna búsins í Dalsmynni. Í sept- ember bað lögmaður þess um lög- reglurannsókn á því hvort skrif Magneu Hilmarsdóttur, á heima- síðu sem hún hefur haldið úti gegn búinu, brytu í bága við ákvæði hegningarlaga. Umrædd Magnea hafði áður kært búið til lögreglunnar, en þeirri kæru var vísað frá. Í kvörtun lögmanns Dalsmynn- is til umboðsmanns er þess sér- staklega óskað að kannað verði hvort jafnræðisregla stjórnsýslu- laga hafi verið brotin þar sem skjólstæðingur sinn virðist vera eini hundaræktandinn í landinu sem gert hafi verið að sæta ákveðnum reglum. Vísað er til krafna um stærð búra og fjölda hunda í búrum. Er því haldið fram að um íþyngjandi og óvandaða stjórnsýsluhætti sé að ræða að setja slíkar kröfur fram rúmu ári eftir að starfsleyfi hafi verið gefið út búinu til handa. Loks er kvartað yfir að bréf Umhverfisstofnunar um málefni búsins séu afhent utanaðkomandi aðilum sem notfæri sér þau til að koma höggi á búið á veraldarvefn- um. - jss ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S N A T 25 47 1 09 /0 4 Fyrir okkur hin Honey Nut Cheerios er fyrir okkur sem viljum morgunkorn sem gefur náttúrulegan sætleika og er jafnframt fullt af hollum trefjum og vítamínum. FANGAMISÞYRMINGAR Í ABU GHRAIB Föngum var misþyrmt víða í Írak sam- kvæmt leyniskýrslu hersins, ekki bara í Abu Ghraib eins og yfirstjórn hersins heldur fram. SÓLVEIG ÞORMÓÐSDÓTTIR „Það er alveg á hreinu að við viljum ekki hafa launamun í þessu félagi,“ segir Sólveig Þor- móðsdóttir, formaður Félags starfsmanna stjórnarráðsins. Karlar með þriðjungi hærri tekjur en konur Karlkyns starfsmenn í stjórnarráðinu hafa 30 prósentum hærri tekjur en konurnar. Konurnar eru þó með hærri dagvinnulaun en karlar. Þarna munar mestu um ráðherrabílstjórana. Enn ganga kærumálin í hundaræktinni: Dalsmynni kvartar til umboðsmanns HUNDARNIR Hundarnir og ræktunin í Dalsmynni hafa lengi verið þrætuepli meðal hundaræktenda. Smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.