Fréttablaðið - 02.12.2004, Side 22

Fréttablaðið - 02.12.2004, Side 22
Eitt helzta aðalsmerki nútímans er þetta: það verður æ auðveld- ara að taka lífinu létt. Þessu veldur vaxandi velsæld og aukin hagkvæmni á öllum sviðum, einnig þar sem menn héldu lengi vel, að engum tæknifram- förum sem orð er á gerandi yrði nokkurn tímann við komið. Þessi hugsun á við um ýmsa þjónustu, t.d. listir (það er a.m.k. tuttugu manna verk að leika Skugga-Svein á sviði og hefur alltaf verið, og Hamlet), en hún á ekki við um vísindi, því að þar hefur verkfærunum fleygt fram og afraksturinn aukizt eftir því. Hvað um kennslu? Það hefur löngum tíðkazt að líta svo á, að úr því að kennsla er þjónusta eins við annan, þá sé engrar um- talsverðrar framleiðniaukning- ar að vænta á þeim vettvangi, ekki frekar en í annarri per- sónulegri þjónustu eða listum: það þarf einn kennara í bekk til að stumra yfir svo og svo mörg- um nemendum, og bekkjar- stærðina er ekki hægt að auka endalaust. Sem sagt: lítil sem engin framleiðniaukning þar til langs tíma litið. Og þá gerðist það, að tölvur héldu innreið sína í kennslustof- urnar eins og þær höfðu áður rutt sér til rúms í víngarði vís- indanna. Af þessu leiddi, að nú er hægt að koma meira náms- efni til skila á minni tíma en áður ñ og einmitt þetta er auð- kenni aukinnar hagkvæmni: að nota nýjar aðferðir til að kreista meiri afurðir úr gefnum aðföng- um. Útsendingarkrafturinn í kennslustofunum hefur aukizt til muna. Kennarar þurfa ekki lengur að krota með krít á töflu: þeir geta varpað texta og mynd- um á tjald eða vegg eftir smekk og þörfum, og það er bæði fljót- legra og skýrara en að skrifa á töflu. Nemendur þurfa ekki lengur að sitja sveittir við að skrifa upp eftir kennaranum, a.m.k. ekki í sama mæli og áður: þeir sækja námsefnið á netið. Kennarar og nemendur þurfa sjaldnar en áður að sækja bóka- söfn, því að þau bjóða viðskipta- vinum sínum síbatnandi heim- sendingarþjónustu á netinu; það gerir t.d. Þjóðarbókhlaðan með miklum brag. Móttökuskilyrðin í skólunum hafa batnað í hátt við útsendingarskilyrðin eftir þeirri einföldu reglu, að menn taka betur á móti góðri kennslu en vondri. Þess er þó varla að vænta, að móttökugetan í skólastofunum aukist til jafns við útsendingar- getuna, því að mannshugurinn þarf að virða tiltekin hraða- mörk, bæði að ofan og neðan. Nýjar kennsluaðferðir storka efri hraðamörkunum, því að nú þurfa kennarar að gæta sín á því að fara ekki fram úr nemendum sínum í krafti nýrrar kennslu- tækni. Gömlu aðferðirnar sam- rýmdust neðri hraðamörkunum hins vegar ekki nógu vel, eða svo hefur mér sýnzt. Þess vegna hefur mörgum leiðzt í skóla: dræm útsending við erfið skil- yrði hélt aftur af námshraðan- um, svo að hugur nemendanna komst ekki á flug. Og þess vegna leiðist mörgum að lesa: þeir hafa ekki lært að lesa nógu hratt. Mönnum leiðist síður í bíó, því að þar er hraðinn meiri. Efnið, sem góður leikstjóri kem- ur til skila í eins og hálfs tíma kvikmynd, er jafnan meira en rúmast í jafnlöngum fyrirlestri. Hvaða kennari treystir sér til að keppa við Kösublönku um upplýsingamagn á mínútu? Því mannshugurinn er eins og reið- hjól: hann verður að ná tiltekn- um hraða til þess að fá notið sín til fulls. Hvernig eigum við að skipta með okkur afrakstri aukinna af- kasta í kennslu? Eigum við að taka afraksturinn út í meiri og betri menntun að gefinni skóla- göngu? Eða eigum við heldur að fara milliveginn og nýta fram- leiðniaukninguna m.a. til að stytta skólavistina? Ég hallast frekar að síðari kostinum, og það gera stjórnvöld, enda hefur nú verið ákveðið að stytta nám til stúdentsprófs um eitt ár. Ég hef áður lýst því á þessum stað, að það hefði verið heppilegra að stytta grunnskólann frekar en framhaldsskólann, af því að slakinn er meiri í grunnskólan- um og meira svigrúm þar til samþjöppunar og styttingar náms. Eigi að síður virðist það ljóst, að það námsefni, sem menn eiga að hafa tileinkað sér við stúd- entspróf um tvítugt með gamla laginu, væri flestum hægðar- leikur að ná valdi á a.m.k. tveim árum fyrr í krafti nýrra kennsluhátta ñ og þá er ég ekki aðeins að tala um tölvur, heldur einnig kennaramenntun, kennslubækur og önnur náms- gögn, sem hafa batnað til muna í flestum greinum. Menn læra meira ñ og hraðar! ñ af góðum bókum en vondum, og skemmta sér um leið. Það er því hægt að gera hvort tveggja í einu: að auka við og bæta menntun sína og eyða færri árum ævinnar á skólabekk. Stefnum þangað. ■ V arla var fjármálaráðherrann búinn að sleppa orðinu umhelgina um að skattafrumvörp ríkisstjórnarinnar hefðu eig-inlega verið þöguð í hel, þegar hann lagði fram frumvarp á mánudagskvöld um hækkun á gjald af áfengi og tóbaki. Samkvæmt því á að hækka áfengisgjald og tóbaksgjald um 7 af hundraði og það mun hafa í för með sér að smásöluverð á sterku víni hækkar um 5,6 prósent og tóbak mun hækka um 3,7 prósent í smásölu að jafnaði. Þetta frumvarp var lagt fram um leið og Vínbúðum var lokað á mánudag og það var orðið að lögum á þriðjudagsmorgun þegar þær voru opnaðar að nýju. Geir Haarde fjármálaráðherra sagði þegar hann fylgdi frumvarpinu úr hlaði að þessar hækkanir væru í samræmi við forsendur fjárlagafrumvarpsins fyrir næsta ár. Gjaldið á sterkt áfengi og tóbak hefur ekki hækkað frá því í nóvember 2002. Það á að skila ríkissjóði 340 milljónum króna í tekj- ur á næsta ári. Það er athyglisvert að áfengisgjald á létt vín og bjór hækkar ekki að þessu sinni, og er það í samræmi við þá stefnu stjórnvalda að stýra neyslunni yfir í þessar tegundir áfengis. Stjórnarandstaðan á Alþingi klofnaði í afstöðu sinni til frum- varpsins við afgreiðslu þess á mánudagskvöld. Fulltrúi Vinstri grænna í efnahags- og viðskiptanefnd greiddi atkvæði með stjórn- arflokkunum þótt um væri að ræða skattahækkun. Gera má ráð fyrir að þar hafi Álfheiður Ingadóttir varaþingmaður verið að greiða atkvæði með þessari hækkun til þess að sporna við reyking- um og neyslu sterks áfengis. Fulltrúar Samfylkingarinnar lýstu sig hins vegar mótfallna frumvarpinu, enda væri hér á ferðinni skatta- hækkun sem hefði í för með sér hækkun neysluvísitölunnar og þar með myndu skuldir landsmanna hækka um fast að einum milljarði króna. Þá benti Samfylkingin líka á tvö önnur skattahækkunar- frumvörp sem voru til umræðu á mánudaginn; um aukatekjur rík- issjóðs og hækkun bifreiðagjalds og aðrar hækanir sem ríkis- stjórnin samþykkti á síðasta ári. Samtals má meta allar þessar hækkanir í ár og í fyrra á allt að fimm miljarða króna að mati Sam- fylkingarinnar. Það er hærri upphæð en sem nemur boðuðum skattalækkunum ríkisstjórnarinnar á næsta ári, segir formaður Samfylkingarinnar. Ekki verður framhjá því litið að á sama tíma og stjórnarand- staðan gagnrýnir skattalækkunartillögur ríkisstjórnarinnar standa bæði fullltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna að hækkun útsvars og fastaeignagjalda á Reykvíkinga. Þá var einnig ætlun Reykjavík- urlistans að hækka leikskólagjöld, en það mál er enn í biðstöðu. Annars vegar er því verið að lækka tekjuskatt og eignarskatt á veg- um ríkisins á sumum þjóðfélagshópum en hins vegar hækka álög- ur á íbúa stærsta sveitarfélags landsins. Spurningin er þá hvort sumir skattgreiðendur eru ekki í nákvæmlega sömu sporum fyrir og eftir lækkun ríksins og hækkun Reykjavíkurborgar. ■ 2. desember 2004 FIMMTUDAGUR SJÓNARMIÐ KÁRI JÓNASSON Það er athyglisvert að áfengisgjald á létt vín og bjór hækkar ekki að þessu sinni. Skattar hækka og lækka FRÁ DEGI TIL DAGS Ekki verður fram hjá því litið að á sama tíma og stjórnarandstaðan gagnrýnir skattalækkunartillögur rík- isstjórnarinnar standa bæði fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna að hækkun útsvars og fastaeignagjalda á Reykvíkinga. ,, Í DAG FRAMFARIR Í KENNSLU ÞORVALDUR GYLFASON Hvaða kennari treystir sér til að keppa við Kösublönku um upplýsingamagn á mínútu? ,, 4,15% Kynntu þér kostina við íbúðalán Landsbankans. Fáðu ráðgjöf hjá sérfræðingum okkar og veldu leiðina sem hentar þér best. Hafðu samband í síma 410 4000 eða á fasteignathjonusta@landsbanki.is 410 4000 | landsbanki.is Banki allra landsmanna Íbúðalán Móttökuskilyrði í skólum Samráðs krafist Eftir meint brot olíufélaganna á sam- keppnislögum hafa stjórnvöld bannað stjórnendum þeirra allt samráð og reyna eftir megni að koma í veg fyrir að þeir hittist án þess að opin- berir siðgæðisverðir séu í ná- grenninu til að fylgjast með tali þeirra og látbragði. Þess vegna kemur það á óvart að fyrir stuttu síðan barst félög- unum bréf frá iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu þar sem beinlínis er krafist samráðs félaganna um til- nefningu fulltrúa í orku- spárnefnd ráðuneytisins. „Hér með er þess óskað að olíufélögin fjögur, Atlants olía ehf., Olíufélagið ehf., Olíuverslun Íslands hf. og Skeljungur hf. komi sér saman um einn fulltrúa í nefndinni“, segir í bréfinu. Spurningin er hvort þetta skapi ekki ákveðna hættu... Báknið er burt Bolli Thoroddsen, formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykja- vík, hefur sent fjármálaráðherra og fjár- laganefnd Alþingis sparnaðartillögur fé- lagsins í tengslum við afgreiðslu fjár- laga næsta árs. Gera tillögurnar ráð fyrir því að hægt sé að draga saman seglin í ríkisrekstrinum um rúma 34 milljarða króna, hvorki meira né minna! Það eru næstum 119 þúsund krónur á hvern Íslending og hálf millj- ón á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Víða er komið við í tillögunum en í fréttatilkynningu til fjölmiðla er sérstök athygli vakin á niðurfellingu framlaga til Listskreytingasjóðs, Útflutningsráðs, grænmetisframleiðenda, biblíuþýðinga, Félagsmálaskóla alþýðu, Ferðamála- ráðs, landkynningarskrifstofa erlendis, ferðaþjónustu, sendi- ráðs Íslands í Mapútó og Byggðastofnunar. Fari skjálfti um ein- hverja sem þetta lesa geta hinir sömu tekið ró sína. Venju samkvæmt munu eng- ar tillögur Heimdallar fá náð fyrir augum alþingismanna. gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 SKOÐANIR OG UMRÆÐUR Á VISIR.IS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.