Fréttablaðið - 02.12.2004, Side 25

Fréttablaðið - 02.12.2004, Side 25
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 11 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 60 stk. Keypt & selt 31 stk. Þjónusta 33 stk. Heilsa 9 stk. Skólar & námskeið 1 stk. Heimilið 13 stk. Tómstundir & ferðir 4 stk. Húsnæði 16 stk. Atvinna 15 stk. Tilkynningar 3 stk. Góðan dag! Í dag er fimmtudagurinn 2. des., 337. dagur ársins 2004. Reykjavík 10.49 13.17 15.45 Akureyri 10.57 13.02 15.06 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag „Tja ... fyrst kemur upp í hugann silfur- hálsmenið sem ég splæsti á mig í Banda- ríkjunum í sumar. Það er stórt, Bárulegt, með laufblaði enda er ég líka fædd að vori. Mér finnst það algjört æði og nota það mikið spari. Ég keypti það af listakonunni Lindu Van Harte. Hún býr til ótrúlega fallega silfurskartgripi,“ segir Bára en skemmtileg saga er á bak við hálsmenið. „Ég hitti Lindu á Common Ground-hátíð- inni í Westminster nálægt Baltimore í júlí síðastliðnum. Ég heimsótti hana en hún býr í yndislegri sveit í litlu húsi, gamalli póst- stöð sem var byggð fyrir borgarastyrjöld- ina, þar er hún með vinnustofu sína í úti- húsi. Ég varð líka að heilsa upp á geitina hennar Benjamín og fóðra hana með blöð- um af grátvíði. Einnig sá ég óvæntan gest í garðinum hennar, lítinn dádýrskálf.“ Bára hefur ekki alveg skilið við lista- konuna. „Nei, ég býst við að hitta Lindu aftur næsta sumar og þá ætla ég að kaupa fleiri skartgripi hjá henni,“ segir Bára, sem er ekki mikil tískufrík. „Ég er ekkert voða dugleg að fylgja tískustraumum. Ég hef í gegnum tíðina verslað mikið á mörk- uðum erlendis. Ég hef verið mikið í Englandi síðastliðin tvö ár og þar hef ég stundum keypt föt á góðu verði í verslun- um sem góðgerðarstofnanir reka. Þar kennir ýmissa grasa og það er gaman að gramsa,“ segir Bára, sem hefur gert góð kaup í þannig verslunum. „Í sumar fann ég einmitt í slíkri búð þunna, dökkgula gollu sem ég hef notað mikið. Það var gott að vera í henni til að verjast sólbruna á hand- leggjunum og inni á stöðum með mikilli loftkælingu. Hér heima á Fróni smeygi ég mér gjarnan í hana þegar ég þarf að vera snyrtilega klædd.“ ■ Fóðraði geitina Benjamín ferdir@frettabladid.is Sala á flugmiðum á netinu hjá Flugfélagi Íslands hefur vaxið jafnt og þétt. Nú eru um 67 prósent far- miða félagsins keypt á netinu. Samkvæmt fréttum á vef félagsins stefnir í að heildarsala á netinu verði ekki undir 1,3 milljörðum króna á þessu ári og hefur vaxið um rúmlega þrjátíu prósent síðan á síðasta ári. Á næstu vikum mun Flugfélag Íslands taka í notkun nýja uppfærslu á bókunarkerfi sínu og mun það væntanlega auka enn möguleika á netinu. Icelandair hefur opnað nýja setustofu í Flugstöð Leifs Eiríksson- ar fyrir farþega sem ferðast á við- skiptafarrými. Rýmið er um 570 fermetrar á stærð, sem er tvöfalt stærra en setustofan sem fyrir var. Boðið er upp á ýmis þægindi og af- þreyingu í stofunni, til dæmis bar og veitingastaði, fullkominn tækni- búnað og fjölbreytta aðstöðu til vinnu, slökunar og afþreyingar. Iceland Express býður upp á tvær gerðir af jólagjafabréfum sem henta vel í jólapakkann. Annars vegar er jólagjafabréf að verðmæti 16.990 krónur sem gildir í flugferð fram og til baka til London eða Kaup- mannahafnar. Hins vegar eru gjafabréf á verðbilinu tvö þúsund til fimmtíu þúsund krón- ur sem gilda sem inneign að eigin vali í allar flugferðir Iceland Express til og með 31. desember 2005. Allir sem kaupa jólagjafabréf á netinu eiga möguleika á að fá sérstakan jólaglaðning í kaupbæti. Þann 20. desember verður dregið úr nöfnum þeirra sem keypt hafa gjafabréf á netinu og vinnings- hafinn fær HP IPAQ-lófatölvu í verðlaun. Hægt er að panta gjafa- bréf á vefsíðunni icelandexpress.is. Silfurhálsmenið er í algjöru uppáhaldi hjá Báru Grímsdóttur. Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is LIGGUR Í LOFTINU í ferðum FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TILBOÐ NEYTENDUR o.fl. Þú getur pantað smáauglýsingar á www.visir.is KRÍLIN Mér finnst nú ekkert kraftaverk að Jesús hafi ekki viljað eiga allan þennan fisk. Sófar með sál BLS. 4 ][ SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Bára Grímsdóttir, tónlistarkennari, söngkona, tónskáld og kórstjóri svo eitt- hvað sé nefnt, tekur sér dágóðan tíma í að velja uppáhaldstískuhlutinn sinn en finnur á endanum sérstakan skartgrip. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.