Fréttablaðið - 02.12.2004, Side 30

Fréttablaðið - 02.12.2004, Side 30
Jólagjafir Ef þér detta engar sniðugar jólagjafir í hug, hafðu þá alltaf penna og blað til staðar. Þegar einhver minnist á eitthvað sem honum eða henni finnst flott, skrifaðu það þá niður svo þú getir tekið manneskjuna á orðinu.[ Jólaföndur í Vesturbæjarskóla Jólakúlurnar sem krakkarnir föndruðu voru ekki af verri endanum og sóma sér vel á jólatrénu. Mikil jólastemning var á hinu ár- lega jólaföndri Vesturbæjar- skóla þegar allir sem vettlingi gátu valdið mættu í góðu jóla- skapi. Börnin máluðu á fallegar jólakúlur af mikilli natni og héldu uppi góðum anda með því að skemmta sjálfum sér og öðr- um. Krakkarnir í sjöunda bekk voru með kaffisölu á staðnum þar sem þau smurðu brauð, hit- uðu kakó og seldu gegn vægu verði. Nokkrir drengir í sjöunda bekk seldu heimatilbúin kerti svo eitthvað sé nefnt en nóg var um að vera í skólanum. Krakkarnir hlakka auðvitað flestir mikið til jólanna og bjart- sýni og góða jólaskapið tók völd- in á jólaföndrinu þrátt fyrir nokkuð stormasaman skólavet- ur. ■ Krakkarnir í Vesturbæjarskóla föndruðu fyrir jólin um síðustu helgi. Deco Art Garðatorgi Full búð af föndur- og gjafarvörum. Ráðgjöf og leiðbeiningar á staðnum. Afsláttur af jólaföndri. Sími 555-0220 Mikið úrval af gæða sængurfatnaði fyrir alla fjölskylduna. ] Einbeitingin skín úr augum Söru og Kristínar Unu. Þórhildur Dagbjört var mjög stolt af föndrinu sínu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Ólafur Baldvin og Styr dunda sér við föndrið í góðu jólaskapi.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.