Fréttablaðið - 02.12.2004, Side 31

Fréttablaðið - 02.12.2004, Side 31
FIMMTUDAGUR 2. desember 2004 Ljúffeng máltíð með lágmarks fyrirhöfn Balti • Korma • Sweet & Sour • Tikka Masala Sendum einnig í póstkröfu Hjálpa þér að halda öllu í skorðum í skúffum.Einning sjálflímandi filt til að klæða skúffur og filt með verjandi efni svo ekki falli á silfur og silf- urplett.Við eigum líka fægilög,fægiklúta og ídýfulög til að hreinsa. SENDUM Í PÓSTKRÖFU. SJÁLFLÍMANDI HNÍFAPARASKORÐUR Gullkistan - Frakkastíg 10 - Sími: 551-3160. Hálfmánar Uppskrift dagsins! 340 g kartöflumjöl 200 g hveiti 200 g sykur 1 tsk. lyftiduft 1 tsk. hjartarsalt 200 g smjörlíki 6 msk. mjólk 2 tsk. vanilla 2 egg þykk sulta Deigið hnoðað, látið standa í um 15 mínútur á borði. Flatt út og skorið undan glasi. Sléttfull teskeið af sultu er sett á hverja köku. Kakan brotin saman og börmunum þrýst saman með fingurgómunum eða gaffli. Hálfmánarnir bakaðir mjög ljósir við 200 gráðu hita. ■ Jólasiðir víða um heim Ungverjaland Í Ungverjalandi er 13. desem- ber haldinn hátíðlegur en þá er siður íbúa í þorpum og bæjum að búa til stól úr sjö mismun- andi viðartegundum. Hjátrúin segir að sá sem standi uppi á svona stól í jólamessunni geti séð hverjir í söfnuðinum eru nornir og galdramenn. Norður-Evrópa Í Norður-Evrópu er siður að brjóta grein af kirsuberjatré í byrjun aðventu og setja í vatn. Greinin er höfð í hlýju herbergi og blómstrar á jólunum. ■ Einn gluggi á dag kemur skapinu í lag Í dag byrjum við að telja niður til helgustu hátíðir ársins. Jóladagatöl geta verið með ýmsu móti og úr mismunandi efnum. Þau einföldustu eru úr pappa með 24 númeruð- um gluggum og lítilli mynd á bak við hvern glugga sem gaman er að kíkja á. Önnur eru úr taui, með útsaumi eða álímdum mynd- um úr filti og ein- um hring fyrir hvern dag des- embermánaðar frá 1. til 24. sem síðan er hengdur á smá pakki. Hannyrðakonur leggja oft mikla vinnu í að gera slík dagatöl sem allra glæsileg- ust. Litlu pakk- arnir vekja eft- i r v æ n t i n g u smáfólksins og vissulega reynir á staðfestuna þegar bara má taka upp einn pakka í einu. Þá er nú freistingin mikil þegar kemur að súkkulaði- dagatölunum. Það þarf meira en meðal sjálfsafneitun til að opna ein- ungis einn glug- ga á dag vitandi af góðgæti á bak við hverja ein- ustu tölu. En ef maður opnar tvo glugga á dag þá skekkist dæmið. Því eins og nafn- ið ber með sér eru jóladagatölin til að gera okkur meðvituð um hvernig tíminn tifar áfram skref fyrir skref í átt að stórhátíð- inni. Árni Björns- son þjóðhátta- fræðingur telur að jóladagatöl hafi fyrst fengist hér í búðum um miðja síðustu öld. ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.