Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.12.2004, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 02.12.2004, Qupperneq 36
Myndbandið er ekki dautt, þaðer einfaldlega komið á annaðstig.“ Þetta segir Hreiðar Sæmundsson í Safnarbúðinni, þrátt fyrir að breska raftækjaverslunin Dixon hafi ákveðið á dögunum að panta ekki fleiri myndbandstæki og þannig bæst í sívaxandi hóp þeirra sem telja daga myndbandsins talda. Myndbandið og myndbandstækin höfðu töluverð áhrif hér á landi, þegar þau komu fram og má þar nefna að almenningur minnkaði bíóferðir sínar töluvert. Árið 1980 fór meðal Íslandingur í bíó ellefu sinnum, en fór fimm sinnum árið 2001. Þetta leiddi til þess að kvikmyndahúsin fóru að taka kvikmyndir fyrr til sýninga en áður til þess að lokka fólk að. Hreiðar segist finna fyrir því að menn safni gömlum sjaldgæfum mynd- böndum, líkt og gömlum bókum. „Þeir sem safna myndböndum eru orðnir eins og hverjir aðrir safnarar, eins og þeir sem safna plötum eða bókum.“ Myndbandssafnarar ættu því að komast í gullnámu hér á landi. Íslendingar eru nefnilega í fyrsta sæti yfir fjölda mynd- bandstækja á Norðurlöndunum, en 9 af hverjum 10 eiga myndbandstæki hér á landi og má reikna með að myndbanda- söfnin séu í samræmi við þá eign. Hreiðar segir að það sé mun meira líf í þessu en menn halda. „Sjaldgæf myndbönd hafa mjög mikið verðgildi og þetta er því komið á antík stig.“ Íslendingar ættu því að forðast að gera sömu mistök og þeir gerðu með því henda plötuspilaranum og plötunum því í myndbandssafninu gætu leynst mikil auðæfi. Hreiðar segist ekki eiga gamlar spólur lengi enda sitji safnarar um þær. En auðvitað eru ákveðnar spólur vinsælli en aðrar, því eins og safnara er siður koma menn sér upp ákveðnum tegundum sem þeir síðan leita að. „Það er mikil eftirspurn eftir ákveðnum flokkum. Sumir safna hryllingsmyndum, aðrir vissum sjónvarpsþáttum og aðrir einhverju allt öðru“. Undanfarin ár hafa DVD spilarar verið að sækja mjög í sig veðrið og sel- jast nú betur en myndbandstæki. Hreiðar segist ekki sjá mikinn mun á gæðum góðs myndbands og dvd - disks, gæðamunurinn hljóti að vera ein- hverjar ýkjur. Og hann spáir DVD - disknum ekki jafn miklum vinsældum og menn vonuðust eftir. „Það var ekki vandað nógu vel til hans í upphafi,“ segir hann. Myndbandið er því ekki dautt úr öllum æðum, þrátt fyrir yfir- lýsingar þess efnis.● Sunna BjörkÞórarins-dóttir er trommari í kvennarokksveit- inni Brúðarbandinu. Hún vinnur auk þess hálfan daginn á leikskólanum Njálsborg á milli þess sem hún er heima við og sinnir aðaláhugamálum sínum; bóklestri og tónlistarhlustun. Strengjakvartettinn hans Beethovens er sannkallað eyrnakonfekt. Hann gefur manni svo mikla ró og værð og það er mjög mikið öryggi í þessari músík. Bókin Karamazov bræðurnir eftir Dostoyevsky er nauðsynleg bók. Þetta er svona bók sem ég get lesið aftur og aftur og hún er rosalega vel þýdd hjá henni Ingibjörgu Har- aldsdóttur. Það að lesa Dostoyovski er eins og að finna karamellu eða sýróp leka niður hálsinn á sér. Í lokin verð ég að velja kind. Ég er að safna kindum í ýmiss konar formi. Við í Brúðarbandinu vorum svo heppnar eða óheppnar að vera tilnefndar til Gullkindarinnar fyrir verstu plötuna. Ég sagði við stelpurnar að við yrðum að vinna því ég skyldi fá þessa kind. Við unnum því miður ekki en eftir mikið suð og betl fengum við samt eina gullkind sem einhver vinningshafi sótti ekki. Óskar Arngrímssoner trommari í rokk-hljómsveitinni Lokbrá. Á milli þess sem hann trommar af mikilli snilld útbýr hann sæl- gæti og keyrir það í búðir fyrir sælgætisgerð- ina Völu. Aladdin Zane með David Bowie. Þetta er fyrsta platan sem fékk mig til að hugsa um tónlist. Þegar ég heyrði hana fyrst þá var ég svona átta til níu ára en eignaðist hana ekki á geisladisk fyrr en ég var orð- inn sextán. Pabbi gamli kynnti mig fyrir þessum kauða sem er mín helsta fyrirmynd í lífinu. Bangsi bestaskinn. Þetta er bangsi sem nafni minn, hann Óskar afi, gaf mér þegar ég var um sjö ára og var veikur. Ég hélt mikið upp á afa og við brölluðum ýmislegt saman. Frænka mín átti svona bangsa sem ég var alltaf með í láni. En svo einn daginn birtist afi með al- veg eins bangsa handa mér. Munirnir á veggjunum mínum. Veggirnir mínir eru þaktir myndum af tónlistarmönnum og bíómynda- plakötum og ýmsum hlutum; Pink Floyd, Bítlunum, Hljómum, Trúbrot, myndir af fyrrverandi kærustunni minni og málverk eftir hana, Falkoninn – geimskipið hans Han Solo frá Trausta vini mínum og fullt af bíómyndaplakötum. F2 4 2. desember 2004 FIMMTUDAGUR • Miðar á bréf, pakka, bréfabindi o.fl. • Á CD/DVD diska, miðar úr plasti • Prentar miða úr Word-, Excel- og Outlook • Prentar merkiborða bæði á pappír og plast, allt að eins meters langa o.fl. Nýbýlavegi 14, Kópavogi. Sími 554 4443. Fax 554 4102. rafport@rafport.is www.rafport.is Umboðsaðili: Fljótvirkasti miðaprentarinn Umboðsmenn um land allt. Brother QL-550 A ugl. Þórhildar 1390.38 Kynningarverð t i l áramóta 12.999 kr. Frá borginni minni New York Bergþóra Laxdal sálfræðingur býr í heimborginni New York ásamt eig- inmanni sínum og syni. Það sem henni finnst mest heillandi við New York er að það er ekki hægt að láta sér leiðast þar. „Í East Village er fjölbreytt mannlíf, endalausir veitingastaðir, kaffihús og barir svo ekki sé minnst á St. Marks sem er uppáhaldsgatan mín í New York. Þetta er svona frekar pönkaraleg gata með aragrúa af „second hand“ geisladiskabúðum og götusölum,“ segir Bergþóra. Eftir vinnu á föstudögum kíkir hún stund- um á Pangea sem er bæði bar og veitingastaður til að slaka á. Hann er einmitt á East Village á 2.breiðgötu á milli 11 og 12 strætis. En það eru fleiri staðir í miklu uppáhaldi. „Ætli ég verði ekki að segja Mumbles sem er á horni 17.stræti og 3.breiðgötu. Hann er alls ekki einn af flottari veitingastöðum borgar- innar en staðurinn er ótrúlega vina- legur og ég verð aldrei fyrir von- brigðum með matinn þar. Og þá er sama hvort ég fæ mér pasta eða steik. Þessi staður kemur mér t.d. alltaf í jólaskapið. Svo klikkar 3.00 $ hádegismaturinn aldrei. Píta með lambakjöti, lauk og káli og dásam- legri jógúrt-hvítlaugssósu sem fæst á horninu á 50.stræti og 3.breiðgötu. Þessi vagn er staðsettur rétt hjá vinnunni minni og því kíki ég oft þangað en þar er bara opið í hádeg- inu.“ Pönkaragatan St. Marks Place er skemmtilegust Beethoven og Bangsi bestaskinn Trommararnir Sunna Björk Þórarinsdóttir í Brúðarbandinu og Óskar Arngrímsson í Lokbrá völdu þrjá ómissandi hluti. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI Hreiðar Sæmundsson „Myndbandið er ekki dautt, það er bara komið á annað stig.“ Gömlu myndböndin geta haft mikið verðgildi Ný antík vara?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.