Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.12.2004, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 02.12.2004, Qupperneq 38
Einar Kárason er mjög tengdur Hlíðunum í Reykjavík. Þar ólst hann upp og eftir smáflakk, með viðkomu í Dan- mörku og Þýskalandi, kom hann sér aftur þægi- lega fyrir á heimaslóðun- um. Hverfið er rólegt og þægilegt, en engu að síð- ur er stutt í miðbæinn. Úthlíð, Reykjavík Hlíðarnar eru mjög sterkar í mér. Þar ólst ég upp og bjó í ein tíu ár. Sá tími var fyrst og fremst mjög skemmtilegur. Í Hlíðunum bjuggu margir krakkar og þar var einnig knattspyrnufélagið Fram, sem þá var staðsett í Skipholtinu. Það var mjög þægilegt að alast þarna upp. Háaleitisbraut, Reykjavík Eftir að hafa búið í Úthlíð fluttist ég á Háaleitisbraut og bjó þar í ein fimm ár. Það vildi mér til happs að knattspyrnu- félagið Fram hafði þá flutt starfsemi sína frá Skipholtinu yfir í Safamýrina. Svo það má eiginlega segja að ég hafi hreinlega elt Fram eða félagið mig. Dalslandsgade, Öresunds- kolleget, Danmörk Ég fluttist svo til Kaupmannahafnar með konunni minni 1979, þar sem hún var þar við nám. Við bjuggum við Dalslandsgade sem er á Amager, á kollegíi sem heitir Öresundskollegiet. Það eru margir íslenskir stúdentar sem eiga þaðan ljúfar minningar enda vin- sæll staður meðal námsmanna í Dan- mörku. Ég kunni ákaflega vel við mig í Danmörku, fannst það mjög ljúft og gott. Minn uppáhaldsstaður í Kaup- mannahöfn var Konunglega bókasafn- ið. Þar kom ég flesta daga, sat og vann við skriftir. Ég skrifaði mínar fyrstu tvær skáldsögur þarna, „Þetta eru asnar Guðjón“ og „Djöflaeyjan“. Það voru nú ekki mikil dönsk áhrif sem þar svifu yfir vötnum, en þau komu síðar, í bók sem ég gaf út í fyrra og heitir „Stormur“. Hlíðarnar, Reykjavík Mér finnst mjög gott að búa í Hlíð- unum og þangað flutti ég aftur 1986 og hef búið þar síðan, ef undanskilið er eitt ár í Berlín. Ég fluttist fyrst í Stigahlíð 1986. Ég var þá kominn með stóra fjöl- skyldu og var að leita mér að stórri íbúð. Þá sá ég íbúð í Stigahlíðinni og við fluttumst þangað. Svo flutti ég á Flókagötu og bjó þar í nokkur ár, en færði mig svo yfir í Barmahlíð 1997. Mér finnst Hlíðarnar mjög þægilegt og rólegt íbúðarhverfi, sem er þó ekki of langt frá miðbænum. Ég hef það mjög gott hérna í bili og hef engin plön um að flytja mig héðan. Það er samt sem áður ekkert þannig að ég sé gróinn fastur við þessa torfu. Ég á heima á Íslandi og þó það sé mjög gott að fara í burtu í smátíma er sú til- hugsun að eiga heimaland mjög góð. Þess vegna verð ég bara að vona að ég verði ekki gerður útlægur héðan. Storkwinkel, Berlín, Þýskaland Eftir að hafa búið í Hlíð- unum í nokkurn tíma ákvað ég að flytjast til Berlínar í eitt ár. Þar bjó ég á götu sem hét Storkwinkel. Ég hafði ferðast þó nokkuð um Þýska- land og var mishrifinn af þýskum borgum en mér fannst Berlín alveg sérstaklega spennandi og hafði lengi verið heillaður af þessum stað. Það er eitthvað við þessa miklu og dramat- ísku sögu sem liggur þarna í loftinu, við hvert fótmál og blasir í raun við manni út um allt. Ég bjó í Vestur- Berlín í frekar virðulegu hverfi en í borginni er að finna mjög fjölbreyti- leg hverfi og til dæmis hafði Austur- Berlín ennþá töluvert annan svip og það var verið að byggja miðbæinn upp að nýju. Ég fór oftast annan hvern laugar- dag á Ólympíuvöllinn í Berlín í boði Eyjólfs Sverrisonar, sem þá lék með Herthu Berlín. Það var geysilega gaman, þó ekki væri nema að sitja í lestinni þangað með aðdáendum liðsins syngjandi og stappandi. Það voru nú fleiri Íslend- ingar í Berlín og meðal annars Gunnar Guð- björnsson óperusöngvari sem við fórum nokkrum sinnum að hlusta á í óper- unni. Þarna voru líka góð- ir menn eins og Tolli list- málari og Pétur Blöndal blaðamaður. Við Pétur stofnuðum saman hálfgert fótbolta- félag, sem seinna meir rann saman við fótboltafélag pönkara í Austur- Berlín. Við tókum lestina þangað á sunnudagsmorgnum og spiluðum með þeim. Mér fannst mikill munur á Dön- um og Þjóðverjum þó að hver þjóð hafi náttúrlega sína kosti. Danirnir eru svona rólegir, afslappaðir og vina- legir, þó það risti kannski ekki djúpt, en Þjóðverjar eru ef til vil meira upp- teknir af því að öllum reglum sé fylgt. F2 6 2. desember 2004 FIMMTUDAGUR GÖTURNAR Í LÍFI Einars Kárasonar rithöfundar Úthlíð Háaleitisbraut Dalslandsgade Stigahlíð Flókagata Barmahlíð Storkwinkel Kann best við mig á uppeldis- slóðunum. „ HEIMAKÆR EINAR FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I                                                              !  "  # $  Ofurþunni harðdiskur- inn iPod er einn heit- asti fylgihluturinn um þessar mund- ir. Það er kannski skiljanlegt í ljósi þess að víðast hvar í heiminum er varla hlust- andi á útvarp vegna óþolandi gaspurs útvarps- manna og enda- lausra auglýsinga. Þá er betra að geta hlaðið sinni uppáhaldstónlist inn á þessa litlu græju sem er ekkert nema smekklegheitin. Til að toppa smarth- eitin verður iPodinn að vera í fallegri tösku. Hægt er að fá allt frá sílikon- húðuðum, litaglöðum hulstrum upp í rándýrar litlar leðurtöskur. Hönnuðir merkjanna Paul Smith, Louis Vuitton, Dior, Gucci og Burberry eru t.d. búnir að hanna sérstök veski utan um iPod-inn. Þeir allra flottustu fjárfesta að sjálfsögðu í slík- um veskjum. Brúna „mono- gram“-mynstrið frá Louis Vuitton passar t.d. óhugn- anlega vel við þröngar galla- buxur sem girtar eru ofan í grófu stígvélin, þröngan leðurjakka og loðfeld um háls- inn. Bleika Burberry-task- an er fyrir þær allra dömuleg- ustu sem ganga í pilsum, bleik- um lágbotna skóm og káp- um. Þær rokk- uðu myndu kaupa Gucci iPod-tösku sem fer vel við stuttan tví- djakka, minip- ils og stígvél úr gylltu slönguskinni og svona mætti lengi láta hugann reika. Hátísku iPod-töskurnar eru þó alls ekki bara fyrir konur. Kvennaljóminn David Beckham á t.d. flotta Louis Vuitton-tösku utan um iPod sem hann hefur ávallt mjög sýnilegan þeg- ar hann er á ferðinni. Hvítu heyrnartólin gabba heldur engan. Fyrir þær stelpulegu er mini-iPod- inn alveg kjör- inn. Hann fæst í ótal litum eins og fjólub- leikum, skær- grænum og gylltum. Utan um mini-iPod-inn þarf reyndar síður fríkaða tösku því liturinn verður að fá að njóta sín. Í Apple-búðinni fást t.d. flottar einfaldar leðurtöskur utan um mini-iPodinn sem kosta ekki svo ýkja mikið. Það má vel notast við þær þó það sé óneitanlega svalara að blasta Gucci eða Vuitton. Gucci stendur alltaf fyrir sínu en því miður er þetta geðþekka merki ekki selt hérlendis. Taskan kostar um 14.000 kr. Hvít einföld leðurtaska gengur alveg upp þó merkjavaran sé óneit- anlega svalari. Hulstrið kostar 3.900 kr. Louis Vuitton. Hulstrið kostar um 15.000 kr. Hægt er að nálgast veskið á http://think- differentstore.com/ Það kostar 3.500 kr. Rautt undraveski utan um iPodinn. Það fæst á heimasíðunni sfpla- net.com og kostar um 3.000 kr. iPodinn hefur aldrei verið heitari Blastaðu Gucci eða Vuitton
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.