Fréttablaðið - 02.12.2004, Síða 40

Fréttablaðið - 02.12.2004, Síða 40
Hljómsveitarstjórinn JamesBrown, sagði að við værum eittaf þremur bestu upphitunar- böndum sem hann hefði heyrt í. Það var reyndar eftir að við höfðum farið með honum niður í bæ og reddað hon- um nokkrum hlutum,“ segir Samúel Jón Samúelsson básúnuleikari og söngvari hljómsveitarinnar Jagúar. Þrátt fyrir mikil ferðalög á þessu ári gafst Jagúar engu að síður tími til þess að taka upp plötu, Hello Somebody sem nú er komin út, en hún hefur verið í pípunum í tæp tvö ár. „Forsagan er sú að fyrir tveimur árum misstum við æfingahúsnæðið okkar og vorum á götunni í nokkra mánuði,“ segir Börkur Hrafn Birgisson, gítarleikari og Samúel bætir við að þá hafi það verið spurning um að hrökkva eða stökkva. „Við fengum svo loks annað æfinga- húsnæði og fórum að taka upp grunna og nýtt efni. En mitt í þessu öllu reynd- um við að koma okkur í samband við erlenda aðila, þannig að við byrjuðum á þessari plötu svona þrisvar sinnum því það var alltaf verið að rífa ferlið í sund- ur,“ segir Börkur. Það var þó ekki fyrr en þeir komust í samband við Keith Harris, umboðsmann Stevie Wonder, að pressa komst á að gerð yrði plata „Hann og útgáfufyrirtækið sögðu við okkur, að ef við ætluðum okkur ein- hverja hluti úti eftir áramót, þá yrðu þeir að vera komnir með plötu í hend- urnar fyrir þessi áramót,“ segir Börkur. Hann segir tempóið vera allt annað úti en hérna á Íslandi „Hérna gerist allt á þremur mánuðum, platan tekin upp, keyrð út og auglýst fyrir jólin. Úti þurfa menn þrjá til sex mánuði í undirbún- ingsvinnu.“ Þetta var búinn að vera annasamur dagur hjá þeim félögum, áritun í fríhöfninni klukkan fimm um morguninn og upptökur í sjónvarps- þættinum 70 mínútum klukkan eitt. „Það er hörkupúl að gefa út geisladisk og maður þarf einfaldlega að vera dug- legur að nýta sér öll tækifæri og mæta í öll viðtöl,“ segir Börkur. Gelgjuskeiðinu að ljúka Jagúar er búin að vera að í sjö ár og er að gefa út sína þriðju breiðskífu, auk þess að vera búin að gefa út tónleikaplötu, þar sem fluttar eru útsetningar Samúels á tónlist Tómasar R. Einarssonar á Listahátíð Reykjavíkur. „Fyrsta platan okkar var svona barns síns tíma, önnur platan er uppgjör við þann tíma. Með þessari plötu held ég að við séum búnir að finna okkar eigin hljóm, ekki það að við séum að verða eitthvað gamlir. Ætli við séum ekki bara að klára gelgjuskeið- ið okkar,“ segir Samúel. „Við erum alla- vega að gera þessa plötu á okkar eigin forsendum,“ bætir hann við. Jagúar komst í kynni við Al Stone, fyrrverandi upptökustjóra Jamiroquai, sem er mjög virtur í Bretlandi og hefur meðal annars tekið upp Daniel Beding- field.“ Tónlistarmenn í Bretlandi kepp- ast um að fá hann til þess að taka upp lög fyrir sig svo að útgáfufyrirtækin líti við þeim. Við ákváðum að fá hann til þess að taka upp fyrir okkur vegna þess Viðburðaríku ári Jagúars er hvergi nærri lokið Á EIGIN FORSENDUM F2 8 2. desember 2004 FIMMTUDAGUR Síðasti öruggi skiladagur á jólapökkum til landa utan Evrópu er föstudagurinn á jólapökkum til Evrópu er mánudagurinn á jólapökkum innanlands er þriðjudagurinn 3.12. 13.12. 21.12. www.postur.isFinndu pósthúsið næst þér á Komdu tímanlega ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S - IS P 25 98 4 1 1/ 20 04 með jólapakkana FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I Þetta er búið að vera annasamt ár hjá Jagúar. Þrír tónleikar í virtasta djassklúbbi London, spilað í New York og austurhluta Þýskalands, upphitun fyrir James Brown, tónleikar á Listahátíð Reykjavíkur og síðast en varla síst, troðið upp með Harry Bellafonte. Freyr Gígja Gunnarsson ræddi við Börk Hrafn Birgisson og Samúel Jón Samúelsson forsprakka hljómsveitarinnar. Börkur Hrafn Birgisson (til vinstri) og Samúel Jón Samúelsson. „Gott popp er mjög skemmtilegt í samanburði við þetta fjöldaframleidda popp sem er að tröllríða öllu.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.