Fréttablaðið - 02.12.2004, Qupperneq 64
Stekk bara á hlutina
Guðbjörg Pálsdóttir trommuleikari er ekkert að veltast með ákvarðanir í fata-
kaupum.
Uppáhaldsbúðin þín?
Fjarðarkaup, mér finnst alltaf gaman að fara þangað þó að ég geri það sjaldan.
Hvað finnst þér skemmtilegast að kaupa?
Mér finnst skemmtilegast að kaupa húsgögn og húsbúnað. Kaupi þau ekki oft
en vildi geta gert það oftar til hafa huggulegt í kringum mig. Ég hef gaman að
hönnun og spái talsvert í hana.
Verslar þú í útlöndum?
Já, þegar ég fer til útlanda, ég bara fer allt of sjaldan. Kaupi þá oftast föt.
Einhverjar venjur við innkaup?
Ég vil gera innkaupalista og þá vil ég ekki kaupa einhverja vitleysu.
Tekurðu skyndiákvarðanir í fatakaupum?
Já, allt of oft. Ég er ekkert að veltast með þetta, stekk bara á hlutina og stund-
um er það rétt og stundum rangt. Sit stundum upp með eitthvað sem ég nota
svo aldrei.
Guðbjörgu Pálsdóttur, trommuleikara Dúkkulísanna, finnst
skemmtilegast að kaupa húsgögn.
KAUPVENJUR
2. desember 2004 FIMMTUDAGUR16
LESTUR/ÁHORF: NOKKUR DÆMI ÚR NÝRRI GALLUP KÖNNUN *
*Upplýsingarnar í þessari auglýsingu eru fengnar úr nýafstaðinni fjölmiðlakönnun Gallup í október s.l..
HEIMILI Í FBL
FIMMTUDAGUR
FJ
Ö
LM
IÐ
LA
R
0
20
40
60
52.1%
FORSÍÐA MBL
SUNNUDAGUR
45.8%
TÍMARIT MBL
MIÐVIKUDAGUR
32.2%
GÍSLI MARTEINN
Á RUV
MEÐALÁHORF
VIKUNNAR
37%
INNLIT ÚTLIT Á
SKJÁ EINUM
UPPSAFNAÐ
31%
IDOL
stjörnuleit
UPPSAFNAÐ
44,8%
Lesendur „Allts“ er fólk með áhuga á efni
hverrar opnu og eru auglýsingarnar eðlilegur
hluti lesefnisins og ein af ástæðum þess að
þeir staldra við.
Það er með öðrum orðum, vel skilgreindur og
áhugasamur hópur, sem skoðar t.d. þessa
auglýsingu.
Á opnunni „heimili og fleira“ fimmtudaginn
28. október voru 12 auglýsingar. 56% kvenna á
aldrinum 18-49 ára eða 34.555 konur skoðuðu
opnuna og gátu veitt hverri auglýsingu athygli
eftir áhuga og eins lengi og þær vildu.
Til samanburðar voru 53 auglýsingar í Innlit
Útlit á SkjáEinum þriðjudaginn 26. október. Þær
fengu áhorf 37% sama hóps eða 23.025 konur
og höfðu þær að meðaltali 14 sek. til að horfa á
hverja auglýsingu.
Grunnhugmyndin á bak við „Allt“ er að flokka
auglýsingar og staðsetja í lesefni sem vekur
áhuga þeirra sem auglýsandinn vill ná til. „Allt“
er löngu tímabær og áhugaverður valkostur á
íslenskum auglýsingamarkaði.
Hafið samband við auglýsingadeild „Allts“
Síminn er 550-5000
SAMANBURÐUR VIÐ AÐRA MIÐLA
[ 25-54 ára; Heimilistekjur yfir 400 þús. ]
- markvissar auglýsingar -
Álftir á flugi á Rangárvöllum/Ljósmynd: Vilhelm
SJÓNARHORN
SVIPMYND
LÚXEMBORG: SJÁLFSTÆTT KONUNGSRÍKI MILLI BELGÍU, FRAKKLANDS OG
ÞÝSKALANDS.
STÆRÐ: Landið er 84 kílómetrar á lengd og 52 kílómetrar á breidd, 2.586 fer-
kílómetrar. Landið er sjötta minnsta land í heimi.
ÍBÚAFJÖLDI: 451.600. Þar af búa 90.000 í höfuðborginni Lúxemborg og nánasta
umhverfi hennar.
TUNGUMÁL: Innfæddir tala svokallaða „lúxemborgsku“ en þýska og franska eru
talaðar jöfnum höndum.
LOFTSLAG: Mildir vetur og frekar köld sumur.
TRÚARBRÖGÐ: 87% eru rómversk-kaþólskir, 13% mótmælendur, gyðingar og
múslimar.
LÍFSSTÍLL: Lúxemborgarar lifa við mikla velmegun og leggja mikið upp úr gæð-
um. Íbúar eru höfðingjar heim að sækja og vilja deila lífsgæðum sínum með
gestum. Þeir eru afar stoltir af landinu, borginni og fögrum arkitektúr.
SÉRSTAKT: Landið er sjötta minnsta land í heimi, en aðeins í sjö löndum í heim-
inum eru fleiri bankar.