Fréttablaðið - 02.12.2004, Side 65

Fréttablaðið - 02.12.2004, Side 65
25FIMMTUDAGUR 2. desember 2004 Heilbrigðisráðherra hefur ekki hugmynd um það hversu margir nýta sér ekki réttinn til ódýrari læknis- þjónustu eða hvaða hópar sjúklinga gera það ekki og líða fyrir flókið kerfi. Fæti brugðið fyrir fatlaða og sjúka Heilbrigðisráðherra hefur ekki hug- mynd um það hversu margir nýta sér ekki réttinn til ódýrari læknis- þjónustu eða hvaða hópar sjúklinga gera það ekki og líða fyrir flókið kerfi. Þetta kom fram á Alþingi í síð- ustu viku er ég spurði ráðherra út í þessi mál að gefnu tilefni. Sam- kvæmt sjúkratryggingum almanna- trygginga er komið til móts við sjúklinga sem hafa mikinn heilsu- gæslu- eða lækniskostnað þannig að þegar þeir hafa greitt ákveðið há- mark fullu verði geta þeir sótt um afsláttarkort sem gildir út alman- aksárið. Fyrir einstaklinga eru það 18 þús. kr. sem þeir greiða fullu verði, fyrir lífeyrisþega 4.500 og fyrir öll börn í fjölskyldu 6 þús. kr. Til að fá afsláttarkortið þarf sjúkl- ingur að safna saman kvittunum, svokölluðum bleikum afritum, vegna lækniskostnaðarins. Sumir sjúklingar, eins og t.d. ýmsir geð- sjúkir, Alzheimersjúklingar og fatl- aðir, geta ekki haldið saman kvittun- um vegna sjúkdóms síns. Þeir hafa ekki tök á því og hafa aðstandendur þessara sjúklinga komið að máli við mig vegna þessa ástands. Ég er með dæmi þar sem aðstandandi einstak- lings, sem er með geðrænan sjúk- dóm og getur ekki safnað kvittunum sínum sjálfur, fékk útprentun á öll- um kostnaði hans á heilsugæslustöð þar sem hann er viðskiptavinur. en hann hafði þá greitt umfram há- markið. Tryggingastofnun ríkisins neitaði að taka útskriftina gilda og vildi ekki afhenda afsláttarkort nema gegn bleiku afritunum af kvittununum frá lækni. Þó er þetta frumrit frá stjórnsýslu heilsugæsl- unnar sem aðstandandinn framvís- aði. Þetta ástand kemur illa niður á þeim sem búa við veikindi eða fötl- un, sem gerir það að verkum að þeir geta ekki haft reiðu á kvittununum og því missir þetta fólk af þeim kjarabótum sem það á í rauninni rétt á í kerfinu.Þegar lyf eru annars vegar og sjúkratryggingar koma til móts við sjúklinga með því að greiða niður mikinn lyfjakostnað er tekið mark á og tekin gild útskrift úr apó- tekum. Þar þarf ekki að koma með allar kvittanirnar þegar sjúklingur er með mikinn lyfjakostnað. Því er það ótrúlegt ósamræmi og kemur niður á þessum hópi sjúklinga að út- skrift frá lækni eða heilsugæslustöð sé ekki tekin gild þegar afsláttar- kortin eru annars vegar. Auðvitað verður að koma til móts við þann hóp því hann getur ekki nýtt sér kjörin með þessum hætti. Ég hvet því ráðherra og forsvarsmenn Tryggingastofnunar að breyta vinnubrögðum og auðvelda þessum hópi að nýta rétt sinn. Það er nógu erfitt að búa við þessa sjúkdóma þótt velferðarþjónustan sé ekki með þessum hætti að bregða fæti fyrir aðstandendur eða aðra sem reyna að hjálpa sjúklingum í glímunni við flókið kerfi. Síðan hlýtur að koma að því að meiri sjálfvirkni, s.s .með raf- rænum kortum, verði til þess að auðvelda sjúkum að sækja rétt sinn og einfalda þjónustuna. ■ ÁSTA R. JÓHANNESDÓTTIR ALÞINGISMAÐUR UMRÆÐAN HEILBRIGÐIS- ÞJÓNUSTAN ,, AF NETINU Undarlegur heimur Halldórs Hann er undarlegur veruleikinn sem blasir við okkur Íslendingum þessa dag- ana þegar þingræðissinninn Halldór Ás- grímsson heldur því fram að innrásinni í Írak sé lokið. Ég veit ekki á hvaða reiki- stjörnu Halldór karlinn ólst upp á en á þeirri sem við hin búum á þá er það um- talað að innrásin er enn í fullum gangi. Jóhann Hjalti Þorsteinsson á sellan.is Þjónar ekki hagsmunum Hvers vegna velja bæði stjórnarandstæð- an og megin þorri fjölmiðla að finna allt til foráttu þegar kemur að skattatillögum ríkisstjórnarinnar og reyna að láta þær líta tortryggilega út fyrir almenningi? Þegar reynt er að svara þessum spurn- ingum kemur alltaf sama svarið „bara ef það hentar mér“. Það þjónar ekki hags- munum eiganda íslenskra fjölmiðla að lækka tekjuskatt, afnema eignarskatt, lækka endurgreiðsluhlutfall námslána og hækka barnabætur. Lækkun matarskatts er það sem þjónar eigandahópnum og Samfylkingunni best. Nú rær stjórnarand- stæðan öllum árum ásamt forkólfum fjöl- miðlanna í því að reyna að telja almenn- ingi trú um það að lækkun matarskatts komi almenningi best. Eysteinn Jónsson á timinn.is “Símastrákur“ markar stefnu Formaður Samfylkingarinnar, Össur Skarphéðinsson, hefur svo oft átt sér- kennilega leiki á stjórnmálaferli sínum að fátt kemur á óvart þegar hann er annars vegar. Þó náði hann í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi að vekja undrun áhorfenda þegar hann hélt því fram að Samfylkingin hefði alls ekki verið þeirrar skoðunar nokkru fyrir kosningar í fyrra að ekki ætti að lækka matarskattinn svokall- aða. Og skýringin á þessu? Jú, það var víst bara einhver „símastrákur“ á skrif- stofu Samfylkingarinnar sem svaraði spurningu um stefnu flokksins varðandi virðisaukaskattinn. Að sögn formannsins kannast bara alls enginn flokksmaður við að hafa veitt upplýsingar um stefnu flokksins og telst það sæta nokkrum tíð- indum að nú sé allt í einu upplýst að þetta hafi sko ekkert verið stefna flokks- ins, heldur stefna „símastráks“ flokksins. Vefþjóðviljinn á andriki.is Fleiri einkaskóla Það er undarlegt að á Íslandi skuli ekki finnast fleiri einkaskólar en raun ber vitni. Fleiri einkaskólar á grunnskólastigi myndu án efa stuðla að miklum breyting- um í íslensku grunnskólaumhverfi. For- svarsmenn skólanna myndu leggja meiri áherlsu á að sýna fram á gæði skólanna og samkeppni um nemendur yrði til þess að skólarnir færu að bjóða upp á fjöl- breyttari áherslur og fleiri nálgunarleiðir. Ekki yrði einungis leitast við að uppfylla ákvæði Aðalnámskrár og grunnskólalag- anna heldur yrði áhersla lögð á að gera enn betur. Skólastofnanir gærdagsins yrðu framtíðarskólar morgundagsins og fengju verðskuldaðan sess sem slíkir. Gerum betur! Kristrún Lind Birgisdóttir á tikin.is Ranglega var sagt í Fréttablaðinu á laugardag að upplýsingar um PCB-mengun Hringrásar væru frá Umhverfisstofnun komnar. Þangað voru aðeins sóttar al- mennar upplýsingar um PCB- mengun. ■ LEIÐRÉTTING

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.