Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.12.2004, Qupperneq 70

Fréttablaðið - 02.12.2004, Qupperneq 70
Rólegt í Kauphöll Aðeins 189 viðskipti voru í Kauphöllinni í gær. Undanfarnir dagar hafa verið rólegir. Greiningar- deildirnar hafa hins vegar haft í nógu að snúast og vinna nú flestar að því að uppfæra mat sitt á verð- mæti fyrirtækja. Verð á flestum fyrirtækjum í Kaup- höllinni er nokkuð hærra en greiningardeildirnar telja réttlætanlegt. Þetta er ekki óvenjuleg staða þar sem greiningardeildirnar eru jafnan nokk- uð varkárar og gera ekki ráð fyrir neinum ævintýralegum breytingum á rekstri fyrir- tækja. Fjárfestar telja sig því oft vita betur og setja yfirverð á félög sem þeir halda að vaxi hratt eða geri róttækar breytingar til batnaðar. Þótt langflest fyrirtæki séu að mati greiningardeildanna ofmetin þá eru nokkur talin vera í ódýrari kantinum. Bréf í KB banka kostuðu 446,5 krónur í gær en Íslandsbanki telur bréfin mega kosta 514 krónur og Landsbankinn metur bréfin á 461 króna. Fowler slyngur í viðskiptum Róman Abramóvitsj, eigandi Chelsea, er ríkastur þeirra höfðingja sem eiga knattpyrnulið í ensku úr- valsdeildinni og er sagður eiga næstum þúsund milljarða króna. David Beck- ham er ríkastur leikmanna og kemur það væntanlega fáum á óvart enda tekjurnar svakalegar. Það gæti hins vegar komið meira á óvart að í fjórða sæti er Robbie Fowler. Sá hefur ekki alltaf verið talinn mest- ur andans jöfra í knatt- spyrnuheiminum en hann mun hafa ávaxtað sterlingspund sín vel. Hann er fjórði ríkastur knattspyrnu- manna í Englandi, á um 45 milljarða króna, og hefur stór- grætt á fasteignabraski. MESTA HÆKKUN ICEX-15 3.444 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 187 Velta: 880 milljónir +0,10% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Kögun hefur eignast 78,34 prósent í Opnum kerfum. Í gildi er yfirtökutilboð til allra hluthafa. Íslandsbanki gaf í gær út nýtt verðmat á Straumi. Greiningar- deild Íslandsbanka telur Straum standa undir genginu 10. Nú er gengi bréfanna 9,7 og ráðleggur Íslandsbanki fjárfestum hvorki að kaupa né selja bréf í Straumi. Greiningardeild Landsbankans hefur gefið út verðmat á Marel. Að mati deildarinnar eru bréf fé- lagsins of hátt verðlögð. Nú standa bréfin í 57 en Landsbank- inn telur 49,3 vera nær lagi. Landsbankinn ráðleggur hluta- fjáreigendum í Marel því að selja bréf sín. 30 2. desember 2004 FIMMTUDAGUR Hive býður íbúum á höfuð- borgarsvæðinu nettengingu með allt að tíföldum hraða á við ADSL-tengingar. Fyrir- tækið hyggst bjóða upp á af- þreyingarefni og símaþjón- ustu í gegnum netið. Nýtt fyrirtæki, Hive, auglýsir nú endurgjaldslaust niðurhal á efni á netinu. Aðrar þjónustuveitur rukka sérstaklega fyrir gögn sem sótt eru til útlanda þótt ákveðið magn gagna sé innifalið í þjón- ustusamningi. Þá er flutnings- hraðinn allt að tífalt meiri en ADSL-notendur eiga að venjast. Að sögn Arnþórs Halldórsson- ar, framkvæmdastjóra Hive, býð- ur gjaldfrjálst niðurhal frá út- löndum notendum upp á ýmsa möguleika. Hive býður upp á þjónustu á öllu höfuðborgarsvæð- inu og nýtir nýja ADSL-tækni og getur því boðið upp á margfalt hraðari tengingu en notendur hafa kynnst. „Þetta er fyrsta skrefið inn í framtíðina. Nýja tæknin allt að tí- faldar hraðann frá hefðbundnum ADSL-tengingum. Það gerir það mögulegt að loksins er hægt að fara að veita sjónvarpsþjónustu yfir netið í fullum gæðum,“ segir Arnþór. Hann segir að enn fremur sé nýja tæknin þannig úr garði gerð að ekki komi að hægt sé að nota tenginguna til margra ólíkra hluta hverju sinni. Þannig er hægt að horfa á sjónvarp í gegn- um netið og samtímis hlaða niður gögnum af netinu án þess að álag- ið dragi úr gæðum sjónvarps- sendinganna. Arnþór segir að fleiri nýir möguleikar séu handan við horn- ið. Hive mun eftir áramót hefja símaþjónustu með IP-tækni. Þessi tækni getur dregið mjög úr kostn- aði við símtöl og hefur þann kost að notandi getur hringt í gegnum tölvuna sína sama hvar hann er staddur í heiminum. Þá segir hann að farsímaframleiðendur hafi nú þessa tækni í huga við hönnun nýrra tækja. Þetta mun hafa í för með sér verulega lækk- un á símkostnaði. „Við erum að ráðast á þessa múra sem hafa verið reistir hér á Íslandi þar sem það hefur verið ríkjandi að rukka eftir skrefa- gjaldi. Þetta hefur leitt að okkar mati til skrítinnar þróunar á notk- un hérlendis. Það er mjög mikil notkun hér innanlands en lítil aukning hefur orðið á notkun til útlanda,“ segir hann. Á næstunni mun Hive bjóða upp á sjónvarpsefni í gegnum netið og koma upp efnisveitu. Þá segir hann að nú sé að koma á markaðinn tæki sem gerir mönn- um kleift að senda myndefni þráðlaust úr tölvu í sjónvarpið. Arnþór segir að mikill áhugi hafi komið fram hjá neytendum á fyrstu dögum kynningar. Margir hafi skráð sig í þjónustuna á heimasíðu félagsins. thkjart@frettabladid.is vidskipti@frettabladid.is Peningaskápurinn… Actavis 40,40 +0,75% ... Bakkavör 24,70 +0,82% ... Burðarás 12,05 -1,23% ... Atorka 5,55 - ... HB Grandi 8,00 ... Íslandsbanki 11,65 +0,43% ... KB banki 446,50 -0,33% ... Lands- bankinn 12,35 +0,41% ... Marel 57,00 -0,35% ... Medcare 6,06 -0,49% ... Og fjarskipti 3,35 - ... Opin kerfi 27,60 - ... Samherji 12,40 - ... Straum- ur 9,70 +1,04% ... Össur 88,00 +1,15% Býður margfalt hraðari tengingu á netinu Össur 1,15% Straumur 1,04% Bakkavör 0,82% Hraðfrystihús Þórsh. -10,71% SÍF -1,41% Burðarás -1,23% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: nánar á visir.is Stjórnvöld ætla að aðstoða ís- lensk fyrirtæki að sækja styrki til nýrra aðildarlanda Evrópusambandsins. Styrkirnir renna frá ríkinu til landanna og eru liður í þró- unarsjóð EFTA. Íslensk fyrirtæki sem stefna á út- rás og vilja sækja styrki í þró- unarsjóð EFTA eiga möguleika á könnunarstyrk til að skoða mögu- leika sína á samvinnu við fyrir- tæki nýrra aðildarlanda Evrópu- sambandsins. Martin Eyjólfsson, fulltrúi Ís- lands í þróunarsjóðnum, segir að vonast sé til að hægt verði að nýta skuldbindingar íslenskra stjórn- valda að greiða í sjóðinn, til fram- dráttar fyrir íslensk fyrirtæki. Framlag íslenskra stjórnvalda fimmfaldaðist við stækkun Evr- ópusambandsins til austurs. Þeim er gert að greiða um 500 milljónir árlega fyrstu fimm árin til fram- þróunar í Evrópusambandinu. Martin segir að ráðinn hafi verið viðskiptafulltrúi, Rafal Bernatowski, til aðstoðar í Póllandi þangað sem tæplega 47 prósent styrksins renni. Stjórnvöldum ríkjanna hafi verið bent á kosti þess að nýta íslenska þekkingu. Erlendum stjórnvöldum sé þó í sjálfsvald sett hverjir hljóti styrkina. Ís- lenskra stjórnvalda sé í grund- vallaratriðum að ákveða hvort allar formkröfur séu í lagi áður en styrkur sé veittur. Úthlutun hefjist upp úr áramótum. - gag ARNÞÓR HALLDÓRSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI HIVE Spáir miklum breytingum á notkun fólks á netinu. Aukin flutningsgeta gefur færi á sjón- varpsáhorfi í gegnum netið. Könnunarstyrkur til íslenskra fyrirtækja FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL G AR Ð U R www.valhol l . is - opið mán.– f immtud. 9–17.30. Lokað um helgar Þórðarsveigur 20-22 – 5 íbúðir eftir Verð 3ja herb. 109 fm íb. 17,9 millj. - Verð 4ra herb. 123 fm 19,7 millj. Glæsilegar 3ja – 4ra herbergja íbúðir á góðu verði sem afhendastfullfrágengnar án gólfefna Sérinngangur. *Frábært skipulag *Vandaðar innréttingar frá Axis * Stæði í bílahúsi. * Stórar stofur. * Frábær staðsetning * Suðursvalir* Hús steinað að utan * Flísalögð baðherb.* Traustur byggingaraðili Leitið upplýsinga um ofangreindar eignir hjá sölumönnum okkar í síma 588-4477. Ingólfur G. Gissurarson lögg. fasteignasali Andarhvarf 9. sérhæðir m. bílskúr – 4 íb. eftir. Glæsilegar 4ra herbergja sérhæðir ofan við Elliðavatn á góðu verði sem afhendast fullfrágengnar án gólfefna Sérinngangur. *Frábært skip- ulag *Vandaðar innréttingar * Bílskúr. * tvö baðherbergi. * Frábær staðsetning * Sérgarður með íb. á neðri hæð* Sérþvottahús. * Flísalögð baðherb.* Einungis 2 íbúðir í húsi. Traustur byggingaraðili Pétur og Kristinn ehf.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.