Fréttablaðið - 02.12.2004, Síða 77

Fréttablaðið - 02.12.2004, Síða 77
FIMMTUDAGUR 2. desember 2004 37 ■ TÓNLIST Spennandi gjöf KRINGLUNNI Það hljóta að teljast gleðitíðindi að hljómsveitin frábæra !!! (víst lesið tjikk, tjikk, tjikk) er nýbúin að gefa út tónleikaplötuna Live, Live, Live. Þeir sem sáu sveitina á Hró- arskelduhátíðinni í ár vita að þar er ein af betri tónleikasveitum okkar tíma á ferð. En á hátíðinni náði sveitin að halda öllum tónleikagest- um sínum á staðnum, þrátt fyrir að hafa verið sett á sama tíma og sveit- in vinsæla Franz Ferdinand. Söngvari sveitarinnar gantaðist meira að segja með þá staðreynd að fólkið í tjaldinu væri að missa af skosku piltunum í Franz. Á plötunni verður að finna þrjú lög sem voru hljóðrituð í klúbbnum Liquid Room í Tókýó. Einnig er þar eitt lag sem var hljóðritað þegar sveitin spilaði í beinni á BBC. Að lokum er endurhljóðblöndun af laginu Me and Guiliani by the Schoolyard, sem teknósveitin gamla LFO gerði. Einhverjir af níu liðs- mönnum !!! eru svo í hljómsveitinni Out Hud sem undirbýr nú útgáfu. Þetta ætti að koma dansfiðringnum í tærnar. ■ !!! gefur út tónleikaplötu !!! Eða bara tjikk tjikk tikk eins og það er víst borið fram, var að gefa út nýja tón- leikaplötu. Kalli Bjarni: Kalli Bjarni „Var að vonast eftir betri plötu frá Kalla Bjarna. Góð lög inni á milli en oftast virkar hann á villigöt- um.“ FB The Stills: Logic Will Break Your Heart „Frumraun Íslandsvinanna í The Stills er svo sem ágæt, en lítið meira en það. Letilegt indírokk fyrir þá sem hafa gaman af Coldplay og þannig sveit- um.“ BÖS The Blood Brothers: Crimes „Seattlerokksveitin The Blood Brothers er beittari í rokkinu en hnífsoddur brúðarinnar í Kill Bill. Frá- bær rokkplata sem grúskarar verða að tékka á.“ BÖS The Zutons: Who Killed The Zutons? „Sigursveit Mercury-verðlaunanna í ár kemur frá Liverpool. Stuðboltar sem leika sjóræningjarokk að hætti The Coral.“ BÖS Mugison: Mugimama, is this monkey music? „Frábær plata, vafalítið ein sú allra besta á árinu. Innlifun Mugison heillar mann upp úr skónum.“ FB Eminem: Encore „Miðið hjá Eminem er orðið aðeins skakkt. Encore er fín, en ekkert meira en það. Lögin eru enn gríp- andi og flæðið óaðfinnanlegt en spaugið heldur þunnt. Best tekst honum upp á alvarlegri nótun- um. Meistari Eminem á að geta gert betur en þetta!“ BÖS Swan Lee: Swan Lee „Danski poppdúettinn Swan Lee á líklegast eftir að missa af lestinni, þrátt fyrir að hafa gefið út alveg ágætis frumraun. Of mikið popp fyrir grúskarana, og kemur úr of undarlegri átt fyrir Bylgjupoppar- ana.“ BÖS Stina Nordenstam: The World Is Saved „Sænska skammdegisdrottningin Stina Nor- denstam skilar af sér sinni bestu plötu í mörg ár. Ekki láta þessa renna framhjá ykkur.“ BÖS Ske: Feelings Are Great „Fín plata frá Ske og mun heilsteyptari en sú síð- asta. Létt og sykurhúðað poppið hittir vel í mark.“ FB Green Day: American Idiot „Green Day skilar frá sér metnaðarfullri plötu, í dulargervi söngleiks, eftir fjögurra ára bið. Þeir hljóma nákvæmlega eins og áður. Aðdáendur eiga eftir að pissa í brækurnar af fögnuði. Okkur hinum gæti ekki verið meira sama um American Idiot.“ BÖS Lamb of God: Ashes of the Wake „Hörðu vélbyssugítarriffin, dósatrommuhljómurinn og skæður söngur Blythe myndar ekki sömu hryðjuverk og á eldri verkum Lamb of God og er platan því viss vonbrigði enda batt ég miklar vonir við Lamb of God á sínum tíma.“ SJ Papa Roach: Getting Away with Murder „Ég viðurkenni fúslega að ég bjóst við argasta við- bjóði, enda hafa lögin í útvarpinu með Papa Roach verið með eindæmum leiðinleg. Platan kemur mér því á óvart, margir fyrirtaks sprettir og framvinda laganna á köflum þrælvel útfærð. „ SJ Goldie Lookin Chain: Greatest Hits „Grín hiphopsveitin Goldie Lookin Chain er ágæt- lega fyndin. Getur samt örugglega ekki endurtekið þennan brandara og því er nafn plötunnar, Greatest Hits, líklegast réttnefni. Brandararnir eru margir barnalegir, en þó... of grófir fyrir börn.“ BÖS Brain Police: Electric Fungus „Frábær plata frá Brain Police og varla veikan blett að finna. Jenni söngvari fer á kostum og hífir lögin upp í hæstu hæðir.“ FB [ SMS ] UM NÝJUSTU PLÖTURNAR U2: HOW TO DISMANTLE AN ATOMIC BOMB „Besta plata U2 í háa herrans tíð. Mörg prýðileg lög þar sem The Edge fer á kost- um.“ FB PLATA VIKUNNAR Umsjón: Birgir Örn Steinarsson, Freyr Bjarnason og Smári Jósepsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.