Fréttablaðið - 02.12.2004, Qupperneq 78
38 2. desember 2004 FIMMTUDAGUR
EKKI MISSA AF…
Sýningu þýsku myndlistarkon-
unnar Anke Sievers, “Songs of
St. Anthony and Other Nice Tries“
í sýningarýminu Gallerí Dvergi,
Grundarstíg 21. Sýningunni lýkur
um helgina...
Litlu stúlkunni með eldspýt-
urnar, söngleik fyrir alla fjölskyld-
una í Íslensku óperunni. Sýning-
um fer fækkandi...
Söngleiknum Hárinu í Austur-
bæ. Aðeins þrjár sýningar eftir.
BROT AF ÞVÍ BESTA – upplestrardagskrá í
boði Kringlusafns, Kringlunnar og Borgar-
leikhússins verður nú haldin sem fyrr á að-
ventunni í forsal Borgarleikhússins. Fyrri
upplesturinn verður í kvöld klukkan 20. Þá
lesa höfundarnir Halldór Guðmundsson,
Kristín Marja Baldursdóttir, Kristín Eiríks-
dóttir, Jóhanna Kristjónsdóttir, Sigmundur
Ernir Rúnarsson og Þórarinn Eldjárn upp úr
nýútkomnum bókum sínum.
Fyrir upplestur og í hléi munu þeir Tómas
R. Einarsson bassaleikari og Eyjólfur Þor-
leifsson saxófónleikari leika léttan jóladjass.
Bókaverslun Eymundssonar í Kringlunni
selur bækur á sérstökum afsláttarkjörum.
Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis að
þessari notalegu kvöldstund í forsal Borgar-
leikhússins. Dagskráin hefst klukkan 20.00.
Síðari upplestrardagskráin verður á sama
stað og á sama tíma viku síðar eða 9. des-
ember.
Kl. 18.00
Vinafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands
gengst fyrir tónleikakynningu í Sunnusal
Hótels Sögu. Tónlistarfræðingurinn Árni
Heimir Ingólfsson kynnir efnisskrá tónleika
kvöldsins, verk eftir barokkmeistarana
Bach og Telemann. Tónleikarnir hefjast síð-
an klukkan 19.30 og er hljómsveitarstjóri
Robert King.
menning@frettabladid.is
Brot af því besta
Réttardrama
úr fjarlægri fortíð
Sögulegar skáldsögur tröllríða bóka-
markaðinum þessi jólin. Ein þeirra
er Maríumessa eftir Ragnar Arnalds.
Ragnar er lögfræðingur að mennt
og því við hæfi að hann skrifi sína
fyrstu skáldsögu um frægt íslenskt
dómsmál frá byrjun 17. aldar. Frá-
sögnina byggir hann á rituðum
heimildum og fjallar sagan um Þór-
dísi, fávísa og sannkristna
sveitastúlku úr Skagafirð-
inum, og danska höfuðs-
manninn Herluf Daa sem
gerir allt sem í valdi sínu
stendur til að refsa stelp-
unni fyrir hórdóm þegar
hún eignast barn utan
hjónabands.
Frásagnaraðferð og
uppbygging Maríumessu
er tilraun sem fer í
vaskinn. Sagan er sögð í
fyrstu persónu frá tveimur sjónar-
hornum til skiptis, þeirra Þórdísar
og Herlufs. Þessi aðferð hefur upp á
margt að bjóða, með hliðsjón af
ólíkum uppruna persónanna, en
röddin í sögunni er ávallt sú sama.
Þannig nær höfundur ekki skýrum
línum í persónusköpun, aðalper-
sónurnar verða heldur grunnar og
ósannfærandi. Þótt ólík viðhorf
þeirra til aðstæðna, atvika og ann-
arra persóna gefi lesendum mis-
munandi sýn á áhugaverða sögu þá
dugir það ekki til. Hroki höfuðs-
mannsins andstætt þvermóðsku
Þórdísar aðgreinir ekki meginraddir
sögunnar. Raddirnar verða að ein-
tóna rödd og tilraunin mistekst.
En sagan af Þórdísi og Herluf er
ekki alslæm. Ragnar fangar tíðar-
andann mjög vel og oft er bókin
bæði fróðleg og spennandi. Til að
merkja er tvískinnungurinn grát-
broslegur þegar lesið er um kven-
semi danska konungsins, presta og
lögmanna, og örlög Þórdísar eru
höfð í huga. Herluf stendur hins
vegar ekki í málaferlunum út af sið-
gæðisvitundinni einni saman held-
ur nýtir hann sér mál Þórdísar til að
vefja höfðingjum landsins um fing-
ur sér. Eins er áhugavert að lesa um
afstöðu lögréttu og íslenskrar al-
þýðu til pyntinga þeirra
sem höfuðsmaðurinn
innleiðir fyrstur manna í
íslenskt dómskerfi.
Maríumessa er lengi í
gang en batnar verulega
þegar líða tekur á seinni
hlutann. Í köflunum
sem gerast á Alþingi og
á dómsþinginu við
Vallalaug finnur höfund-
ur taktinn enda gjör-
þekkir hann íslenskt rétt-
arfar og stjórnsýslu. Samræður lifna
við og spennan eykst til muna. En
það hjálpar bókinni lítið. Þótt sagan
af málaferlum Þórdísar sé óneitan-
lega merkileg, trega blandin og á
köflum jafnvel kímin, ber bókin vott
um að vera byrjendaverk. Það er eitt
að skrifa leikrit en allt annað að
skrifa skáldsögu. Að lokum má
nefna að frágangi bókarinnar er
ábótavant og pínleg innsláttarvilla
aftan á titilsíðu er til lítillar prýði.
Kápumyndin hans Leonardo Da
Vinci af Ledu og svaninum er aftur á
móti fín.
Fyrir heigla, plebba
og andlega staðnaða
BÓKMENNTIR
HLYNUR PÁLL PÁLSSON
Höfundur: Ragnar Arnalds
Útgefandi: krabbinn.is
Leikir ehf.
!
Steinar Bragi, höfundur Sól-
skinsfólksins, segist vera
veiðimaður í frumskógi sál-
arinnar.
„Samtíminn er uppspuni, núið er
raunverulegt en sértíminn sann-
ur. Um leið og þér skilst þetta
liggur það bráðlega og algerlega
ljóst fyrir að þú finnur ekki sjálf-
an þig, þú skapar þig. Allt sem er
meira en hversdagslegt eða við-
tekið er sérlegt og allt sem við-
kemur lífi, dauða, sannleika og
fegurð er sértími og öll kraftbirt-
ing er sértími. Samtíminn er hins
vegar drasl, risavaxinn skíthaug-
ur af lygum, hálfkáki, afþreyingu,
máttleysi, bærileika, svindli, ein-
földunum og fylgispekt. Við göng-
um að þessu sem gefnu,“ segir
Steinar Bragi, höfundur skáldsög-
unnar Sólskinsfólkið, sögu
tveggja einstaklinga, Ara og
Heiðu, sem bæði eru úr tengslum
við annað fólk. Það sem einkennir
þau er vanlíðan, einsemd, þörf
fyrir ást og tilfinning fyrir til-
gangsleysi. Þau eru að festast í
svikaþráðum samtímans, þess
samtíma sem höfundurinn segir
að sé uppspuni. Allir eru að tala,
samræður eru marklausar og eng-
inn er að hlusta á hvað aðrir hafa
að segja.
„Persónur sem reyna að skapa
sig eru alltaf einangraðar,“ segir
Steinar Bragi. „Í versta falli daga
þær uppi í ófrjórri störukeppni
við sjálfar sig, í besta falli verða
þær eilíf mikilmenni, kyndilberar
sannleika, táknmyndir um sigur
mannsandans yfir hrottalegum
kringumstæðum – og öðrum til
eftirbreytni. Þetta tekst persón-
um Sólskinsfólksins og það er
þetta sem gerir bókina svo mikil-
væga aflestrar fyrir heigla,
plebba og andlega staðnað fólk!
Hvers vegna eiga persónurnar
svona erfitt með að koma orðum
að því sem þær vilja og þrá?
„Ég er veiðimaður í frumskógi
sálarinnar, þetta er öruggt. Í
krafti þessa veit ég og get ábyrgst
að tilfinningar, kenndir og þrár
spretta í myrkrinu, í lággróðrin-
um, og koma á undan, ekki á eftir
– allir mega treysta mér fyrir
þessu. Rök, skynsemi, réttlæting-
ar, útskýringar, samtími og orð
koma seinna. Bækur sem eru
raunverulegar og lifna, hvort sem
er fyrir höfundi eða lesanda, eru
ekki skrifaðar á samtungumáli og
ekki framsettar á tugguformi. Til
að skapa bók og sjálfan þig verð-
urðu að forma óskapnaðinn og
mikilfengleikann sem býr innra
með þér og beina honum, að
minnsta kosti, með sértungumáli,
annars hrörnarðu og deyrð eins
og hundur. Að þessu sögðu vil ég
taka fram að ég get verið hunds-
legur, en ég er ekki hundur, ég er
afkvæmi vespu og hákarls,
STEALTH-þotu og hagamúsar,
heimsálfur hreyfast á sama hraða
og neglurnar á mér vaxa, þáttur-
inn um hillbillyvæðingu Íslands
er við hljóðrás af drunum, snörli
og hökti forsætisráðherra Rost-
ungs, Íslendingar eru morðhund-
ar í fylgispekt sinni við Ameríku,
sem gæti verið fyrirsögn, eða
„veiðimaður í frumskógi sálarinn-
ar“. ■
STEINAR BRAGI Bækur sem eru raunverulegar og lifna eru ekki skrifaðar á samtungu-
máli og ekki framsettar á tugguformi.
RAGNAR ARNALDS