Fréttablaðið - 02.12.2004, Page 86
■ VEISTU SVARIÐ?
Svör við spurningum á bls. 6
1
3
2
Sautján ára.
Húsadal.
340 milljónum.
46 2. desember 2004 FIMMTUDAGUR
Svanhildur Hólm Valsdóttir er
komin aftur á skjáinn en það eru
þrír mánuðir síðan hún kvaddi
áhorfendur í Kastljósi Sjónvarps-
ins. Hún hefur flutt sig upp á
Stöð 2 og fyllir nú skarð Jóhönnu
Vilhjálmsdóttur í Íslandi í dag.
Jóhanna og Þórhallur Gunn-
arsson hafa stjórnað þættinum
með glæisbrag undanfarin miss-
eri en Jóhanna er á leið í masters-
nám í alþjóðastjórnmálum í
Kaupmannahöfn og er því horfin
á braut en Svanhildur er mætt
fersk til leiks og settist við hlið
Þórhalls í fyrsta sinn í gær.
„Mér hefur verið mjög vel tek-
ið hérna og líst vel á þetta,“ segir
Svanhildur sem ber nýja vinnufé-
laganum vel söguna og segir
hann ekki síður sjarmerandi og
skemmtilegan en gömlu félagana
hennar í Kastljósinu. „Það er nú
ekki eins og það hafi verið neitt
að strákunum í Kastljósinu en
Þórhallur er fínn.“
Svanhildur er enn að ná áttum
á Lynghálsi og segist hafa notað
síðustu daga til að rata um bygg-
inguna og alla ranghalana sem
eru svo langir og snúnir að það
veiti ekkert af því fyrir ókunn-
uga að ferðast um þá með GPS-
tæki.
„Ég var búin að vera svo lengi
hjá RÚV að mér finnst ég hafa
unnið þar frá fermingu þannig að
helsta breytingin er að vera farin
þaðan,“ segir Svanhildur og neit-
ar því að hún hafi þjáðst af frá-
hvarfseinkennum frá sjónvarps-
vélunum síðan hún hvarf úr Kast-
ljósinu. „Mér finnst samt ár og
dagur síðan ég var síðast í út-
sendingu en vona að þetta sé eins
og að læra að hjóla og maður
gleymi engu þó að maður taki sér
hlé. Annars verð ég bara að
treysta á Þórhall til að grípa mig
ef ég dett.“
Leið Svanhildar í vinnuna hef-
ur lengst töluvert eftir vista-
skiptin en það eru þó ljósar hlið-
ar á því eins og öðru. „Ég bý í
Vesturbænum og er lengi að
koma mér hingað upp eftir og
það er ljóst að maður skreppur
ekki heim í hádeginu. Á móti
kemur að það er styttra til Akur-
eyrar héðan en úr Efstaleitinu,“
segir Svanhildur sem heldur enn
góðu sambandi við gömlu vinnu-
félagana í Efstaleiti sem erfa það
ekki við hana að hafa gengið til
liðs við helsta samkeppnisaðil-
ann. ■
Landssamband bakarameistara
minntist fullveldisdagsins í gær
með því að afhenda Halldóri
Ásgrímssyni forsætisráðherra Full-
veldiskökuna.
Bakstur Fullveldiskökunnar er
liður í átaki sem Landssamband
bakarameistara efnir til á aðvent-
unni undir kjörorðinu: „Veljum ís-
lenskt í bakaríum um jólin.“ Átakið
er liður í landsátakinu „Veljum ís-
lenskt og allir vinna“ og hófst á
laugardag og stendur til mánudags-
ins 20. desember. Á þessu tímabili
verður mikill jólabragur í bakaríum
um allt land. Þau verða skreytt á
samræmdan hátt og á boðstólum
verður úrval jólavara auk fullveld-
iskökunnar. Kakan hefur runnið út
enda bragðgóð með eindæmum. ■
Færðu Halldóri fullveldisköku
FULLVELDISKAKAN AFHENT
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra
tók í gærmorgun við tveimur fullveldis-
kökum úr hendi bakarameistaranna
Reynis Þorleifssonar, formanns
Labak, t.h., og Hjálmars E. Jónssonar.
SVANHILDUR HÓLM VALSDÓTTIR OG ÞÓRHALLUR GUNNARSSON Stjórnuðu sínum fyrsta þætti á Stöð 2 saman í gærkvöld.
Svanhildur er eins og alþjóð veit öllu vön fyrir framan tökuvélarnar og kann vel við sig á nýjum vettvangi.
SVANHILDUR HÓLM: BIRTIST AFTUR Á SKJÁNUM Í GÆR EFTIR 3 MÁNAÐA HLÉ
Treystir Þórhalli til að grípa sig
1
5 6
87
9
12
15
10
13
16 17
11
14
18
2 3 4
… fær Geir Helgi Birgisson, 17
ára nemandi við Listaháskóla
Íslands, fyrir að freista gæfunnar,
sleppa framhaldsskólastiginu og
sækja um beint inn í háskóla-
kerfið. Ótrúlegt en satt, en það
virkaði, Gísli Helgi fékk inn-
göngu, telst til undrabarna og er
yngsti nemandi Listaháskólans
þar sem hann stundar nám í
grafískri hönnun innan um sér
eldri stúdenta.
HRÓSIÐ
Tímaritið
Magasín
fylgir DV
í dag
– hefur þú séð DV í dag?
Jólafötin
í ár
Lárétt: 1 sonur óðins, 5 fugl, 6 kyrrð, 7
átt, 8 teppi, 9 viðartegund, 10 bardagi,
12 skyldir stafir, 13 eldsneyti, 15 ónefnd-
ur, 16 tunnur, 18 vinna skák.
Lóðrétt: erfiðleikar, 2 púka, 3 fimmtíu
og einn, 4 ekki illkynja, 6 farin í fússi, 8
uss, 11 auð, 14 beljaka, 17 slá.
Lausn.
Lárétt:1váli,5ari,6ró,7na,8voð,9
tekk,10at,12iiy, 13mór, 15nn,16
ámur, 18máta.
Lóðrétt: 1 vandamál,2ára,3li,4góð-
kynja,6rokin,8vei,11tóm,14rum,17
rá.
AÐ MÍNU SKAPI
VALGERÐUR RÚNARSDÓTTIR, DANSARI HJÁ ÍSLENSKA DANSFLOKKNUM
TÓNLISTIN Ég er búin að vera með
Hauk Morthens í spilaranum mínum
undanfarið. Hann á alltaf við og leikur
við hlustirnar; hvort sem það er við
heimilisverkin eða í skemmtilegum mat-
arboðum.
BÓKIN Ég las loksins Da Vinci lykilinn
margumtalaða um daginn. Hún var
ágæt.
BÍÓMYNDIN Ein af mínum uppáhalds-
kvikmyndum er Amelie. Hana get ég
horft á aftur og aftur. Bæði sagan og um-
gjörðin eru alveg einstök og þetta er
svona krúttleg mynd. Ég hlakka mikið til
að sjá nýju „frönsku“ myndina þeirra
skötuhjúa.
BORGIN Úff, ég á mér ekki neina uppá-
haldsborg, en þótti mjög gaman að
koma til Istanbúl í Tyrklandi þar sem ég
átti margar ævintýralegar stundir í fyrra.
Annars finnst mér höfuðborgin okkar
Reykjavík alltaf standa fyrir sínu.
BÚÐIN Mér finnst langskemmtilegast að
kaupa mér skó þegar kemur að búðar-
ferðum og þá helst í Kron. Þar fást án efa
flottustu skórnir í bænum.
VERKEFNIÐ Þessa dagana er ég að æfa
stíft fyrir fjölskyldusýningu
sem Íslenski dansflokkurinn
frumsýnir í janúar. Á dag-
skránni verða ýmis létt og
skemmtileg verk frá síðasta
leikári. Annars er ég núna að
fara að taka restina af sumar-
fríinu mínu þar sem ég var úti
í Slóveníu í sumar að vinna að
dansverki ásamt nokkrum
dönsurum úr flokknum og
fleiri frábærum listamönnum;
meðal annarra Ernu Ómars-
dóttur sem hefur yfirumsjón
með verkinu. Frumsýning er í
febrúar, allir að mæta!
Haukur Morthens, Istanbúl og skórnir í Kron
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/H
AR
I
» BETRI
SJÓNVARPSDAGSKRÁ
Á FIMMTUDÖGUM
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/E
.Ó
L