Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.12.2004, Qupperneq 86

Fréttablaðið - 02.12.2004, Qupperneq 86
■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Sautján ára. Húsadal. 340 milljónum. 46 2. desember 2004 FIMMTUDAGUR Svanhildur Hólm Valsdóttir er komin aftur á skjáinn en það eru þrír mánuðir síðan hún kvaddi áhorfendur í Kastljósi Sjónvarps- ins. Hún hefur flutt sig upp á Stöð 2 og fyllir nú skarð Jóhönnu Vilhjálmsdóttur í Íslandi í dag. Jóhanna og Þórhallur Gunn- arsson hafa stjórnað þættinum með glæisbrag undanfarin miss- eri en Jóhanna er á leið í masters- nám í alþjóðastjórnmálum í Kaupmannahöfn og er því horfin á braut en Svanhildur er mætt fersk til leiks og settist við hlið Þórhalls í fyrsta sinn í gær. „Mér hefur verið mjög vel tek- ið hérna og líst vel á þetta,“ segir Svanhildur sem ber nýja vinnufé- laganum vel söguna og segir hann ekki síður sjarmerandi og skemmtilegan en gömlu félagana hennar í Kastljósinu. „Það er nú ekki eins og það hafi verið neitt að strákunum í Kastljósinu en Þórhallur er fínn.“ Svanhildur er enn að ná áttum á Lynghálsi og segist hafa notað síðustu daga til að rata um bygg- inguna og alla ranghalana sem eru svo langir og snúnir að það veiti ekkert af því fyrir ókunn- uga að ferðast um þá með GPS- tæki. „Ég var búin að vera svo lengi hjá RÚV að mér finnst ég hafa unnið þar frá fermingu þannig að helsta breytingin er að vera farin þaðan,“ segir Svanhildur og neit- ar því að hún hafi þjáðst af frá- hvarfseinkennum frá sjónvarps- vélunum síðan hún hvarf úr Kast- ljósinu. „Mér finnst samt ár og dagur síðan ég var síðast í út- sendingu en vona að þetta sé eins og að læra að hjóla og maður gleymi engu þó að maður taki sér hlé. Annars verð ég bara að treysta á Þórhall til að grípa mig ef ég dett.“ Leið Svanhildar í vinnuna hef- ur lengst töluvert eftir vista- skiptin en það eru þó ljósar hlið- ar á því eins og öðru. „Ég bý í Vesturbænum og er lengi að koma mér hingað upp eftir og það er ljóst að maður skreppur ekki heim í hádeginu. Á móti kemur að það er styttra til Akur- eyrar héðan en úr Efstaleitinu,“ segir Svanhildur sem heldur enn góðu sambandi við gömlu vinnu- félagana í Efstaleiti sem erfa það ekki við hana að hafa gengið til liðs við helsta samkeppnisaðil- ann. ■ Landssamband bakarameistara minntist fullveldisdagsins í gær með því að afhenda Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherra Full- veldiskökuna. Bakstur Fullveldiskökunnar er liður í átaki sem Landssamband bakarameistara efnir til á aðvent- unni undir kjörorðinu: „Veljum ís- lenskt í bakaríum um jólin.“ Átakið er liður í landsátakinu „Veljum ís- lenskt og allir vinna“ og hófst á laugardag og stendur til mánudags- ins 20. desember. Á þessu tímabili verður mikill jólabragur í bakaríum um allt land. Þau verða skreytt á samræmdan hátt og á boðstólum verður úrval jólavara auk fullveld- iskökunnar. Kakan hefur runnið út enda bragðgóð með eindæmum. ■ Færðu Halldóri fullveldisköku FULLVELDISKAKAN AFHENT Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra tók í gærmorgun við tveimur fullveldis- kökum úr hendi bakarameistaranna Reynis Þorleifssonar, formanns Labak, t.h., og Hjálmars E. Jónssonar. SVANHILDUR HÓLM VALSDÓTTIR OG ÞÓRHALLUR GUNNARSSON Stjórnuðu sínum fyrsta þætti á Stöð 2 saman í gærkvöld. Svanhildur er eins og alþjóð veit öllu vön fyrir framan tökuvélarnar og kann vel við sig á nýjum vettvangi. SVANHILDUR HÓLM: BIRTIST AFTUR Á SKJÁNUM Í GÆR EFTIR 3 MÁNAÐA HLÉ Treystir Þórhalli til að grípa sig 1 5 6 87 9 12 15 10 13 16 17 11 14 18 2 3 4 … fær Geir Helgi Birgisson, 17 ára nemandi við Listaháskóla Íslands, fyrir að freista gæfunnar, sleppa framhaldsskólastiginu og sækja um beint inn í háskóla- kerfið. Ótrúlegt en satt, en það virkaði, Gísli Helgi fékk inn- göngu, telst til undrabarna og er yngsti nemandi Listaháskólans þar sem hann stundar nám í grafískri hönnun innan um sér eldri stúdenta. HRÓSIÐ Tímaritið Magasín fylgir DV í dag – hefur þú séð DV í dag? Jólafötin í ár Lárétt: 1 sonur óðins, 5 fugl, 6 kyrrð, 7 átt, 8 teppi, 9 viðartegund, 10 bardagi, 12 skyldir stafir, 13 eldsneyti, 15 ónefnd- ur, 16 tunnur, 18 vinna skák. Lóðrétt: erfiðleikar, 2 púka, 3 fimmtíu og einn, 4 ekki illkynja, 6 farin í fússi, 8 uss, 11 auð, 14 beljaka, 17 slá. Lausn. Lárétt:1váli,5ari,6ró,7na,8voð,9 tekk,10at,12iiy, 13mór, 15nn,16 ámur, 18máta. Lóðrétt: 1 vandamál,2ára,3li,4góð- kynja,6rokin,8vei,11tóm,14rum,17 rá. AÐ MÍNU SKAPI VALGERÐUR RÚNARSDÓTTIR, DANSARI HJÁ ÍSLENSKA DANSFLOKKNUM TÓNLISTIN Ég er búin að vera með Hauk Morthens í spilaranum mínum undanfarið. Hann á alltaf við og leikur við hlustirnar; hvort sem það er við heimilisverkin eða í skemmtilegum mat- arboðum. BÓKIN Ég las loksins Da Vinci lykilinn margumtalaða um daginn. Hún var ágæt. BÍÓMYNDIN Ein af mínum uppáhalds- kvikmyndum er Amelie. Hana get ég horft á aftur og aftur. Bæði sagan og um- gjörðin eru alveg einstök og þetta er svona krúttleg mynd. Ég hlakka mikið til að sjá nýju „frönsku“ myndina þeirra skötuhjúa. BORGIN Úff, ég á mér ekki neina uppá- haldsborg, en þótti mjög gaman að koma til Istanbúl í Tyrklandi þar sem ég átti margar ævintýralegar stundir í fyrra. Annars finnst mér höfuðborgin okkar Reykjavík alltaf standa fyrir sínu. BÚÐIN Mér finnst langskemmtilegast að kaupa mér skó þegar kemur að búðar- ferðum og þá helst í Kron. Þar fást án efa flottustu skórnir í bænum. VERKEFNIÐ Þessa dagana er ég að æfa stíft fyrir fjölskyldusýningu sem Íslenski dansflokkurinn frumsýnir í janúar. Á dag- skránni verða ýmis létt og skemmtileg verk frá síðasta leikári. Annars er ég núna að fara að taka restina af sumar- fríinu mínu þar sem ég var úti í Slóveníu í sumar að vinna að dansverki ásamt nokkrum dönsurum úr flokknum og fleiri frábærum listamönnum; meðal annarra Ernu Ómars- dóttur sem hefur yfirumsjón með verkinu. Frumsýning er í febrúar, allir að mæta! Haukur Morthens, Istanbúl og skórnir í Kron FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I » BETRI SJÓNVARPSDAGSKRÁ Á FIMMTUDÖGUM FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.