Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.12.2004, Qupperneq 88

Fréttablaðið - 02.12.2004, Qupperneq 88
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 ÓKEYPIS LÖGFRÆÐIAÐSTOÐ á hverju fimmtudagskvöldi kl. 19.30 til 22.00 í síma 5511012. ORATOR, félag laganema við Háskóla Íslands. ÞESSI MAGNAÐA OG MARGSLUNGNA SAKAMÁLASAGA HEFUR FARIÐ SIGURFÖR UM HEIMINN Á SÍÐUSTU MÁNUÐUM. Sagan gerist í Boston árið 1865. Nokkrir af helstu bókmenntamönnum Banda- ríkjanna taka höndum saman um að koma Hinum guðdómlega gleðileik ítalska skáldsins Dantes út á ensku. Valdamiklir einstaklingar innan Harvard-háskólans reyna að koma í veg fyrir þessa fyrirætlun. En málin flækjast þegar framin eru hryllileg morð sem virðast sækja innblástur í lýsingar Dantes á víti. Á liðnu ári skipaði Dan Brown sér í hóp vinsælustu spennu- sagnahöfunda veraldar með hinni frábæru bók Da Vinci lyklinum. Englar og djöflar gefur henni ekkert eftir enda hefur bókin setið mánuðum saman á metsölulistum víða um heim. ROBERT LANGDON ER BOÐAÐUR TIL SVISS TIL AÐ RANNSAKA VETTVANG ÓHUGNANLEGS MORÐS Á ÞEKKTUM VÍSINDAMANNI. FYRR EN VARIR ER HANN FLÆKTUR INN Í ALDALANGAR ERJUR KAÞÓLSKU KIRKJUNNAR OG LEYNIFÉLAGSINS ILLUMINATI SEM HEFUR Í HYGGJU AÐ VALDA UPPNÁMI Í PÁFAGARÐI. „HÖRKUSPENNANDI OG BRÁÐSKEMMTILEG BÓK“ – Kolbrún Bergþórsdóttir, Fréttablaðið „FANTASPENNANDI REYFARI, HUGMYNDARÍKUR MEÐ MENNTUÐU ÍVAFI ... ÞETTA ER AFÞREYING, HREIN OG KLÁR, VEL BYGGÐ OG VEL SÖGÐ – Páll Baldvin Baldvinsson, DV „BETRI EN BESTA SPENNUMYND“ – Kristján Hjálmarsson, Fréttablaðið „EITURSNJÖLL BÓK SEM ÓMÖGULEGT ER AÐ LEGGJA FRÁ SÉR.“ – The Observer „ÓVENJULEGA VÖNDUÐ OG SNJÖLL SPENNUSAGA.“ – The Boston Globe „SNILLDARVERK ... STÚTFULLT AF LÆRDÓMI.“ – The New York Times „GUÐDÓMLEG GÁTA.“ – People Magazine Athyglis- brestur Nokkuð hefur verið fjallað um at-hyglisbrest í fjölmiðlum að und- anförnu. Athyglisbrestur er saman- safn af ýmsum einkennum eins og gleymsku, ringli og rugli, ranghug- myndum og einbeitingarskorti. Oft fylgir þessu ofvirkni. Ég var haldinn hvoru tveggja þegar ég var barn. Ég var algjörlega stjórnlaus. Ég braut rúður og hoppaði uppi á bílum í ein- tómri framkvæmdagleði og spuna og gat síðan misst algjörlega stjórn á skapi mínu í ofsa eða jafnvel þung- lyndi. Flest sem ég gerði, gerði ég án umhugsunar og án þess að velta fyrir mér afleiðingunum. Ég var svo stjórn- laus að fólk hélt jafnvel að ég væri eitthvað geðveikur. Það er ekki gaman að vera svona þegar maður er barn. OFVIRKNIN rjátlaði af mér með aldrinum en er þó ekki alveg horfin. Athyglisbrestinn er ég ennþá með. Ég er frekar ruglaður. Ég þjáist af nokkru sem margir líta á sem barna- sjúkdóm. En ég er 37 ára. Ég tilheyri stórum hópi fólks á Íslandi; fullorðið fólk með athyglisbrest. Í GAMLA daga var flogaveikt fólk talið haldið illum öndum. Fullorðið fólk með athyglisbrest þarf að fást við ótrúlega fordóma. Alveg eins og geðveikir þurftu að gera hér áður fyrr. Í gamla daga var fólk oft talið gera sér upp geðveiki til að komast hjá vinnu. Alkóhólismi er víða talinn aumingjaskapur. Og örvhentir voru áður taldir gera sér þetta upp til að fá athygli. Og allt sem aumingja hommarnir hafa þurft að ganga í gegnum. Það er ótrúlegt hvað fólk þarf að ganga í gegnum til að sanna að það sé í alvörunni eitthvað að því og það sé ekki að þykjast. Þegar ég hef sagst vera með athyglisbrest hef- ur fólk átt það til að segja: „Er það nú ekki bara einhver afsökun? Er það ekki barnasjúkdómur? Er það nú ekki bara fansý orð yfir egóisma? Tísku- sjúkdómur?“ Ég var greindur með þetta 1973. Þá var ég sex ára. ATHYGLISBRESTUR er raunveru- legur. Það er eitthvað að í heilanum. Með reglusömu líferni má halda ein- kennunum niðri. Þeir sem eru með athyglisbrest og ofvirkni hafa þörf fyrir ramma í kringum sig. EN athyglisbrestur hefur líka sínar jákvæðu hliðar. Fólk með athyglis- brest er yfirleitt mjög skapandi. Frægt fólk með athyglisbrest er með- al annarra: Mozart, Ozzy Osbourne, Tom Cruise, Jim Carrey og Albert Einstein. ■ JÓNS GNARR BAKÞANKAR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.