Fréttablaðið - 10.09.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 10.09.2004, Blaðsíða 6
6 10. september 2004 FÖSTUDAGUR Opinberri heimsókn sænsku konungshjónanna lokið: Sáu til sólar á Akureyri HEIMSÓKN „Mér fannst ekki annað en þau sýndu Akureyri og samfé- laginu hér mikinn áhuga og voru ánægð með það sem þau sáu,“ segir Kristján Þór Júlíusson, bæj- arstjóri Akureyrar. Hann tók á móti Karli Gústaf Svíakonungi, Silvíu drottningu og Viktoríu krónprinsessu, er þau komu þang- að í gærmorgun. Fengu þau blíð- skaparveður fyrir norðan eftir að hafa upplifað rok og rigningu á suðvesturhorninu síðan heimsókn þeirra hófst á þriðjudaginn. Kristján segist stoltur af þeim áhuga sem kóngafólkið sýndi en þeim var færð gjöf frá Akureyr- arbæ í hádegisveislu sem haldin var þeim til heiðurs. „Mér finnst mjög merkilegt að bæði konungur og utanríkisráðherra Svíþjóðar skuli vilja kynna sér starfsemi hér í þessum 16 þúsund manna bæ á Íslandi. Þau kynntu sér upp- byggingu háskólans hér og þá stöðu sem háskólasamfélagið og stofnun Vilhjálms Stefánssonar hafa í Norðurskautssamstarfinu.“ Frá Akureyri héldu hjónin að Mývatni þar sem gengið var um Dimmuborgir og síðan var haldið í hið norðlenska bláa lón í Bjarn- arflagi. Opinberri heimsókn þeirra lauk í gærkvöldi en þau verða áfram hér á landi í nokkra daga í einkaerindum. ■ SKATTAR Um 35 prósent atvinnu- bærra Íslendinga borguðu engan tekjuskatt við síðustu álagningu og njóta því ekki nýboðaðrar eins pró- senta lækkunar tekjuskatts um ára- mót nema annað komi til svo sem hækkun persónuafsláttar eða barnabóta. Ekki er útlit fyrir slíkt samkvæmt heimildum Fréttablaðs- ins. Tekjuskattslækkunin hefði hins vegar fært launþega með meðal- tekjur 27 þúsund krónur meira í vasann á síðasta ári. MeðalÍslendingur hafði 2.636 þúsund krónur í árslaun árið 2003, eða sem nemur um 220 þúsund krónum á mánuði og miðað við óbreyttan persónuafslátt hefði eins prósentustiga lækkun tekjuskatts þýtt að ríkissjóður hefði skilað hon- um um 27 þúsund krónum á ári, eða 2.284 krónum á mánuði. Lækkunin um áramótin er liður í „allt að“ fjög- urra prósentustiga tekjuskatts- lækkun sem ákveðin var í stjórnar- sáttmála árið 2003. Sú skattalækkun er mjög í anda kosningastefnuskrár Sjálfstæðisflokksins. Eftir því sem næst verður komist á eftir að útfæra flest önnur atriði en eins prósents tekjuskatts- lækkunina, meðal annars vegna veikinda fráfarandi forsætisráð- herra. Framsóknarmaður sem stendur formanni flokks síns nærri sagði í gær að enginn hagfræðingur mælti nú með frekari skattalækk- unum – í bili að minnsta kosti. Nán- ir samherjar Davíðs Oddssonar segja hins vegar að hvað sem nú verði, muni Sjálfstæðismenn aldrei ganga til kosninga eftir tvö og hálft ár án þess að standa við skattalækk- analoforðin. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, tekur hins vegar við ríkisstjórnarforystu í næstu viku en áherslur hans flokks og Sjálfstæðisflokksins eru nokkuð ólíkar í skattamálum. Varnaglinn „allt að“ og tenging tekjuskatts- lækkana við kjarasamninga sem finna má í stjórnarsáttmálanum virðast þannig ættuð úr kosninga- stefnuskrá B-listans. Framsóknar- menn hafa svo lagt áherslu á að auka beinan stuðning við barnafjöl- skyldur með hækkun barnabóta og frítekjumarks þeirra og draga áfram úr tekjutengingu þeirra. Búast má við því að flokkarnir muni takast á um hvað verði ofan á í þessum efnum enda ljóst að svig- rúm hefur minnkað vegna nýjustu bölsýnis-spádóma í efnahagsmál- um. Fyrirheit um lækkun erfða- fjárskatts er að mestu komið til framkvæmda en eftir stendur eignaskattur og virðisaukaskattur. Þær lækkanir virðast á leiðinni í salt, í bili. Þó verður skipuð nefnd á allra næstu dögum til að fara ofan í virðisaukaskattsmálin í samræmi við stjórnarsáttmálann. Orðalag stjórnarsáttmálans um þetta er afar loðið enda ágreining- ur um málið í ríkisstjórninni eins og Geir H. Haarde fjármálaráð- herra viðurkenndi á mánudag. Helmingslækkun matarskattarins sem Sjálfstæðismenn lofuðu virð- ist altént ekki vera innan seiling- ar, hvað sem síðar verður. Eftir stendur þá eins prósentustiga tekjuskattslækkunin sem stór hluti þjóðarinnar mun að óbreyttu ekkert græða á. as@frettabladid.is TVEIR Á SLYSADEILD Fólksbíll og jeppi rákust saman á gatnamót- um Arnarnesvegar og Reykja- nesbrautar í Hafnarfirði klukk- an hálf tíu í gærmorgun. Öku- menn beggja bílanna voru fluttir á slysadeild. Umferð tafðist í fjörutíu og fimm mín- útur vegna slyssins og var bif- reiðum beint inn á Arnarnes- veg. Fjarlægja þurfti bílana með kranabifreið. BUSAVÍGSLA Á ÍSAFIRÐI Ökumað- ur var áminntur af lögreglunni á Ísafirði fyrir að draga nýnema við Menntaskólann á Ísafirði í einni halarófu með spotta aftan í bifreið sinni. Bifreiðin var á gönguhraða. VEISTU SVARIÐ? 1Á hvaða bæ í Skagafirði kom uppriðuveiki í sumar? 2Hvaða fyrirtæki hélt alþjóðlega ráð-stefnu um framtíð fiskveiða? 3Í hvaða söngleik lék Maríus Sverris-son í tíu mánuði í Þýskalandi? Svörin eru á bls. 38 s í m i 5 5 3 8 0 5 0 • w w w . e c c o . c o m KOMDU OG UPPLIFÐU! Full búð af nýjum vörum Kids Goretex 70272 Kids Goretex 70272 HAUST/VETUR 2004 Þriðjungur hagnast ekki á lækkun tekjuskatts Meðalskattgreiðandi fær 27 þúsund krónur á ári í vasann ef tekjuskattur lækkar um eitt prósent um áramót. Um 35 prósent borga hins vegar ekki tekjuskatt og njóta því ekki lækkunarinnar. RÍKISSTJÓRN ÍSLANDS Boðaðar skattalækkanir hafa ekki verið endanlega útfærðar, en ljóst er þó að sú eins prósenta lækkun á tekjuskatti sem fjármálaráðherra hefur boðað mun ekki koma öllum til góða. ð fisk- Þýska- INNBROT Í SUMARBÚSTAÐI Brot- ist var inn í tvo sumarbústaði á Nesjavallavegi. Ískáp var stolið úr öðrum þeirra og tvíbreiðu rúmi úr hinum. Einnig var brotist inn í gám við Ármúla. Brjóta þurfti tvo hengilása til að komast að dánarbúi sem gámurinn geymdi. Hjólsagir og verkfæri voru meðal þess sem hvarf. Enn á eftir að rannsaka hvort meiru hafi verið stolið. ÖLVUNARAKSTUR VIÐ EGILSSTAÐI Kona á miðjum aldri er grunuð um ölvun við akstur. Lögreglan á Egilsstöðum stöðvaði för kon- unnar fyrir utan Fellabæ rétt eftir klukkan sautján í gær. Lög- reglan var við hefðbundið eftir- lit. HRAÐAKSTUR VIÐ BÆJARMÖRK DALVÍKUR Þrír ökumenn voru stöðvaðir á 80 til 90 kílómetra hraða við keyrslu inn í Ólafsfjörð og Dalvík í gær. Þar er fimmtíu kílómetra hámarkshraði. Lög- reglan tekur næst fyrir ökumenn sem tala í farsíma við akstur. Þeir eiga von á sektum. Finnbogi Jónsson, stjórnarfor- maður Samherja, var ranglega nefndur Friðrik í frétt blaðsins í gær um kaup Samherja á evr- ópskum útgerðarfyrirtækjum. Beðist er velvirðingar á því. Á AKUREYRARFLUGVELLI Þar tók Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri, á móti sænsku konungsfjölskyldunni og ís- lensku forsetahjónunum í blíðskaparveðri. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR ■ LÖGREGLUFRÉTTIR ■ LEIÐRÉTTING 06-07 9.9.2004 22:07 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.