Fréttablaðið - 10.09.2004, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 10.09.2004, Blaðsíða 34
26 10. september 2004 FÖSTUDAGUR          ! "# $%   &  ! '()*                                                        !   "                      #              $             %   &    '     (   )  %   )    &  (  *+   ,   (    +  &   (    ) -  !   *     (    (   +  !            #    ( "     *       %   %  %       . !  %  )   /- %  012 +      "  3 4 5 )  * +   /637  #0 /6374 880  '    %  012      +     (  9     %  012   *,    ) &  :06 )  -     ( )         (    7 "  +   (  +         )  0   (   %          +    "    ; ,. 0       )  ) %   $     0"    " *   "    + *    %   *   *           %<=%< 012  >     ?1@5222   >     1151@A %<=%< 0B2  >     CBD2222   >     BC@D@A %<=%< 0D2  >     1?C2222   >     E12CBA                        Leikmenn 2. flokks HK: Sérkennileg framkoma FÓTBOLTI Vert er að minnast á frammistöðu og framkomu leik- manna HK þetta kvöldið. Þeir stóðu sig vel á móti Breiðabliki, gáfu allt sem þeir áttu í þann leik, börðust eins og ljón og þegar leik- urinn var úti var líkt og HK hefði orðið Íslandsmeistari – leikmenn fögnuðu ógurlega og ekki að sjá að hér færi lið sem væri fallið. Allt í góðu með það. Hins vegar var sérkennilegt, nánast óeðlilegt, að sjá flesta leikmenn HK mætta í Kaplakrikann rétt eftir að þeim leik lauk, ennþá í sínum búningum, til þess að fagna Íslandsmeist- aratitli ÍA. HK var örlagavaldur þetta kvöld en svo virtist sem leik- menn liðsins væru afar sáttir með að ÍA hampaði titlinum og það er í raun ekki hægt að túlka hegðun þeirra á annan hátt en þann að þeir væru að strá salti í sár Blika. Svona framkoma er að mati undirritaðs merki um óþroska og lítinn íþróttaanda og félaginu svo sannarlega ekki til framdráttar. HK hefur einmitt verið þekkt fyrir sérstaklega skemmtilegan og góð- an anda en þarna bar skugga á. sms@frettabladid.is ÓFÖRUM BLIKA FAGNAÐ Leikmenn HK slepptu sturtunni, brunuði í Hafnarfjörð og fönguðu með Skagamönnum. Dramatískur sigur Skagamanna HK tryggði Skagamönnum Íslandsmeistaratitlinn í 2. flokki karla með því að ná stigi af nágrönn- um sínum úr Breiðabliki í síðasta leik. FÓTBOLTI Úrslit réðust á Íslandsmóti 2. flokks karla í knattspyrnu á mánudagskvöld og það með dramatískum hætti. ÍA stóð uppi sem sigurvegari en liðið lagði FH að velli, 3-4, í Kaplakrika þar sem sigurmarkið kom ekki fyrr en rétt um fjórum mínútum fyrir leikslok. Nokkrum mínútum áður hafði leik Breiðabliks og HK lokið með jafn- tefli, 2-2, en með sigri hefðu Blikar staðið uppi sem Íslandsmeistarar. Þeim tókst það ekki þrátt fyrir stífa pressa á lokakaflanum og því skutust Skagamenn upp fyrir Breiðablik með sigrinum á FH. Leikmenn Breiðabliks voru að vonum svekktir enda höfðu þeir þetta í hendi sér og þurftu ekki að treysta á aðra. Flestir bjuggust við sigri þeirra því nágrannarnir úr HK voru fyrir leikinn fallnir og höfðu því að litlu að keppa. Þeir voru þó ekkert á því að gefa ná- grönnum sínum eitt né neitt. Þjálfari ÍA, Alexander Högna- son, þekkir það mætavel að hampa titlum með félaginu, enda var hann einn lykilmanna í gríðarlega sigur- sælu Skagaliði á tíunda áratug síð- ustu aldar. „Það var frábært að ná þessum titli hér í kvöld og algjör dramatík fram á síðustu stundu. Þetta var í raun hlutur sem maður átti ekkert endilega von á þegar maður kom hingað í kvöld – þetta var ekki í okkar höndum. Hins vegar eru svona sigrar oftast þeir sætustu – þessir sem maður á ekki alveg von á.“ Alexander er ánægður með þéttleikann og stöðugleikann í lið- inu í sumar. „Við erum búnir að vera efstir meginpart sumars, töp- uðum síðan fyrir Breiðabliki í þriðju síðustu umferðinni og þar með toppsætinu en endurheimtum það nú á síðustu stundu. En miðað við frammistöðuna í þessum leik og í raun í það heila í sumar eigum við þetta svo sannarlega skilið.“ Aðspurður segir Alexander fram- tíð knattspyrnunnar á Akranesi vera bjarta og telur nokkra leik- menn í 2. flokknum nú geta spjar- að sig vel í meistaraflokki í fram- tíðinni. „Það eru margir mjög efnilegir leikmenn í þessu liði en ég tel að það séu 5-6 leikmenn sem geta komist langt og örugglega 2-3 sem ná því – spurningin hjá hinum snýst fyrst og fremst um hvort þeir vilji það. Það hefur gengið al- veg þokkalega undanfarin ár að búa til góða knattspyrnumenn á Akranesi og það er í raun eini möguleikinn fyrir okkur til þess að geta keppt við fjársterku liðin – við verðum að gjöra svo vel að halda áfram að ala upp okkar menn og ég sé ekkert því til fyrirstöðu. Við för- um langt á því og þeirri sigurhefð sem skapast hefur í gegnum tíðina og það er sá grunnur sem við byggjum á,“ sagði Alexander Högnason. Fyrirliði Skagamanna, Ágúst Örlaugur Magnússon, var að von- um í skýjunum eftir leik. En bjóst hann við þessu? „Já, já, já, annars hefðum við bara getað sleppt því að mæta til leiks. Við ætluðum bara að klára þennan leik og hugsa ekkert um hinn leikinn í Kópavogi. Þetta var auðvitað tæpt og spenn- andi en samt sem áður er engin spurning um að við erum með langbesta liðið. Við fórum illa að ráði okkar með nokkrum klaufa- mistökum í nokkrum leikjum en á heildina litið erum við besta og jafnasta liðið, einfaldlega með mjög sterkan hóp. Við erum hver- gi nærri hættir, ætlum að ná í bik- arinn í næstu viku og svo halda bara áfram á þessari sigurbraut í framtíðinni eins og Skaginn er þekktur fyrir í fótboltanum, það kemur ekkert annað til greina,“ sagði kampakátur fyrirliði Skaga- manna. SKAGAMENN MEISTARAR Í ÞRIÐJA SINN Á FJÓRUM ÁRUM Skagamenn hafa unnið 2. flokk karla í knattspyrnu þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum og alls sjö sinnum frá upphafi. Fréttablaðið/E.Ól. 34-35 (26-27) Íþróttir2 9.9.2004 19:14 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.