Fréttablaðið - 10.09.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 10.09.2004, Blaðsíða 38
DÍS Skemmtilegar persónur og hressilegar uppákomur eru burðarbitar þessarar nýju íslensku bíómyndar að mati gagnrýnanda Fréttablaðsins. Dís „Myndin er í raun runa af misfyndnum og skemmtilegum atriðum sem mynda frekar veika heild. Dís skilur því ekki mikið eftir sig en er hins vegar fyrirtaks skemmtun og þar sem Íslendingum er ekkert sérstaklega lagið að gera skemmtilegt bíó er ekki hægt að segja annað en að Dís sé himnasending. Skemmtilegar persónur og skondnar uppákomur eru aðall myndarinnar sem fær fólk oft til þess að skella upp úr.“ ÞÞ Ken Park „Larry Clark er á svipuðum nótum í Ken Park en gengur þó enn lengra í bersöglinni og hikar ekki við að flagga getnaðarlimum og sýna sáðlát í nær- mynd. Þetta er sem sagt mynd sem ætlað er að stuða.“ ÞÞ The Shape of Things „Handritið er snilldarlega skrifað, stútfullt af húmor, pælingum um samskipti kynjanna og raunar er hvergi dauðan punkt að finna, hvorki í samtölum né framvindu.“ EÁ The Bourne Supremacy „Hraðinn er slíkur í atburðarás, klippingu og öðru að varla er hægt að mæla með því að fara á myndina nema maður sé tiltölulega skýr í kollin- um. Sem sagt ekki of þunnur eða með nefrennsli á háu stigi. Annars er hætt við að þráðurinn tapist. Reyndar má þó segja um þessa mynd að þó svo að þráðurinn tapist á stöku stað má samt hafa gaman að henni. Hún er nefnilega vel gerð, vel leikin og í alla staði hin ánægjulegasta afþreying.“ GS Capturing the Friedmans „Leikstjórinn dregur hvorki taum lögreglu né sak- bornings í málinu og áhorfandanum er treyst til að móta eigin hlið á sannleikanum. Myndefni sonar- ins, Seth, er allt í senn yfirþyrmandi, heillandi, við- bjóðslegt og forvitnilegt en nálgunin gerir það að verkum að heimsókn til Friedmans-fjölskyldunnar verður að upplifun sem er engri lík. Vægast sagt einstök heimildarmynd og því glæpur að láta hana framhjá sér fara.“ EÁ Saved! „Myndin er þroskasaga Mary og handritið tekst á við öll helstu ágreiningsmál kristinnar trúar í bibl- íubeltinu á mjög smekklegan og mannlegan hátt. Þrátt fyrir þessar grafalvarlegu pælingar um lífið og tilurð þess gleymir leikstjórinn og handritshöfund- urinn Brian Dannelly ekki að vera fyndinn. Saved! er mjög góð mynd, hefur það yfirbragð að vera skondin háskóla-unglingamynd, en er svo miklu meira en það. Spyr spurninguna hvort kristin trú sé sú eina rétta.“ BÖS 30 10. september 2004 FÖSTUDAGUR Ómissandi á DVD Kill Bill: Vol. 2 er loksins komin út á DVD og því um að gera að skella sér á báðar myndirnar og horfa á þær í einum rykk heima í sófa. Aðskildar eru þær tvær frábærar myndir en sameinaðar eitt geggjaðasta snilldarverk kvikmyndasögunnar. 25 mínútna þáttur um gerð myndarinnar fylgir sem aukaefni en það er auðvitað aukaatriði. Aðalmál- ið er að nú er hægt að skoða Vol. 1 og Vol. 2 sem heild. „I'm a killer. A murdering bastard, you know that. And there are consequences to breaking the heart of a murdering bastard.“ - Þrátt fyrir allt sem á undan er gengið sér morðinginn Bill ástæðu til að upplýsa Brúðina um að það borgi sig ekki að valda kaldrifjuðum skepnum ástarsorg. FRUMSÝNDAR UM HELGINA (DÓMAR Í ERLENDUM MIÐLUM) The Girl Next Door Internet Movie Database 6.7 /10 Rottentomatoes.com 58% = Rotin Metacritic.com 41 /100 Entertainment Weekly B- Los Angeles Times 11/2 stjarna (af fimm) The Terminal Internet Movie Database 7.1 /10 Rottentomatoes.com 63% = Fersk Metacritic.com 53 /100 Entertainment Weekly C+ Los Angeles Times 4 stjörnur (af fimm) [ SMS ] UM MYNDIRNAR Í BÍÓ Norræna stutt- og heimildar- myndahátíðin Nordisk Panorama verður haldin í Reykjavík dagana 24.- 28. september en þá verða sýndar 128 kvikmyndir á fimm dögum. „Fólk er oft að tala um al- gert alræði Hollywood drauma- verksmiðjunnar og svona hátíð er einmitt nauðsynlegt mótvægi við myndir sem eru gerðar af hand- ritalæknum í staðlað form. Þar er alltaf allt á réttum stað þannig að myndirnar verða oft afskaplega þreytandi og fyrirsjáanlegar,“ segir Eva María Jónsdóttir sem skipuleggur Nordisk Panorama í Reykjavík. „Það versta við svona atburði er að þeir standa svo stutt að fólki hættir til að missa af þeim. Það er þó engin hætta á að þú dettir inn á ógeðslega leiðinlega mynd sem drepur þig þar sem þetta eru mest stuttmyndir og meira að segja stuttar heimildarmyndir. Þar fyrir utan eru þær fæstar leiðinlegar þó þær séu margar skrítnar, eiginlega stórskrítnar.“ Aldrei verið stærri Nordisk Panorama hefur þó sjaldan eða aldrei verið jafn stór og viða- mikil þannig að hátíðin ætti ekki að fara fram hjá nokkrum manni. „Há- tíðin ferðast á milli fimm borga á Norðurlöndum og lendir því í hverri borg fimmta hvert ár. Þetta er í þriðja skipti sem hún kemur hingað en hún hefur aldrei verið jafn svakalega umfangsmikil og núna. Þetta er elsta stutt- og heim- ildarmyndahátíð á Norðurlöndum og er þar af leiðandi rótgrónust og virtust. Ég held að þetta sé stærsti kvikmyndaviðburður sem haldinn hefur verið hérna hvað varðar um- fang en hann teygir sig mjög víða út í samfélagið. Það er margt að gerast í kringum þetta og þannig getur fólk upplifað nýja bíóreynslu með því að horfa á bíó í sundi og hlusta á hljóðið undir yfirborðinu. Þá verður einnig boðið upp á bílabíó og fleira spennandi.“ Eva segir að myndir sem séu al- menningi aðgengilegar verði valdar til sýninga í bílabíóinu. Ný mynd eftir Jón Gnarr, Með mann á bakinu, verður frumsýnd á hátíð- inni og mun væntanlega rata í bíla- bíóið. Aðrar áhugaverðar íslenskar myndir sem verða frumsýndar á hátíðinni eru til dæmis ný heimild- armynd um Björk og gerð plötunn- ar Medúllu og ókláruð mynd um rokkhljómsveitina Mínus. Einn miði á allar myndirnar Myndir á Nordisk Panorama keppa til verðlauna í tveimur flokkum; bestu heimildarmyndinni á Norð- urlöndum og bestu stuttmyndinni á Norðurlöndum. Þá verður þeirri mynd sem áhorfendum fellur best í geð veitt sérstök áhorfendaverð- laun. Myndirnar verða sýndar í Regn- boganum og þar sem úrvalið er nægilegt til að æra óstöðugan býðst gestum að kaupa miða á eina mynd, fyrir 800 krónur, en hann gildir svo sem aðgöngumiði á allar myndir sem sýndar verða í Regn- boganum. Eva María segir að ýmsar óvæntar uppákomur muni verða í kringum hátíðina og daglegar sýn- ingar verða til að mynda einnig í gangi í Listasafni Reykjavíkur. Þá býst Eva við í það minnsta 350 er- lendum gestum á hátiðina en þar á meðal verða kvikmyndagerðar- menn, keppendur, fulltrúar fjöl- miðla og fleiri. ■ Fimm þéttir dagar í september EVA MARÍA JÓNSDÓTTIR Hefur í mörg horn að líta þessa dagana þar sem hún skipu- leggur stutt- og heimildarmyndahátíðina Nordisk Panorama sem verður haldin í Reykjavík í lok mánaðarins. Þá verða sýndar 128 myndir á fimm dögum. 38-39 (30-31) Bíóumfjöllun 9.9.2004 20:53 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.