Fréttablaðið - 10.09.2004, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 10.09.2004, Blaðsíða 37
29FÖSTUDAGUR 10. september 2004 Mazda3 T Sedan 1,6 l kostar a›eins 1.805.000 kr. Aukahlutir á mynd: álfelgur og flokuljós Mazda3 – margver›launa›ur bíll á ótrúlegu ver›i H im in n o g h a f - 9 0 4 0 4 7 0 MEÐ EINN GÓÐAN Góður gangur hefur verið í Breiðdalsá í Breiðdal og hafa veiðimenn og -konur fengið fína veiði. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G U N N AR B EN D ER Það gengur vel í laxveiðinni eftir að rigna tók og fiskurinn komst upp í sumar veiðiárnar eins og vestur í Dölum. Glerá, sem var að þorna upp, er orðin að stórfljóti og varla væð, allt breyttist þetta á nokkrum klukkutímum. „Gangurinn hefur frábær á veiðinni í Breiðdalsá og það sama verður líka sagt um Hrútafjarð- ará. Veiðimenn hafa líka verið að fá mjög góða veiði í Laxá á Nesj- um,“ sagði Þröstur Elliðason er við spurðum um stöðuna hjá honum. Nú hafa yfir 1.550 laxar komið á land úr Miðfjarðará. Hver vakt er að skila 10-15 fiskum á land og spáð er rigningu á morg- un þannig að góð veiði ætti að vera á svæðinu næstu daga. Áin er sneisafull af fiski og lúsugir laxar enn að veiðast. „Veiðin gengur vel hérna í Mið- fjarðará, það hefur rignt helling og vaktirnar að gefa vel, konan fékk maríulaxinn í gærdag,“ sagði Ingólfur Ásgeirsson við Austurá í Miðfirði. Og í sama streng tók Ari Sig- valdason, sem sagðist sjaldan hafa séð eins mikið af fiski eins og í Túnhyl í Vesturá. Það var lax við lax, sagði Ari. Nú hefur heldur betur hlaupið fjör í Langadalsá eftir að rigndi á svæðinu og hafa síðustu hollin tekið tugi laxa á land. Hefur veið- in í ár verið töluvert betri en á síð- asta ári og búast má við að hún endi í kringum 320 veidda laxa. Hallá er tveggja stanga á við Skagaströnd og hefur verið talin síðsumarsá en 46 laxar hafa komið upp úr ánni og veiðimaður sem var þar síðasta laugardag tók 8 laxa á land og sagði að slatti af fiski væri í ánni. Veiðimaður sem var á sunnudeginum tók 4 laxa á stuttum tíma. Vatnsmagnið í ánni hefur verið með minna móti í sumar en nú þegar rigningin lætur sjá sig má búast við að tölu- vert magn af fiski gangi til viðbót- ar í ánna. Mjög góð veiði hefur verið í Litluá í allt sumar og veiðimaður sem var að veiðum í síðustu viku sagðist hafa farið af svæðinu með bros á vör því að sjóbirtingurinn væri byrjaður að ganga af fullum krafti í ána. Setti hann í fjöldann allan af fiski og sagði að nýgeng- inn fiskur væri um alla á og þetta væruu boltafiskar sem væru að svamla í ánni. Stærsti sjóbirting- urinn sem hann setti í var um 16 pund. Veiðin hefur verið misjöfn í Bjarnafjarðará á Ströndum en síðustu vikurnar hafa veiðimenn samt sem áður verið að setja í góðar bleikjur inni á milli og eru þær stærstu allt að 4 pund og nokkrar nýgengnar. Nú er sá tími í vatnasvæði Lýsu að menn geta gert góða sil- ungsveiði þar og jafnvel sett í lax. Vatnasvæði Lýsu er eitt fárra veiðisvæða á landinu þar sem all- ar tegundir íslenskra ferskvatns- fiska veiðast; sjóbleikja, vatna- bleikja, urriði, sjóbirtingur og lax. „Ég var að veiða á vatnasvæði Lýsu fyrir skömmu og veiddi tvo laxa og síðan helling af bleikju, en hún var frekar smá,“ sagði veiði- maður sem var að veiða á svæðinu fyrir nokkrum dögum. ■ VEIÐI GUNNAR BENDER ■ skrifar um veiði. Á þriðjudögum Smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is Sjaldan eins mikið af fiski og núna í Vesturá 36-37 (28-29) Skrípó 9.9.2004 19:02 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.