Fréttablaðið - 10.09.2004, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 10.09.2004, Blaðsíða 29
Of lág laun kennara eru ekki bara alvarlegt mál fyrir þá sjálfa heldur fyrir samfélagið í heild. Fimmti hver án tilskilinnar menntunar Það er stundum sagt að laun lækna séu há vegna þess að þeir hafi svo góða samningsstöðu. Þeir hafi líf okkar í höndum sér. Sama máli gegn- ir um flugstjóra. En má ekki nota þessa samlíkingu líka um kennara? Þeir hafa „líf“ barna okkar í hendi sér. Takist uppfræðsla þeirra illa geta afleiðingarnar varað alla ævi. Ein af forsendum þess að kennurum eins og öðru fólki takist vel upp í starfi er að þeir búi við sæmilega góð laun og séu ánægðir með sinn hlut. Í þeim kjarasamningum sem nú standa yfir leggja grunnskólakennar- ar þunga áherslu á að störf þeirra séu metin til launa í samræmi við aðra hópa með sambærilega menntun og ábyrgð í starfi. Þó að laun þeirra hafi þokast upp á við á undanförnum árum hafa kennarar ekki haldið í við aðra og skýrist hækkun launa í síð- ustu kjarasamningum fyrst og fremst af auknu vinnuframlagi og meiri ábyrgð. Því miður hafa samn- ingamenn sveitarfélaganna ekki vilj- að skilja þetta. Þeir eru enn þegar þetta er skrifað við sama heygarðs- horn og áður og eyða dýrmætum tíma í þrætulist í stað efnislegra við- ræðna til lausnar yfirstandandi kjaradeilu. Kennaralaunin eru alls ekki til þess að státa af. Byrjunarlaun 24 ára nýútskrifaðs kennara sem er að hefja kennslu að loknu þriggja ára háskóla- námi eru aðeins um 160 þúsund krón- ur á mánuði. Meðaldagvinnulaun grunnskólakennara eru aðeins um 210-215 þúsund krónur á mánuði. Þessi laun eru ekki til þess fallin að grunnskólar geti til lengdar haldið í menntaða og reynda kennara né að ungt fólk sækist eftir því að mennta sig til kennslustarfa. Þó að í haust hafi gengið betur að ráða menntaða kenn- ara til starfa í grunnskólum en oftast áður er fimmta hver kennarastaða í grunnskólum landsins enn skipuð fólki sem er án tilskilinnar menntun- ar og kennsluréttinda. Lág laun stan- da skólastarfi og um leið menntun fyrir þrifum. Það er háskalegt fyrir þjóðfélagið þegar skólinn verður und- ir í samkeppni við aðra vinnuveitend- ur um vel menntað fólk til starfa. Þetta þyrftu samningamenn sveitar- félaganna að hafa hugfast. Í miðri samningahríðinni sem nú stendur yfir er staðfest í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ um arðsemi menntunar á Íslandi hve mjög kennarar eiga á brattann að sækja. Þar kemur fram að engin arð- semi er af þriggja ára háskólanámi grunnskólakennara. Meðaltekjur þeirra eru lægri en viðmiðunarhóps- ins, þ.e. fólks með stúdentspróf. Þriggja ára háskólanám veitir grunn- skólakennurunum með öðrum orðum engan fjárhagslegan ávinning. Þessu þarf að breyta. Of lág laun kennara eru ekki bara alvarlegt mál fyrir þá sjálfa heldur fyrir samfélagið í heild. Ætli nokkur efaðist um alvöru máls- ins ef fimmti hver læknir eða fimmti hver flugstjóri væri án tilskilinnar menntunar og réttinda? Höfundur er starfsmaður Upplýs- ingasviðs Kennarasambands Íslands. 21FÖSTUDAGUR 10. september 2004 HELGI E. HELGASON KENNARASAMBANDINU UMRÆÐAN MÁLEFNI KENNARA ,, AF NETINU Árni Snævarr á Fréttablaðið Árni Snævarr hefur verið ráðinn til starfa á ritstjórn Fréttablaðs- ins. Mun hann einkum annast stjórnmálafréttir blaðsins. Árni lagði stund á nám við háskóla í París og Lyon í Frakklandi og Há- skóla Íslands og lauk BA-prófi í sagnfræði og frönsku. Stundaði síðan framhaldsnám í blaða- mennsku við Fondation Journa- listes en Europe í París. Hann vann sem blaðamaður á DV með námi frá 1982, gekk til liðs við Bylgjuna við stofnun árið 1986, var fréttamaður á Ríkisútvarpinu í níu ár, frá 1987 til 1996, og á Stöð 2 frá 1996-2003. Undanfarið hefur Árni verið ritstjóri (senior public affairs officer) hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (OSCE) í Kosovo. ■ Hæfasti umsækjandinn Ef umsækjendur uppfylla almenn hæfis- skilyrði þá verður sá sem ræður í starfið að hafa talsvert frelsi til að ákveða á hvað leggja beri áherslu hverju sinni. Það, að koma eftir á og telja upp hvaða umsækjandi hafi setið í flestum nefnd- um, skrifað flestar greinar, setið flest námskeið, starfað á mörgum stöðum og svo framvegis, og ætla þannig að reikna út hver var „hæfastur“, er ekki endilega svo góð hugmynd. Það er ekki endilega þannig að það sé hægt að sýna fram á að einn sé hæfari en annar. Oft eru tveir, eða fleiri, hæfir einstaklingar sem hafa ólíka kosti og ólíka galla. Einhver verður svo að velja á milli þeirra, gera sér heild- armynd af þeim og velja svo. Vefþjóðviljinn á andriki.is Áhugaverðari kostur Þrátt fyrir frestun á setningu laga um fjölmiðla hafði öldurnar ekki lægt. Enski boltinn fór yfir til samkeppnisaðilanna, Skjás 1 og þá hófst kapphlaupið fyrir al- vöru. Norðurljósamenn linntu ekki lát- um, þeir ætluðu ekki að gefa þetta vin- sæla sjónvarpsefni svo auðveldlega upp á bátinn. En þegar Skjár 1 tryggði end- anlega enska boltann í hús þá varð uppi fótur og fit. Nú er ósanngjarnt að Sím- inn, markaðsráðandi fyrirtæki, eigi hlut í fjölmiðli. Nú má Síminn ekki horfa til þess að Skjár 1 með enska boltann í broddi fylkingar sé gott viðskiptatæki- færi fyrir félagið. Þess þá heldur að stefnt er að einkavæðingu Símans á allra næstu misserum og með þessum kaupum er félagið enn áhugaverðara í augum fjárfesta. Ásthildur Sturludóttir á tikin.is 20-29 (20-21) Leiðarinn 9.9.2004 18:59 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.